Fara í efni  

Bæjarráð

3316. fundur 13. júlí 2017 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

61. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

63. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. júní 2017.
64. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

63. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 9.júní 2017.
64. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 26. júní 2017.
65. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 10. júlí 2017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

42. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 13. júní 2017.
Fundargerðin lögð fam til kynningar.

5.Fundargerðir 2017 - Höfði

1701010

74. fundargerð stjórnar Höfða frá 19. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1701022

143. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 22. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - Orkuveita Reykjavíkur

1701023

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 244 frá 24. apríl 2017 og nr. 245 frá 15. maí 2017.
Til máls tóku: RÓ, SFÞ, ÓA, IV, VÞG, IP.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1701020

851. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Útilistaverk við strönd

1511348

Menningar- og safnanefnd leggur fram erindi um þátttöku í verkefni á Listahátíð í Reykjavík 2018.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að forstöðumaður safna- og menningarmála vinni nákvæmara kostnaðarmat á verkefninu áður en það verður lagt á ný fyrir bæjarráð.

10.Skagamenn - fólkið sem byggði bæinn á Akranesi

1707013

Ósk Þorsteins Jónssonar um samstarf á útgáfu ritverksins Skagamenn. Fólkið sem byggði bæinn.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umsagnar í menningar- og safnanefnd.

11.Ræsting í leikskólum Akraneskaupstaðar

1706155

Ósk um uppsögn á samningi um þrif á leikskólum Akraneskaupstaðar við Hreint ehf.
Bæjarráð samþykkir uppsögn samningsins. Bæjarstjóra er falið að tryggja að viðunandi lausn verði fundin á málinu.

12.Körfuknattleiksfélag ÍA - auglýsingar á skortöflu

1707020

Beiðni Körfuknattleiksfélags ÍA um leyfi til að setja upp auglýsingar við skortöflu í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Bæjarráð samþykkir beiðni Körfuknattleiksfélagsins um að fá leyfi til að setja upp auglýsingar við skortöflu í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

13.Vinátta í verki - söfnun fyrir Grænland

1707023

Söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir Grænland.
Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitingu kr. 250.000 í að styrkja söfnuna "Vinátta í verki" sem er söfnun fyrir íbúa þorpsins Nuugaatsiaq á Grænlandi eftir að flóðbylgja gekk yfir smáþorpið. Fjármunum er varið af liðnum 20830-4995.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.

14.Menningarnótt - Akranes heiðursgestur

1707027

Akraneskaupstaður verður heiðursgestur á Menningarnótt.
Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitingu 1,0 mkr. vegna boðs Reykjavíkurborgar um að Akranes verði heiðursgestur Menningarnætur 2017.
Fjármunum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

15.Akranes - skiptimiðar úr ferju í strætó

1707026

Samstarf við Strætó bs. um að geta notað farmiða í Akranesferjuna sem skiptimiða í stætó í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitingu kr. 250.000 svo tilraun um samstarf við Strætó geti orðið að veruleika.
Fjármunum verður ráðstafað af liðnum 20830-5946.

16.Gólfefni á bæjarþingsal og fundarherbergi

1707024

Teppi í bæjarþingsal og fundarherbergi er orðið afar ljótt og fyrir löngu ónýtt. Búið er að kostnaðarmeta uppsetningu á parketi og hljóðeinangrandi dúk.
Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitingu kr. 2,3 mkr í að skipta um gólfefni á bæjarþingsal og fundarherbergi.
Fjármunum verður ráðstafað af liðnum 20830-4980.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00