Fara í efni  

Bæjarráð

3297. fundur 02. desember 2016 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga

1603032

844. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. nóvember 2016.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.OR - eigendanefnd 2016

1603003

Fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 30. nóvember 2016 ásamt fylgigögnum.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu málum sem kynnt voru á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur og áhættustefnu fyrirtækisins sem var samþykkt.

3.Gjaldskrá sorphirðu á Akranesi 2017

1611175

Tillaga að gjaldskrá vegna sorpmála á Akranesi vegna ársins 2017.
Bæjarráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Gjaldskrá Akranesvita

1612003

Tillaga um gjaldskrá í Akranesvita.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tekið verði hóflegt gjald af gestum sem heimsækja Akranesvita, 300 krónur og að frítt verði fyrir börn yngri en 18 ára, öryrkja og ellilífeyrisþega. Jafnframt verði sérstakt gjald innheimt fyrir hópa sem panta leiðsögn hvort sem er á opnunartíma eða utan opnunartíma.

Meðfylgjandi gjaldskrá er vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

5.Gjaldskrá Tjaldsvæðisins í Kalmansvík

1610119

Tillaga um breytingu á gjaldskrá Tjaldsvæðisins í Kalmansvík.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi hækkanir vegna gistingar á tjaldsvæðinu við Kalmansvík:

Gjald fyrir einn sólarhring hækkar úr 1.000 krónum í 1.200 krónur.
Gjald fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja hækkar úr 850 í 900 krónur.
Rafmagn hækkar úr 700 krónur pr. sólarhring í 900 krónur.

Meðfylgjandi gjaldskrá er vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

6.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Bæjarráð frestaði afgreiðslu fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2017 á fundi sínum þann 24. nóvember sl.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi þegar til umfjöllunnar er liðurinn um stærri viðhaldsverkefni/viðbætur.

Bæjarráð samþykkir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2017 til 2020 með þeim fyrirvara að ekki er tekin afstaða til staðsetningar fimleikahúss. Viðræður standa yfir við Golfklúbbinn Leyni um framkvæmdasamning vegna nýs golfskála.

7.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606079

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2017-2020 lögð fram. Gerð verður grein fyrir tillögum um breytingar frá fyrri umræðu.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Sigmundur Ámundason aðalbókari taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur. Endanleg afgreiðsla fjárhagsáætlunar fer fram á aukafundi bæjarráðs þann 8. desember næstkomandi.

8.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur

1611149

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness verði framlengdur til 31. mars 2017.

Jafnframt er leigu- og rekstrarsamningur milli Akraneskaupstaðar og ÍA framlengdur um sama tíma.
Sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs verði falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum um fyrirkomulag rekstrar íþróttamannvirkja og samstarf sveitarfélags og íþróttafélaga.
Bæjarráð samþykkir framlenginu á samningi á milli Akraneskaupstaðar og íþróttabandalags Akraness til 31. mars 2017.

Bæjarráð beinir því til skóla- og frístundaráðs að gerður verði samanburður við sambærileg sveitarfélög um framlög til íþróttamála.

9.Þinglýsingar - fyrirspurn til sýslumanns

1611110

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi um rafrænar þinglýsingar.
Bæjarráð þakkar Sýslumanni Vesturlands fyrir að bregðast skjótt og vel við erindi Akraneskaupstaðar og Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi og fagnar viljayfirlýsingu embættisins um að taka við því verkefni að annast rafrænar þinglýsingar fyrir landið.

10.Orkuveita Reykjavíkur - níu mánaða uppgjör

1612022

Rekstrarafkoma Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2016.
Lagt fram til kynningar.

11.Sjónvarpsþættirnir Að vestan

1611188

Erindi framkvæmda- og framleiðslustjóra N4 um þáttaseríuna Að vestan.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þáttagerðina að Vestan í umsjón N4 og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið um áframhaldandi samstarf á árinu 2017.

12.Rafhleðslustöð fyrir Akraneskaupstað

1612005

Orkusalan færði Akraneskaupstað nýlega rafhleðslustöð fyrir rafbíla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri þökkum til Orkusölunnar fyrir rafhleðslustöðina sem Orkusalan færði Akraneskaupstað og er ætluð fyrir rafbíla.

Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að finna hentuga staðsetningu fyrir hleðslustöðina í samráði við skipulags- og umhverfisráð.

13.Verstöðin Ísland - landfræðileg tilfærsla fiskvinnslunnar 1993-2003

1611187

Skýrslan Verstöðin Ísland: Hagræðing og landfræðileg samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi 1993-2003 sem Íslenski sjávarklasinn gaf út nýlega.
Lögð fram til kynningar.

14.Samband ísl. sveitarfélaga - framtíðarskipan húsnæðismála

1612002

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um framtíðarskipan húsnæðismála.
Lagt fram.

15.Starfsmannafélag HB Granda - tækifærisleyfi

1611152

Erindi Sýslumannsins á Akranesi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar starfsmannafélags HB Granda um tækifærisleyfi vegna jólahlaðborðs í Íþróttahúsinu við Vesturgötu 3. desember n.k.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

16.Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

1611053

Helstu efnisatriði kjarasamnings SNS og Félags grunnskólakennara, dags. 29. nóvember síðastliðinn lagður fram til kynningar.
Bæjarstjóri kynnti helstu þætti nýgerðs kjarasamnings við kennara og gerði grein fyrir umræðum á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 1. desember sem hún sótti ásamt formanni bæjarráðs.

Ennfremur gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sem hún átti með skólastjórum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla að kvöldi sama dags. Á þeim fundi lögðu skólastjórarnir áherslu á að ef kjarasamningurinn yrði samþykktur myndu bæjaryfirvöld þegar hefja samráð við skólastjóra og trúnaðarmenn kennara vegna þeirra bókana sem fylgja samningnum.

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að farið verði í þá vinnu sem fyrst undir forystu skóla- og frístundarsviðs, að því gefnu að samningurinn verði samþykktur.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00