Fara í efni  

Bæjarráð

3328. fundur 23. nóvember 2017 kl. 08:15 - 10:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1703096

11. fundargerð starfshóps um stefnumótun aldraðra frá 19. október 2017.
12. fundargerð starfshóps um stefnumótun aldraðra frá 25. október 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Áskorun frá Félagi slökkviliðsmanna á Akranesi

1711182

Áskorun frá Félagi slökkviliðsmanna á Akranesi um ráðningu og nýliðun hjá slökkviliðinu.
Bæjarráð þakkar Félagi Slökkviliðsmanna á Akranesi fyrir erindið og tekur undir áhyggjur félagsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

3.Bíóhöllin - samningur 2018

1711102

Tillaga um framlengingu á samningi við Vini Hallarinnar um rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi um rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi í eitt ár eða frá 1. janúar til 31. desember 2018.

Samhliða er því beint til menningar- og safnanefndar að skilgreina hlutverk og markmið með starfsemi í Bíóhöllinni við gerð stefnumótunar í menningarmálum á Akranesi.

4.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs (gatnagerðargjöld og fl.)

1708044

Bæjarráð tók fyrir tillögu sviðsstjóra um breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og tengigjald fráveitu á fundi sínum þann 16. nóvember síðastliðinn og frestaði afgreiðslu málsins þar til næsti fundur ráðsins yrði haldinn.

Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferð um helstu breytingar í gjaldskrá gatnagerðargjalda og tengigjalds fráveitu.

Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

5.OR - eigendanefnd 2017

1705133

Fundarboð á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer þann 24. nóvember næstkomandi. Hjálögð er gögn fundarins.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri mætir fyrir hönd Akraneskaupstaðar á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur.

6.Húsnæðismál Orkuveitu Reykjavíkur

1710227

Eigendur Foss fasteignafélags, sem á húseignirnar á Bæjarhálsi 1, hafa samþykkt kauptilboð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í félagið. Með því fær OR aftur forræði yfir húsunum þar sem meginstarfsemi fyrirtækisins er.

Bjarni Bjarnason forstjóri OR, Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdastjóri dótturfélaga og Ingvar Stefánsson framkvæmdastjóri fjármála taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Bjarna, Ingu Dóru og Ingvari fyrir greinargóða kynningu.

Bæjarráð samþykkir ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á húsnæðis þess við Bæjarháls 1.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00