Fara í efni  

Bæjarráð

3280. fundur 12. maí 2016 kl. 16:30 - 18:31 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Heimild til ráðningu leikskólakennara

1604226

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 28. apríl erindi skóla- og frístundasviðs um heimild til ráðningar leikskólakennara í leikskólanum Vallarseli í skóla- og frístundaráðs til frekari umfjöllunar. Skóla- og frístundaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 12. maí.
Bæjarráð samþykkir að ráðið verði í tvö stöðugildi leikskólakennara á Vallarsel frá 1. ágúst næstkomandi í stað tveggja stöðugilda starfsmanna á leikskóla.

Fjárhæðinni, kr. 2.084.000, verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

Gert verður ráð fyrir þessum breytingum á stöðugildum í leikskólanum Vallarseli í fjárhagsáætlun vegna ársins 2017.

2.Forsetakosningar 2016 - kjördeildarkerfi Þjóðskrár Íslands

1604183

Tilkynning frá Innanríkisráðuneytinu um viðmiðunardag vegna gerðar kjörskrárstofns.
Lagt fram.

3.Höfði - málefni hjúkrunar- og dvalarheimilisins

1605022

Erindi Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis til Velferðarráðuneytisins um breytingu á dvalarrýmum í hjúkrunarrými.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að tafarlaust verði orðið við beiðni Höfða um fjölgun hjúkrunarrýma og mun fylgja málinu eftir með því að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra um stöðuna.

4.Grundartangi Þróunarfélag ehf.

1601412

Endurskoðun samþykkta um Þróunarfélag Grundatangasvæðis.
Bæjarráð samþykkir hluthafasamkomulag og samþykktir Þróunarfélags Grundatangasvæðisins.

5.HB Grandi - arður

1605023

Arðgreiðsla frá HB Granda vegna ársins 2015 en á aðalfundi HB Granda þann 1. apríl sl. var samþykkt að greiða 1,70 krónu á hlut í arð, samtals kr. 83.096.
Lagt fram.

6.Uppbygging ferðamannastaða

1605019

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða og greiningu á aðstæðum
Bæjarráð samþykkir að óska liðsinnis Markaðsstofu Vesturlands við upplýsingaöflun vegna erindisins.

7.Café Kaja, Kirkjubraut 54 - rekstrarleyfi

1605072

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Kaja organic ehf. um rekstarleyfi fyrir kaffihús í flokki I, sem reka á að Kirkjubraut 54.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með fyrirvara um samþykki annarra umsagnaraðila.

8.Spölur - fyrirspurn

1604038

Akraneskaupstaður sendi fyrirspurn til Spalar í kjölfar spurninga um starfsemi Spalar sem komu upp á bæjarstjórnarfundi þann 22. mars síðastliðinn. Fyrir liggur svarbréf Spalar.
Lagt fram.

9.Vallarbraut - ósk um úrbætur

1605051

Erindi til bæjarráðs um gerð göngu og hjólastígs samkvæmt gildandi deiliskipulagi norðan við Vallarbraut 2.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

10.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga

1603032

838. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2016.
Lögð fram.

11.Samband ísl. sveitarfél. - könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2016

1605054

Skýrsla frá hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör sveitarstjórnarmanna og þeirra sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélagsins.
Lögð fram.

12.Vinnuskóli Akraness 2016

1603074

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Erindi rekstarstjóra Vinnuskólans á Akranesi um launataxta fyrir vinnu 14-16 ára unglinga sumarið 2016.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti tillögu rekstrarstjóra um breytta launataxta á fundi sínum þann 14. mars sl.
Bæjarráðs samþykkir launakjör unglinga í Vinnuskóla Akraneskaupstaðar vegna ársins 2016 en útgjöldin eru í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

13.Krókalón - fyrirspurn vegna bóta

1410218

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Erindi frá Lögmönnum Laugardal.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs.

14.Asparskógar 24 - umsókn um byggingarlóð

1605087

Umsókn Uppbyggingu ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 24.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Asparskógum 24 til umsækjanda að fullnægðum skilyrðum varðandi greiðslu umsóknar- og staðfestingargjalds.

15.Flóasiglingar

1501150

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram bréf frá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og fulltrúa Akraness um Flóasiglingar.

Bæjarráð samþykkir að hafna fyrirliggjandi tilboðum í siglingar á milli Reykjavíkur og Akraness. Jafnframt samþykkir bæjarráð að endurskoða útboðsskilmála vegna Flóasiglinga og skal þeirri vinnu vera lokið þann 15. ágúst næstkomandi.

IV fer af fundi að lokinni afgreiðslu þessa máls og tekur ekki þátt í afgreiðslu mála sem á eftir koma.

16.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar situr fundinn undir þessum lið.

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2016.
Unnið er að endurskoðun fjárhagsáætlunar með tilliti til breytinga á launum - og lífeyrisskuldbindingu vegna kjarasamninga sem gerðir voru í lok árs 2015 og á vormánuðum 2016.
Lagt fram.

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

1601444

670. mál um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjavörur.
673. mál um breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:31.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00