Fara í efni  

Bæjarráð

3298. fundur 08. desember 2016 kl. 08:15 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

1601402

26. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. febrúar 2016.
27. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 17. maí 2016.
28. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 4. ágúst 2016.
29. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 5. september 2016.
Fundargerð aðalfundar frá 23. september 2016.
30. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 24. nóvember 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar

2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017 til 2020

1609093

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017 til 2020
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir lið 1.4.c.

Bæjarráð samþykkir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 til 2020 og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606079

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2017-2020 lögð fram til samþykktar.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Jóhann Þórðarson endurskoðandi taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 til 2020 og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

4.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2017

1609009

Forgangsröðun vegna framkvæmda- og fjárfestinga í menningarmálum.
Lögð fram.

5.Aflið Akureyri - styrkbeiðni

1612025

Óskað er eftir styrk frá Akraneskaupstaðar til Aflsins.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.

6.Langtímaveikindi starfsmanna 2016 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1512118

Úthlutun úr veikindapotti vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember 2016.
Bæjarráð samþykkir að úthluta samtals kr. 9.550.000 úr veikindapotti Akraneskaupstaðar eða 50% af heildarupphæð umsókna vegna veikinda starfsmanna síðari hluta ársins.
Endanleg afstaða til umsókna stofnana vegna veikindaforfalla árið 2016 verður tekin á fundi bæjarráðs þann 15. desember næstkomandi en heildarfjárhæð umsókna á árinu er 56% yfir fjárhagáætlun.

Fjárhæðinni er ráðstafað af liðnum 20830-1690.

7.Gjaldskrár velferðar- og mannréttindasviðs 2017

1610119

Gjaldskrá vegna heimaþjónustu 2017
Bæjarráð samþykkir tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um gjaldskrá heimaþjónustu vegna ársins 2017 og að gjaldið á klukkustund verði kr. 1.058. Breytingin taki gildi 15. febrúar 2017.

Tillagan felur í sér að gjaldaflokkur vegna heimaþjónustu verði einn en voru tveir gjaldaflokkar áður og er ákvörðunin í samræmi við stefnumörkun velferðar- og mannréttindaráðs frá árinu 2015. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017, miðað við sama gjaldaflokk, er 3,2% sem er sú hækkun sem gert er ráð fyrir að þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki almennt um.

Tekjuviðmið gjaldskrár um heimaþjónustu tekur mið af framfærsluviðmiðum Tryggingastofnunar ríkisins sem er gefið út í byrjun janúar ár hvert. Tekjumörk til ákvörðunar á greiðsluskyldu notenda miðast við skattskyldar tekjur einstaklinga og hjóna en gert er ráð fyrir að þeir notendur þjónustunnar sem hafa tekjur undir framfærsluviðmiðum Tryggingarstofnunar fái þjónustuna gjaldfrjálsa.

Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.

8.Gjaldskrár velferðar- og mannréttindasviðs 2017

1610119

Gjaldskrá vegna heimsendingu matar 2017
Bæjarráð samþykkir tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um að gjald fyrir heimsendingu matar árið 2017 verði kr. 1.152.
Tillagan gerir ráð fyrir að skipting gjaldsins og hækkanir á milli ára verði eftirfarandi:
Hráefni


kr. 1.003. Gjaldið var kr. 985 árið 2016 - hækkun um 1,8%
Heimsendingarkostnaður
kr. 149. Gjaldið var kr. 144 árið 2016 - hækkun um 3,2%

Bæjarráð samþykkir að fella niður gjald vegna heimsendingar hjá þeim notendum þjónustunnar sem eru undir framfærsluviðmiðum Tryggingastofnunar ríkisins 2017 og vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00