Fara í efni  

Bæjarráð

3327. fundur 16. nóvember 2017 kl. 08:15 - 10:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1701022

145. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 30. október 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2018

1711108

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2018.
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands gerir ráð fyrir að hækkun framlaga sveitarfélaganna um 2,5% og verði samtals um 12,5 mkr. en framlag hvers og eins sveitarfélags miðast við íbúafjölda um áramót.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlunina og vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs (gatnagerðargjöld og fl.)

1708044

Tillaga sviðsstjóra um breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra greinargóða yfirferð.

Afgreiðslu málsins frestað.

4.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Erindi Hestamannafélagsins Dreyra um byggingu reiðskemmu á Æðarodda.

Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og bæjarstjóra falið að ræða við Hvalfjarðarsveit um frekari úrvinnslu málsins.

5.Almennar íbúðir fyrir fatlaða einstaklinga - stofnstyrkur til Brynja hússjóður

1607041

Umsókn Brynju, Hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnframlag frá Akraneskaupstað samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna kaupa félagsins á íbúð á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að veita Brynju, Hússjóð Öryrkjabandalagsins stofnframlag samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir vegna kaupa á íbúð á Akranesi en gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins. Hlutfall stofnframlags Akraneskaupstaðar miðast við sömu forsendur og stofnframlag Íbúðalánasjóðs.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Frístundamiðstöð / golfskáli við Garðavöll

1609101

Bygging frístundamiðstöðvar við Garðavöll.
Ákvörðun um útfærslu framhalds vegna aukins kostnaðar samkvæmt tilboðum.

Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka við yfirlýsingu/samkomulag um uppbyggingu frístundamiðstöðvar við Garðavöll dags, 4. september 2017.

7.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

1711118

Niðurstöður úttektar á gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.

Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

8.Afskriftir 2016 og 2017

1711099

Afskriftabeiðnir frá Sýslumanninum á Vesturlandi fyrir árið 2016 og 2017.
Bæjarráð samþykkir afskriftarbeiðni sýslumannsins á Vesturlandi vegna áranna 2016 og 2017, samtals að fjárhæð kr. 18.507.296.
Afskriftir vegna ársins 2016 eru samtals kr. 5.716.862 og samtals kr. 12.790.734 vegna ársins 2017.

9.Umhverfisvöktunaráætlun UST - athugasemdir

1711117

Athugasemdir Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð vegna umhverfisvöktunaráætlunar UST fyrir iðjuverin á Grundartanga 2017 - 2021.
Lagt fram.

10.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ árið 2017

1711048

Tilkynning frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands um ágóðahlutagreiðslu félagsins til Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017.
Hlutdeild Akraneskaupstaðar í Sameignarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands er 3,465% og fjárhæðin fyrir árið 2017 samtals kr. 1.732.500.
Lagt fram.

11.Rejúníon, uppskeruhátíð árgangamóts - umsögn

1711067

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna uppskeruhátíðar árgangamóts á Jaðarsbökkum þann 11. nóvember 2017 kl. 19:00 til 12. nóvember 2017 kl. 01:00.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

12.Stjórnendakvóti (aukin stjórnun) við TOSKA 2017

1708054

Kjarasamningsbundin stjórnendakvóti við Tónlistarskóla Akraness
Bæjarráð samþykkir aukin útgjöld að fjárhæð kr. 2.076.000 til Tónlistarskóla Akraness vegna viðbótarstjórnunarkvóta við stofnunina á árinu 2017.
Kostnaðinum verður mætt með lækkun rekstrarafgangs ársins.

13.Rafræn íbúakosning

1711136

Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bragi Hauksson frá Þjóðskrá mættu á fundinn.
Bæjarráð þakkar Ólafi Kr. og Braga kærlega fyrir greinargóða og áhugaverða kynningu.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00