Fara í efni  

Bæjarráð

3286. fundur 28. júlí 2016 kl. 08:00 - 10:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vesturgata - yfirlögn á götu

1607033

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs kynnir stöðu mála um viðhald gatna á Vesturgötu.
Bæjarráð þakkar fyrir kynningu á stöðunni á Vesturgötu og þá faglegu greiningu sem unnin hefur verið. Ljóst er að vanda þarf mjög til verka við yfirlagningu í ljósi ástands götunnar. Bæjarráð leggur áherslu á merkingu svæðisins á meðan á framkvæmdum stendur.

2.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi - Eyrarlundur 2-4-6.

1601121

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis, 2. áfanga, vegna Eyrarlundar 2-4-6, verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Ráðið vill ennfremur benda á að allur kostnaður við breytinguna þ.m.t. kostnaður við breytingu á lögnum er á kostnað lóðarhafa.
Bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir að senda breytinguna til Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Deilisk. Hafnarsvæði H3 - Krókatún 22-24

1604120

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að deiliskipulagsbreyting vegna Hafnarsvæði H3-Krókatún 22-24 verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 6. júní til og með 20. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.

Bent er á að allur kostnaður við breytinguna þ.m.t. kostnaður við breytingu á lögnum er á kostnað lóðarhafa.
Bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir að senda deiliskipulagsbreytinguna til umsagnar Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi, Baugalundur 14 og 16

1606051

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að skipulagsbreyting vegna Skógarhverfis, 2. áfangi, Baugalundur 14 og 16 verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Breytingin felur í sér að bindandi byggingarlína er færð 2,4m innar í lóðirnar við Baugalund nr. 14 og 16. Grenndarkynning hefur farið fram, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykki liggur fyrir hjá eigendum lóðanna við Baugalund nr. 12 og nr. 18. Breytingin var kynnt næstu nágrönnum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bent er á að allur kostnaður við breytinguna þ.m.t. kostnaður við breytingu á lögnum er á kostnað lóðarhafa.
Bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs og vísar deiliskipulagsbreytingu vegna Skógarhverfis, 2. áfanga, vegna Baugalundar 14 og 16 til Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Breið - kaup á landi

1605084

Erindi til bæjarráðs um kaup á hlut Sveins Sturlaugssonar í Breiðargötu, Breið 13261.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga í samræmi við umræður á fundinum.

6.Löggæsla á Akranesi

1607050

Farið yfir ábendingar um mönnun á lögregluvöktum á Akranesi. Lögreglustjórinn á Vesturlandi mætir á fundinn.
Bæjarráð Akraness þakkar Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Vesturlandi fyrir komuna og veittar upplýsingar um stöðu löggæslu á Akranesi. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af naumum fjárveitingum til löggæslu á Vesturlandi og telur mjög mikilvægt að auka fjárveitingar meðal annars til þess að halda úti sólarhringsvakt á Akranesi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá yfirlit yfir þróun á starfsemi lögreglunnar á Akranesi, svo sem fjölda stöðugilda, vaktaskipulag og fjölda mála á tímabilinu 2013 til 2016.

7.Lög um almennar íbúðir - framkvæmd

1607044

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði með kynningu og leiðbeiningum um framkvæmd og veitingu stofnframlaga til almennra íbúða.
Bréf íbúðalánasjóðs lagt fram til kynningar.

8.Brynja, hússjóður - stofnstyrkur

1607041

Umsókn Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnstyrk frá Akraneskaupstað. Sótt er um stofnstyrk vegna kaupa á einni íbúða á árinu 2016, tveimur íbúðum árið 2017 og þremur íbúðum árið 2018. Óskað er eftir stofnstyrk sem nemur 12% af íbúðarverði auk 4% viðbótarframlags með tilvísun í lög um kaup á almennum íbúðum.
Erindi Brynju vísað til velferðar- og mannréttindaráðs til frekari skoðunar.

9.Akraneshöll - nýtt gervigras

1607058

Erindi Knattspyrnufélags ÍA þar sem óskað er eftir að gervigrasið í Akraneshöllinni verði endurnýjað.Vísað er í úttekt sem sérfræðingur frá Verkís annaðist haustið 2015.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til skipulags- og umhverfissviðs til frekari skoðunar.

10.Reglur 2016 um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

1606083

Farið yfir reglur um lækkun og niðurfellingu á fasteignaskatti.
Bæjarráð vísar reglum um lækkun og niðurfellingu á fasteignaskatti tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í endurskoðun á stjórnsýslu- og fjármálasviði.

11.Vesturlandsvegur - úrbætur og ástand vega á Vesturlandi (Hagvísir 2016)

1607010

Lögð fram skýrsla Vífils Karlssonar, Hagvísir 2016, um ástand vega á Vesturlandi.
Bæjarráð Akraness skorar á samgönguyfirvöld að forgangsraða fjárveitingum í þágu umferðaröryggis og hefja nú þegar breikkun á Vesturlandsvegi. Nýjustu tölur frá Vegagerðinni sýna mikla aukningu umferðar á milli ára á flestum vegum landsins. Aukningin er hvað mest á Vesturlandi en umferð um Hvalfjarðargöng hefur aukist um 21% á fyrstu 5 mánuðum ársins miðað við sama tímabil ársins 2015. Í síðastliðnum júní mánuði fóru tæplega átta þúsund bílar í gegnum göngin daglega. Samkvæmt yfirliti Vífils Karlssonar hagfræðings sem hefur borið saman útgjöld til nýframkvæmda og reksturs á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut síðastliðin 10 ár eða frá 2005 til 2014 kemur fram að útgjöld til Vesturlandsvegar eru um helmingi lægri en til Reykjanesbrautar á þessu tímabili og um 15% lægri en til Suðurlandsvegar. Sú mikla fjölgun ferðamanna sem við sjáum á Íslandi á allra síðustu árum gerir úrbætur í vegamálum að einu brýnasta samfélagsverkefni okkar um þessar mundir. Í gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir því að hefja breikkun Vesturlandsvegar á árunum 2019 til 2022. Að mati bæjarráðs á Akranesi er verkefnið svo brýnt að flýta verður framkvæmdum eins og kostur er. Það er með öllu óviðunandi að árið 2016 sé enn verið að keyra einbreiðan Vesturlandsveg og að sú verði raunin næsta áratug eða svo.

12.Strandveiðar - reglugerð

1607065

Reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2015-2016.
Strandveiðar hafa undanfarin sjö sumur verið jákvæð viðbót í útgerð á Íslandi og auðgað starfsemi fjölda hafna um land allt. Það á einnig við um Akraneshöfn og starfsemi Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi. Bæjarráð Akraness lýsir því yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka aflamagn á strandveiðisvæði D, frá sveitarfélaginu Hornafirði að Borgarbyggð, um 200 tonn fyrirvaralaust. Slík vinnubrögð eru með öllu óásættanleg og er þess krafist að ráðherra endurskoði reglugerð um strandveiði fyrir fiskveiðiárið 2015 til 2016 og auki veiðiheimildir á strandveiðisvæði D til fyrra horfs.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00