Fara í efni  

Bæjarráð

3339. fundur 28. mars 2018 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson varamaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Bæjarfulltrúi Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir er fjarverandi og varabæjarfulltrúinn Kristín Sigurgeirsdóttir átti ekki kost á að mæta.

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

389. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála.
Byggðaáætlun - tillaga til þingsályktunar
Lagt fram.

2.Baugalundur 3 - Umsókn um byggingarlóð

1802330

Umsókn Hafdísar Mjallar Lárusdóttur um byggingarlóð við Baugalund 3. Umsóknargjald hefur verið greitt og því er umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjaráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

3.Asparskógar 15 - Umsókn um byggingarlóð

1803164

Umsókn Gríms Halldórssonar um byggingarlóð við Asparskóga 15. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

4.Asparskógar 19 - umsókn um byggingarlóð

1803076

Umsókn Gullstofunnar um byggingarlóð við Asparskóga 19. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

5.Asparskógar 21 - umsókn um byggingarlóð

1803072

Umsókn Gullstofunnar um byggingarlóð við Asparskóga 21. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

6.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi f.h. Samfylkingarinnar tekur sæti á fundinum og kynnir verkefni borgarinnar um styttingu vinnuvikunnar.
Einnig taka sæti á fundinum sviðsstjórar Akraneskaupstaðar og Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði sem er trúnaðarmaður félagsmanna StRv hjá Akraneskaupstað og öryggisfulltrúi starfsmanna á bæjarskrifstofunni.
Bæjarráð þakkar Magnúsi Má fyrir fróðlega og gagnlega kynningu.
Bæjarráð tilnefnir bæjarfulltrúana Ólaf Adolfsson og Ingibjörgu Pálmadóttur í starfshóp um verkefnið og felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa úr hópi starfsmanna Akraneskaupstaðar sem taki sæti í starfshópnum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að erindisbréfi fyrir næsta fund bæjarráðs.

Starfshópurinn verður ólaunaður.

7.Stuðningur við afreksíþróttafólk

1803017

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum 20. mars 2018 að leggja til við bæjarráð að Akraneskaupstaður stofni afrekssjóð sem ætlað er að veita framúrskarandi íþróttafólki ÍA stuðning þegar það skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum. Jafnframt er lagt til að stofnuð verði afreksnefnd sem hefur það hlutverk að koma með tillögu að veitingu styrksins.
Markmið Akraneskaupstaðar með stofnun slíks afreksstyrks er að veita framúrskarandi íþróttafólki stuðning þegar það skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum.
Afreksfólk eru þeir einstaklingar sem standast viðmið í viðkomandi íþróttagrein sem skilgreind eru af viðkomandi sérsambandi og tekur mið af afreksstefnu ÍSÍ.
Styrkurinn er viðleitni Akraneskaupstaðar að styðja við afreksíþróttafólk ÍA sem hefur náð þeim einstaka árangri að keppa meðal þeirra bestu í heimi og kemur fram fyrir hönd ÍA og eru jafnframt fyrirmyndir yngri iðkenda.
Í afreksnefnd eiga sæti einn fulltrúi stjórnar ÍA, formaður skóla- og frístundaráðs og sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs (eða staðgengill hans).
Hlutverk afreksnefndar er að vinna í samræmi við ofangreind viðmið og starfa samkvæmt starfsreglum sem samþykktar eru af skóla- og frístundaráði. Afreksnefnd leggur fram tillögu um styrkþega til skóla- og frístundaráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

8.Breiðarsvæði - Húsnæði/mannvirki

1803123

Hugmyndir um nýtingu á tanki og Hafbjargarhúsi voru kynntar á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 19. mars.

Hjálagðar eru tillögur byggingarfulltrúa um hugsanlega nýtingu mannvirkjanna.
Bæjarráð þakkar byggingarfulltrúa fyrir tillögurnar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

9.Skotfélag Akraness - framkvæmdasamningur

1712032

Erindi Skotveiðifélagsins var frestað á fundi bæjarráðs þann 7. desember síðastliðinn og bæjarstjóra falið að vinna verkefnið áfram.

Heildarkostnaður framkvæmda er um 5 mkr. og gert ráð fyrir tveggja ára framkvæmdatíma.
Bæjarráð samþykkir erindið með hliðsjón af þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er á svæðinu.

Kostnaði vegna framkvæmdanna á árinu 2018, samtals um 2,5 mkr., verður mætt af liðnum 20830-4980. Tekið verði tilliti til kostnaðar á árinu 2019 við gerð fjárhagsáætlunar (fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun).

10.Ærslabelgur

1803074

Tillaga verkefnastjóra og umhverfisstjóra um kaup á ærslabelg til uppsetning á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Kostnaði, samtals að fjárhæð 2,5 mkr, verður mætt af liðnum 20830-4995.

11.Bílnúmeramyndavél

1803190

Erindi Lögreglunnar á Vesturlandi um uppsetningu á bílnúmera myndavélum við innkomur í bæinn.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórarnir í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit hyggjast eiga samvinnu um verkefnið.

12.Verðlaunahátíð barnanna - boð um þáttöku/styrk

1803147

Styrkbeiðni vegna verðlaunahátíðar barnanna.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

13.Vitastígur á Breiðinni

1803185

Tilkynning Ferðamálastofu um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að fjárhæð kr. 11.120.000 til þess að ljúka við 150 metra langan stíg frá bílastæði og aðkomutorgi að áningarstaðnum, yst á tanganum á Breið.
Bæjarráð fagnar styrkveitingunni og þakkar umhverfisstjóra og verkefnastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði fyrir vandaða umsókn til Framkvæmdasjóðsins.

14.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Fyrstu drög að Menningarstefnu Akraneskaupstaðar lögð fram til umsagnar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir menningarstefnu Akraneskaupstaðar í samræmi við umræður á fundinum og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

15.Höfði - lífeyrisskuldbindingar

1511324

Yfirlit vegna uppgjörs við ríki vegna lífeyrisskuldbindinga Höfða.
Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi Akraneskaupstaðar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00