Fara í efni  

Bæjarráð

3304. fundur 02. mars 2017 kl. 08:15 - 10:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Tillaga skipulags- og umhverfisráðs um breytingu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem felur í sér 46 milljóna króna hækkun í fjárfestingum og 20 milljóna króna lækkun í gjaldfærðum framkvæmdum.

Bæjarráð vísar samþykktinni til gerðar viðauka og samþykktar í bæjarstjórn.

2.Leigusamningar að Suðurgötu 57

1701332

Leigusamningur Akraneskaupstaðar og Muninn kvikmyndagerðar v/Coworking Akranes lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

3.Húsnæði fyrir listamenn

1702207

Sex ungar listakonur á Akranesi óska eftir stuðningi Akraneskaupstaðar við að útvega húsnæði fyrir vinnustofur sem nýttar verði til listkennslu, kynningar, námskeið og viðburði af ýmsum toga.


Bæjarráð telur hugmyndir listakvennanna mjög góðar en bendir á að sem stendur hafi Akraneskaupstaður ekki yfir húsnæði að ráða sem hentar fyrir vinnustofur. Nokkrir listarmenn hafa haft aðstöðu í stjórnstöðinni í sementsverksmiðjunni en það var tímabundin ráðstöfun þar sem til stendur að rífa það húsnæði.

Ennfremur bendir bæjarráð á að möguleiki er á styrkjum fyrir einstök verkefni í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og í styrkjasjóð Akraneskaupstaðar sem úthlutað er úr árlega.

4.Vinabæjarmót á Akranesi 2017

1701273

Breyting á fulltrúum í starfshópi um vinabæjarmót á Akranesi í sumar.
Bæjarráð samþykkir að formaður bæjaráðs taki sæti í undirbúningshópnum sem og nýr bæjarstjóri í stað fráfarandi bæjarstjóra.

5.Kjarasamningar félags grunnskólakennara - bókun 1

1701115

Erindi frá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs vegna bókunar 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara frá 29. nóvember 2016
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir greiðslu viðbótarframlags til grunnskóla á Akranesi til að framfylgja bókun 1 í kjarasamningi kennara og félags grunnskólakennara. Fjárveitingin, 1,5 mkr. verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

6.Sérkennsla í grunnskólum stuðningsfulltrúar

1604219

Erindi frá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Vegna fjölgunar barna með sértækar þarfir er óskað eftir heimild til að ráða tímabundið út skólaárið stuðningsfulltrúa í 75% starf. Kostnaður vegna þessarar beiðni er samtals 1.400.000 með launatengdum gjöldum.
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir heimild til ráðningar stuðningsfulltrúa í tímabundið starf í Brekkubæjarskóla. Fjárveitingin, kr. 1,4 mkr. verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

7.Rannsóknir og greining - hagir og líðan ungs fólks á Akranesi

1702203

Erindi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs vegna skýrslu um lýðheilsu, hagi og líðan ungs fólks á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í könnun á höfum og líðan ungs fólks á Akranesi. Fjámununum kr. 954.000 verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

8.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Minnisblað sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs um vinnu starfshóps um samráð og stefnumótun aldraðra.
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblað frá sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs og fagnar því að hafin sé undirbúningur að fjölbreyttari frístundaþjónustu fyrir 60 ára og eldri í samstarfi við ÍA og fleiri aðila.

9.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi hélt sinn 4. fund 22. febrúar sl. Meðfylgjandi eru fundargerðir starfshópsins. Vakin er athygli bæjarráðs á bókun starfshópsins frá síðasta fundi en hann leggur til við bæjarráð að nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk verði tekinn í notkun árið 2019. Starfshópurinn mun óska eftir upplýsingum frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um mögulega staðsetningu á búsetukjarna.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfissviði að kanna hvaða lóð henti best til byggingar nýs búsetukjarna á vegum Akraneskaupstaðar. Ennfremur samþykkir bæjarráð að endurskoða fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2017-2020 til að tryggja fjármögnun á nýjum búsetukjarna og felur skipulags- og umhverfisráði að gera tillögu þar að lútandi.

Jafnframt er lagt fram yfirlit yfir þróun kostnaðar vegna þjónustu við fatlaða á Akranesi frá árinu 2011 til 2016.

10.Fagrilundur 9,11,13 og 15 - umsókn um byggingarlóðir

1702196

Umsókn Sjamma ehf. um raðhúsalóð við Fagralund 9,11,13 og 15.
Bæjarráð vísar erindi Sjamma ehf. til umsagnar skipulags- og umhverfissráðs.

11.Fundargerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1701022

141. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 6. febrúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2017

1702205

Starfsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2017 sem er í rafrænu formi.

13.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi

1611077

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að horft verði til uppbyggingar á fimleikahúsi við hlið núverandi íþróttahúss við Vesturgötu.
Bæjarráð samþykkir að senda tillögu skipulags- og umhverfisráðs til umsagnar skóla- og frístundaráðs. Einnig verði niðurstöður varðandi skoðun á jarðvegi á svæðinu sendar ráðinu til upplýsinga þegar þær liggja fyrir.

14.Húsmæðraorlof 2017 - Orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðars.

1702178

Erindi Orlofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu dags. 22. febrúar 2017 varðandi lögbundið framlag vegna orlofs húsmæðra.
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til laga þar að lútandi.

15.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017

1611010

Þann 24. mars nk. verður XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Rétt til setu á landsþinginu eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum. Að auki eiga seturétt á landsþinginu með málfrelsi og tillögurétti bæjar- og sveitarstjórar, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og þeir stjórnarmenn í sambandinu sem ekki eru kjörnir landsþingsfulltrúar fyrir sitt sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir að Ólafur Adolfsson, Sigríður Indriðadóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Ingibjörg Valdimarsdóttir sæki fundinn ásamt bæjarstjóra.

16.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2017

1702202

Aðalfundarboð Sorpurðunar Vestulands að Hótel Hamri í Borgarbyggð, 29. mars 2017.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Jónsson og Karítas Jónsdóttir verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands.

17.Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - tilnefning 2017

1702118

Auglýsing Lánasjóðs sveitarfélaga eftir framboðum í stjórn.
Lagt fram.

18.SSV - aðalfundur 2017

1703016

Aðalfundur SSV fer fram á Hótel Hamri í Borgarnesi miðvikudaginn 29. mars 2017.
Bæjarráð samþykkir að Þórður Guðjónsson, Rakel Óskarsdóttir, Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Jóhannes Karl Guðjónsson auk bæjarstjóra verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum.

19.Fundargerðir 2017 - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

1701021

128. fundargerð stjórnar SSV frá 25. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00