Fara í efni  

Bæjarráð

3333. fundur 11. janúar 2018 kl. 08:30 - 10:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Rakel Óskarsdóttir stýrir fundinum vegna fjarveru bæjarstjóra, sbr. verklag bæjarráðs.

1.Reglur um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar

1801118

Tillaga velferðar- og mannréttindaráðs um breytingu á 11. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu ráðsins um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar og vísar þeim til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

Gert var ráð fyrir úgjöldunum í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2018.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

1612050

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 73. fundi sínum þann 10. janúar síðastliðinn breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi sem samþykktar voru í bæjarstjórn Akraness þann 10. janúar 2017. Breytingarnar snúa að orðalagi greina, viðbætum og hækkun tekjuviðmiða sem liggja til grundvallar ákvörðunar húsnæðisbóta hverju sinni. Breytingar á reglunum eru í samræmi við leiðbeinandi reglur Velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar breytingum á reglunum til staðfestingar í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir tillögu ráðsins um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

Ekki er gert ráð fyrir að breyting á reglunum feli í sér aukinn kostnað fyrir Akraneskaupstað.

3.Bílaleigusamningur vegna búsetuþjónustu

1801079

Samningur um langtímaleigu á bifreið í búsetuþjónustu fyrir fatlaða rennur út í lok janúar næstkomandi. Verðkönnun hefur farið fram hjá þremur bílaleigufyrirtækjum innan rammasamnings ríkiskaupa. Verðkönnunin var gerð til að fá fram þau verð sem aðilum að rammasamningum standa til boða.

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 73. fundi sínum þann 10. janúar síðastliðinn að leggja til við bæjarráð að gengið verði til samninga við titekna bílaleigu. Kostnaður við samninginn rúmast innan fjárhagsáætlunar á árinu 2018.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar samþykkt sinni til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir erindið. Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins.

4.Brú Lífeyrissjóður - breyting á A deild

1703139

Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga sem er tilkomið vegna samkomulags aðila vinnumarkaðins á breytingum á lífeyrissjóðakerfinu, á A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, sbr. breytingar á lögum nr. 1/1997 með lögum nr. 127/2016 og breytingum á samþyktum Brúar lífeyrissjóðs frá 8. maí 2017 sbr. staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. júni 2017. Heildarskuldbinding Akraneskaupstaðar samkvæmt samkomulagin er að fjárhæð kr. 476.567.517 vegna framlags í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð og hefur verið gert ráð fyrir útgjöldunum með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 372 mkr. og með framlagi úr sjóð.

Bæjarráð heimilar og felur bæjarstjóra að skrifa undir samkomulagið og öðrum nauðsynlegum löggerningum þess efnis f.h. Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð vísar samþykktinni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

5.Bjarg íbúðafélag umsókn um stofnframlag okt 2017

1711001

Misræmi er fjárhæð stofnaframlags í umsókn Bjargs til Íbúðalánasjóðs (ÍLS) og í samþykktri fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.

Kallar á ákvörðun bæjarráðs um breytingu á fjárhagsáætlun en samþykkt stofnframlags Akraneskaupstaðar er lægra en fram kemur í umsóknargjöldum til ÍLS.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar Bjargs íbúðafélags á samtals 33 íbúðum á byggingarlóðunum Asparskógi nr. 12, nr. 14. og nr. 16 á Akranesi.

Heildarstofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af kr. 773.510.058 eða samtals kr. 92.821.207 og er innt af hendi í formi gatnagerðar- og þjónustugjalda að fjárhæð kr. 47.595.558 og beinu framlagi úr sjóð að fjárhæð kr. 45.225.649. Framlagið er innt af hendi á framkvæmdatíma sem er áætlaður 3 ár að hámarki.

Bæjarráð vísar samþykktinni til gerðar viðauka og endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.

6.Búnaðar- og áhaldakaup 2018 - tækjakaupasjóður

1801138

Erindi Tónlistarskólans á Akranesi um tölvukaup fyrir skólann.
Bæjarráð samþykkir erindi skólastjóra Tónlistarskóla Akraness um framlag úr tækjakaupasjóði vegna kaupa á 10 IPAD en um er að ræða afgreiðslu á síðari hluta umsóknar frá því nóvember á síðasta ári.

Bæjarráð samþykkir úthlutun að fjárhæð kr. 1.662.000 af liðnum 20830-4660.

7.Baugalundur 8 - umsókn um byggingarlóð

1712111

Umsókn Vil ehf. um byggingarlóð við Baugalund 8. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er nú tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Baugalundur nr. 8 til umsækjanda.

8.Reglur 2018 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

1801127

Reglur 2018 um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi.
Andrés Ólafsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi fyrir árið 2018 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

9.Þorrablót Skagamanna - tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Íþróttahúsinu við Vesturgötu

1801042

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna tækifærisleyfi fyrir Þorrablót Skagamanna sem haldið verður þann 20. janúar næstkomandi frá kl. 18:00 til kl. 03:00 aðfaranótt 21. janúar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

10.Skagamaður ársins 2017

1801132

Tilnefningar til bæjarráðs um Skagamann ársins 2017.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu um Skagamann ársins 2017 og afhendingin fer fram á þorrablóti Skagamanna laugardaginn 20. janúar næstkomandi.

11.Sjónvarpsþættirnir Að vestan - þátttaka Akraneskaupstaðar

1801121

Erindi framkvæmdastjóra N4 um samstarf við gerð þáttanna Að Vestan.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi samstarf við N4 og felur bæjarstjóra að útfæra samkomulagið.

12.Fiskistofa - tilkynningar 2018

1801111

Tilkynningar frá Fiskistofu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00