Fara í efni  

Bæjarráð

3340. fundur 12. apríl 2018 kl. 08:15 - 10:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes Karl Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Búnaðar- og áhaldakaup 2018 - tækjakaupasjóður

1801138

Umsókn í tækjakaupasjóð frá Brekkubæjarskóla um kaup á vinnuborðum fyrir fatlaðan einstakling.
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna Brekkubæjarskóla til kaupa á vinnuborðum. Fjárhæðinni, samtals kr. 309.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

2.Stofnun uppkaupasjóðs

1803223

Umræða um stofnun uppkaupasjóðs
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að uppkaupasjóð og fjármögnum hans, t.d. með sölu eigna, sem nýst gæti til kaupa á eignum og lóðum sem eru í niðurníðslu eða standa í vegi fyrir þéttingu byggðar o.þ.h.

3.Þroskahjálp húsbyggingasjóður samstarf

1802401

Á 77. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 7. mars sl. var samþykkt að hefja viðræður við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um kaup eða byggingu íbúða fyrir fatlaða á Akranesi. Velferðar- og mannréttindaráð tók málið aftur fyrir á 79. fundi sínum 11. apríl sl. því viðræður eru nú hafnar við fulltrúa Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar. Ráðið óskar eftir heimild bæjarráðs til að halda viðræðum áfram með þeim skuldbindingum sem þær gætu haft í för með sér um samþykki fyrir stofnframlagi.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir og veitir heimild fyrir frekari viðræðum við Þroskahjálp með það markmið í huga að veita stofnframlag til félagsins vegna kaupa eða byggingu íbúða fyrir fatlaða á Akranesi. Þegar hafa verið teknar frá lóðir í Skógarhverfi 2 vegna möguleika á slíkri uppbyggingu.

4.Þjónusturáð - Jöfnunarsjóður úthlutun 2017

1802175

Á 78. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 21. mars sl. var lagt fram loka uppgjör fyrir skiptingu fjármuna milli félagsþjónustusvæða vegna samnings um þjónustusvæði Vesturlands í málaflokki fatlaðra. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til kynningar í bæjarráði.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra velferðar- og mannréttindaráðs fyrir greinargóða yfirferð og svör við spurningum bæjarfulltrúa.

5.Almennar íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1607041

Brynja áformar kaup á íbúð á Akranesi samkvæmt reglum um almennar íbúðir, sbr. lög nr. 56/2016.
Samkvæmt viljayfirlýsingu frá árinu 2016 var ráðgert að kaupa þrjár íbúðir á árinu 2018.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir veitingu stofnframlags fyrir þremur íbúðum sem nemur um 16% af kaupverði íbúða eða allt að 12 mkr. til Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins á árinu 2018 í samræmi við viljayfirlýsingu bæjarstjórnar Akraness frá árinu 2016. Ráðstöfunin verður fjármögnuð með lækkun á áætluðu handbæru fé sem verður eftir breytingu samtals 978,5 mkr.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til gerðar viðauka og staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

6.Konukvöld / herrakvöld ÍA - tækifærisleyfi

1804093

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna konu- og herrakvölds ÍA í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum þann 18. og 20. apríl næstkomandi.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

7.Árnahús Sólmundarhöfða 2

1804113

Erindi Gísla Gíslasonar um Sólmundarhöfða 2.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og tekur jákvætt í það.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

8.Fagrilundur 3 - Umsókn um byggingarlóð

1804014

Umsókn Pípó ehf. um byggingarlóð við Fagralund 3. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggðingarlóðarinnar til umsækjanda.

9.Ársþing ÍA 2018

1804042

74. ársþing Íþróttabandalags Akraness verður haldið þann 12. apríl kl. 20:00 í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum.
Bæjarráð þakkar fyrir boð á ársþing ÍA og hvetur bæjarfulltrúa og sem flesta Skagamenn til að mæta á þingið.

10.Fundargerðir 2018 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1801025

148. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 19. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram.

11.Beiðni KFÍA um styrk vegna nauðsynlegra framkvæmda á Akranesvelli 2018

1803217

Beiðni KFÍA um styrk vegna nauðsynlegra framkvæmda á Akranesvelli 2018.

Sævar Freyr Þráinsson og Jóhannes Karl Guðjónsson víkja af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í nauðsynlegar framkvæmdir á Akranesvelli 2018. Um er að ræða framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla kröfur leyfiskerfis Knattspyrnusambands Íslands og eru því óhjákvæmilegar. Heildarkostnaður framkvæmdanna er áætlaður um 11,0 mkr. sem skiptast annars vegar í eignfærðar framkvæmdir að fjárhæð um 6,0 mkr. og fjármögnuð er með lækkun á áætluðu handbæru fé sem verður eftir breytinguna 990,5 mkr. og hins vegar í gjaldfærðar framkvæmdir að fjárhæð um 5,0 mkr sem ráðstafað verður með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs sem verður eftir breytinguna 249,8 mkr.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til gerðar viðauka og staðfestingar í bæjarstjórn.

12.Málefni sementsstrompsins

1804101

Tillaga um kosningu vegna sementsstrompsins.
Gert er ráð fyrir að verð frá verktaka vegna niðurrifs liggi fyrir nú fyrir helgina.
Bæjarráð samþykkir að láta fara fram ráðgefandi skoðanakönnun meðal íbúa Akraneskaupstaðar um framtíð sementsstrompsins. Bæjarráð samþykkir að könnunin fari fram rafrænt í gegnum íbúagátt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á tímabilinu frá 16.-22. apríl næstkomandi að því gefnu að kostnaðarliðir er varða annars vegar viðhald og hins vegar niðurrif liggi þá fyrir.

Niðurstaða könnunarinnar verði síðan lögð fyrir bæjarráð að nýju þann 26. apríl næstkomandi og í kjölfar þess tekin endanleg ákvörðun um framhald málsins í bæjarstjórn Akraness.

13.Kaup á snerti- og upplýsingaskjám

1804102

Tillaga um kaup á snerti- og upplýsingaskjám á bæjarskrifstofuna.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna til kaupa á þremur snerti- og upplýsingaskjám á bæjarskrifstofu. Fjárhæðinni, samtals 1,0 mkr., verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

14.Endurnýjun á eldvegg Akraneskaupstaðar

1804100

Tillaga að kaupum á nýjum eldvegg fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna til kaupa og uppsetningar á nýjum eldvegg fyrir internettengingu Akraneskaupstaðar. Fjármununum, samtals að fjáhæð kr. 1.450.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

15.Jaðarsbakkar - sjúkrabekkur í vallarhús

1803219

Ósk KFÍA um styrk til að kaupa sjúkrabekk í vallarhúsið á Jaðarsbökkum.
Sævar Freyr Þráinsson og Jóhannes Karl Guðjónsson víkja af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna og verður útgjöldunum, samtals að fjárhæð 434.000, mætt með ráðstöfun fjármuna af liðnum 20830-4995.

16.Ársreikningur 2017 - endurskoðun

1801245

Tíma- og verkáætlun vegna ársreiknings 2017 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir áætlunina.
Aukafundur verður í bæjarráði mánudaginn 16. apríl kl. 17:00 vegna málsmeðferðar ársreiknings Akraneskaupstaðar 2017.

17.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2018

1803225

Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 19. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 10:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00