Fara í efni  

Bæjarráð

3302. fundur 26. janúar 2017 kl. 08:15 - 10:21 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

38. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja á Akranesi

1611077

Fimleikahús á Akranesi.
Rætt um mögulega staðsetningu fimleikahúss við Vesturgötu. Bæjarstjóra falið að bjóða íbúum í nágrenninu á næsta fund bæjarráðs.

3.Flóasiglingar - könnun (ferjusiglingar)

1701281

Niðurstaða könnunar um ferjusiglingar milli Akranes og Reykjavíkur.
Niðurstaða könnunar Gallup um ferjusiglingar er athyglisverð en í henni kemur fram að 24% aðspurðra ferðast reglulega til Reykjavíkur til vinnu eða vegna náms. Flestir þeirra fara fjórum til fimm sinnum í viku. Af þeim myndi helmingur nýta sér ferju ef hún væri í boði. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við Reykjavíkurborg varðandi flóasiglingar en þátttaka Reykjavíkurborgar er forsenda þess að hægt verði að fara í verkefnið.

4.Samstarf við nágrannasveitarfélög - könnun

1701292

Niðurstaða könnunar um samtarf við nágrannasveitarfélög.
Niðurstaða könnunar Gallup leiðir í ljós að meirihluti íbúa er á þeirri skoðun að það beri fekar að halda áfram samstarfi við sveitarfélög á Vesturlandi fremur en að horfa til höfuðborgarsvæðisins.

5.Íbúakönnun á Vesturlandi

1701294

Fyrsta úrvinnsla íbúakönnunar á Vesturlandi.
Bæjarráð fagnar niðurstöðu íbúakönnunar SSV þar sem fram kemur að ánægja með búsetu hefur aukist á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.

6.Aðalsk. - Tjaldsvæði í Kalmansvík

1607032

Staða skipulagsmála á Tjaldsvæðinu í Kalmansvík.
Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar umhverfisstjóra fyrir samantektina um stöðu skipulagsmála á Tjaldsvæðinu í Kalmansvík.
Í ljósi þess að skipulag svæðisins verður ekki tilbúið fyrr en um mitt ár 2017 verður ekki farið í útboð á rekstri tjaldsvæðisins fyrr en í haust.

7."OG GO" og Akraneskaupstaður - samstarf

1701293

Erindi OG GO um kynningarmál fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð þakkar OG GO fyrir erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins í samræmi við umræður á fundinum.

8.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2017

1611139

Tillaga að úthlutun frá skóla- og frístundaráði og menningar- og safnanefnd vegna styrkumsókna í styrktarsjóð menningar-, atvinnu- og íþróttamála.
Bjarni S. Ketilsson, skilti við gömul bæjarstæði, kr. 500.000.
Fjölbrautarskóli Vesturlands, uppsetning söngleiks, kr. 500.000.
Kvennakórinn Ymur, rekstrarstyrkur, kr. 100.000.
Kristjana Halldórsdóttir, ljósmyndasýning, kr. 100.000.
Karlakórinn Svanir, rekstarstyrkur, kr. 100.000.
Karlakórinn Hljómur, rekstrarstyrkur, kr. 100.000.
Sundfélag Akraness, varðveiting gagna Útvarps Akraness, 200.000.
Jón Ársæll Atlason, æfingar- og ferðakostnaður, kr. 150.000.
Fimleikafélag Akraness, dýnur, kr. 300.000.
Fimleikafélag Akraness, vorsýning, kr. 150.000.
Keilufélag Akraness, kúlur, skór og fl., kr. 400.000.
Íþróttabandalag Akraness, námskeið á afreksíþróttasviði FVA, kr. 270.000.
Íþróttabandalag Akraness, íþróttasálfræðingur, kr. 450.000.
Íþróttabandalag Akraness, tæki í þreksal, kr. 400.000.
Sundfélag Akraness, afreksferð til Bergen, kr. 250.000.
Sundfélag Akraness, ferðastyrkur vegna Norðurlandameistaramóts, kr. 150.000.
Sjóbaðsfélag Akraness, viðburðir á árinu 2017, kr. 100.000.
Golfklúbburinn Leynir, endurnýjun tækja og véla, kr. 300.000.
Skotfélag Akraness, rekstrarstyrkur, kr. 300.000.
KFÍA, markaðssetning og efling knattspyrnu á Akranesi, kr. 300.000.
Klifurfélag Akraness, búnaðar- og verkefnastyrkur, kr. 150.000.
Guðrún Carstensdóttir, námskeið fyrir íþróttafólk, kr. 75.000.
Íþróttafélagið Þjótur, rekstrarstyrkur, kr. 300.000.
FEBAN, rekstrarstyrkur, kr. 300.000.

9.Skólphreinsistöð á Akranesi

1701284

Tilkynning frá Veitum um seinkun á gangsetningu skólphreinsistöðvar en samkvæmt nýjustu áætlun verður hún tekin notkun í byrjun apríl.
Lagt fram.

10.Almannavarnanefnd Vesturlands - sameinuð nefnd undir stjórn lögreglustjórans á Vesturlandi

1701283

Erindi sveitarstjórnar Dalabyggðar um sameiningu almannavarnanefnda á Vesturlandi.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu til umfjöllunar í almannavarnarnefnd Akraness.

11.Bandalag íslenskra skáta - styrkbeiðni v. 15th World Scout Moot

1611083

Heimsmót Skáta á Akranesi sumarið 2017.
Bæjarráð samþykkir að taka á móti 400 ungmennum sem koma til landsins í tengslum við alþjóðlegt skátamót á Úlfljótsvatni í sumar. Bæjarráð óskar eftir því að skipulags- og umhverfissvið komi með tillögur að verkefnum sem ungmennin geta leyst af hendi í sjálfboðavinnu.

12.Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga milli ríkis og sveitarfélaga

1611009

Undirritaður samningur Akraneskaupstaðar og ríkisins um fullnaðaruppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða.
Samningurinn lagður fram.

13.Ríkiskaup - breytingar á innheimtu á umsýsluþóknun í rammasamningum ríkisins

1701201

Tilkynning frá Ríkiskaupum um breytingar á innheimtu á umsýsluþókunun í rammasamningum ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

14.Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla - beiðni um tillögur

1701291

Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla.
Erindið lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

15.Einn blár strengur og rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi - styrkbeiðni vegna verkefnis

1701288

Ósk um stuðning við verkefnið ,,Einn blár strengur" og rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.

16.75 ára afmæli Akraneskaupstaðar

1701313

Fyrsti bæjarstjórnarfundur Akraneskaupstaðar var haldinn þann 26. janúar árið 1942.
Bæjarráð fagnar því að í dag eru liðin 75 ár frá fyrsta bæjarstjórnarfundinum sem var haldinn á Akranesi 26. janúar árið 1942. Akraneskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi þann 1. janúar sama ár.

Fundi slitið - kl. 10:21.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00