Fara í efni  

Bæjarráð

3303. fundur 09. febrúar 2017 kl. 16:30 - 19:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson varamaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Flóasiglingar

1501150

Tillaga um ferjusiglingu milli Akraness og Reykjavíkur.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar um beina siglingu 50 til 100 manna ferju milli sveitarfélaganna sumarið 2017. Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun 2017.

2.Úrræði til styttingar á biðlistum í heilbrigðiskerfinu

1702090

Vegna fjölmiðlaumræðu um langa biðlista eftir bæklunaraðgerðum vill bæjarráð vekja athygli á vannýttum möguleikum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE).

3.Starfslok bæjarstjóra

1702088

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri hefur fengið nýtt starf sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Bæjarráð óskar Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra til hamingju með nýtt starf og þakkar henni fyrir farsælt, ánægjulegt og árangursríkt samstarf.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að ákvarða í sameiningu tímasetningu starfsloka.

4.Baugalundur 1,3,5,7,9 og 11 - umsókn um byggingarlóðir

1701169

Umsókn Sjamma ehf. um byggingarlóðir að Baugalundi 1, 3, 5, 7, 9 og 11.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna til Sjamma ehf. samkvæmt núverandi deiliskipulagi.

Vegna hugmynda umsækjanda um deiliskipulagsbreytingar er þeim þætti málsins vísað til skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra falið að yfirfara málið frekar með umsækjanda og skipulagshöfundi svæðisins.

5.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Erindi starfshóps um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi. Ingibjörg Pálmadóttir hefur óskað eftir að láta af störfum í starfshópnum og hennar í stað tekur Anna Þóra Þorgilsdóttir sæti. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs fyrir þessum breytingum.
Bæjarráð samþykkir að Anna Þóra Þorgilsdóttir taki sæti Ingibjargar Pálmadóttur í starfshópnum.

6.Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla - beiðni um tillögur

1701291

Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi bæjarráðs þann 26. janúar síðastliðinn.
Að mati bæjarráðs Akraness er frjáls fjölmiðlun mikilvæg og ekki síst staðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins sem gegna því hlutverki að miðla upplýsingum og tryggja lýðræðislega umræðu.

Bæjarráð telur því koma til greina að veita slíkum fjölmiðlum opinbera styrki eins og gert er víða á Norðurlöndum. Staðbundnir fjölmiðlar eru sérstaklega mikilvægir á stöðum eins og á Akranesi og reyndar á Vesturlandi öllu þar sem svæðið hefur ekki sama aðgang að Ríkisútvarpinu og önnur byggðarlög sem eru með fasta starfsmenn RÚV, svo sem á Vestfjörðum, á Akureyri og á Egilsstöðum.

7.Verkfall sjómanna

1702081

Ályktun bæjarráðs Akraness vegna yfirstandandi sjómannaverkfalls.
Bæjarráð Akraness lýsir yfir þungum áhyggjum af yfirstandandi sjómannaverkfalli og hvetur samningsaðila til að ná sáttum án tafar. Verkfallið hefur þegar haft alvarleg áhrif á einstaklinga, heimili og fyrirtæki á Akranesi og á íslenskt samfélag í heild sinni.

9.Starfsendurhæfing Vesturlands - leiga á húsnæði við Suðurgötu 57

1402250

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um leigusamning Akraneskaupstaðar og Starfsendurhæfingar Vesturlands um afnot af húsnæði að Suðurgötu 57.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi leigusamning og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

10.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja á Akranesi

1611077

Kynningarfundur með íbúum í nágrenni við hugsanlegt fimleikahús á Vesturgötu.
Íbúum í nágrenni íþróttahússins við Vesturgötu var boðið á fundinn og þeim kynntar hugmyndir um hugsanlega viðbyggingu við íþróttahúsið til að nýta fyrir fimleikahús.

Bæjarráð þakkar gestum fundarins fyrir komuna, góðar umræður og margar þarfar ábendingar.

11.Heimildarmynd um Snorra Magnússon ungbarnasundkennara frá Akranesi

1702025

Styrkumsókn vegna gerðar heimildamyndar um Snorra Magnússon ungbarnasundkennara.
Bæjarráð bendir umsækjendum á að sækja um í Uppbyggingarsjóð Vesturlands hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en það er réttur vettvangur fyrir umsóknir sem þessa.

12.Húsnæði Skagaleikflokksins

1702028

Uppsögn á húsnæði Skagaleikflokksins að Mánabraut 20.
Lagt fram til kynningar.

13.Stuttmynd - styrkbeiðni vegna útskriftar

1701336

Styrkbeiðni Bjartmars Einarssonar vegna stuttmyndar sem er útskriftarverkefni hans.
Bæjarráð bendir umsækjendum á að sækja um í Uppbyggingarsjóð Vesturlands hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en það er réttur vettvangur fyrir umsóknir sem þessa.

14.Þjónustuborð fyrir þjónustuver

1701282

Beiðni um kaup á nýju Þjónustuborði fyrir þjónustuver bæjarskrifstofunnar.
ÞG víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að heimila kaup á þjónustuborði í þjónustuver Akraneskaupstaðar í samræmi við fyrirliggjandi verðkönnun.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

15.Mánaðarlegar skýrslur

1702063

Skýrsla fjármálastjóra sem inniheldur tölulegar upplýsingar um fjárhag Akraneskaupstaðar og fleira.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra, Þorgeiri Jónssyni og öðrum sem hafa komið að verkefninu fyrir greinargóðar upplýsingar.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017

1702057

Drög að reglugerð um útlendingamál til umsagnar.
Drög að reglugerð um útlendingamál er vísað til velferðar- og mannréttindaráðs til kynningar.

17.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1701020

846. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. janúar 2017.
Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00