Fara í efni  

Bæjarráð

3275. fundur 25. febrúar 2016 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Almannavarnakerra á Akranesi

1602217

Erindi Verkalýðsfélags Akraness þar sem óskað er eftir kr. 200.000 fjárframlagi frá Akaneskaupstað vegna söfnunar til kaupa á neyðarkerru sem yrði í umsjón Rauð krossins. Verkalýðsfélagið leggur til sömu fjárhæð og einnig hafa fyrirtækin Norðurál, Elkem Ísland, HB Grandi og Faxaflóahafnir samþykkt að taka þátt í söfnuninni.

Neyðarkerran inniheldur mikilvægan búnað til að hægt sé að starfrækja fjöldahjálparstöð með gistingu fyrir 30 manns fyrsta sólarhringinn í neyðaraðgerðum.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um samtals kr. 200.000. Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 20830-4995, óviss útgjöld.

2.Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum

1602119

Erindi Umboðsmanns Barna þar sem skorað er á sveitarfélög að virða Barnasáttmálann í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélagsins.
Lagt fram.

3.Sorphirðugjöld 2016 - kæra

1602149

Bréf úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. febrúar 2016 er varðar kæru á álagningu sorphirðu- og eyðingargjöld á Akranesi fyrir árið 2016.
Lagt fram.

4.Húsmæðraorlof 2016 - Orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðars.

1602110

Erindi Orlofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu dags. 9.2.2016 varðandi lögbundið framlag vegna orlofs húsmæðra.
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til laga þar að lútandi.

5.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð - ályktun

1602218

Ályktun Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð til Faxaflóahafna.
Lagt fram.

6.Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - tilnefning

1602226

Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.

7.Styrkbeiðni vegna Evrópumóts í Póllandi í mars 2016

1602201

Erindi Úlfheiðar Emblu þar sem sótt er um styrk frá Akraneskaupstað vegna keppnisferðar hennar með U17 ára landsliðinu í badminton til Evrópu.
Úthlutun úr styrkjapottinum hefur farið fram árið 2016 og því er erindi Úlfheiðar Emblu hafnað.

8.Endurúthlutun lóða

1602229

Verklag vegna lóða sem úthlutað var á árunum 2006 til 2008 þar sem framkvæmdum er ólokið.
Bæjarráð samþykkir tillögu að verklagsreglum um endurúthlutun lóða að Baugalundi 24, Birkiskógum 2, Hlynskógum 1,Kalmansvöllum 7 og Garðalundi 2. í tillögunum er gert ráð fyrir að gefa lóðarhöfum lóðanna kost á að ljúka framkvæmdum eða skila að öðrum kosti viðkomandi lóð til Akraneskaupstaðar.

9.Launalaus leyfi - reglur

1602103

Endurskoðaðar reglur Akraneskaupstaðar um launalaus leyfi.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

10.Ferðamál á Akranesi

1506116

Opnunartímar tjaldsvæðis, upplýsingamiðstöðvar ferðamanna og Akranesvita lagðir fram til samþykktar fyrir ferðasumarið 2016.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

Ennfremur felur bæjarráð bæjarstjóra að senda erindi til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi endurskoðun að aðild Akraneskaupstaðar að Markaðsstofu Vesturlands.

11.Þjónustusvæði í málefnum fatlaðra

1510028

Velferðar- og mannréttindaráð hefur lýst sig meðmælt því að sækja um undanþágu frá mannfjöldaviðmiðum laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 á grundvelli undanþáguákvæða í 4. gr. laganna. Ákvörðuninni er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð tekur undir bókun velferðar- og mannréttindaráðs og vísar málinu til bæjarstjórnar.

12.Búsetumál fatlaðra

1411152

Erindi Velferðar- og mannréttindaráðs þar sem óskað er eftir að bæjarráð staðfesti stefnu varðandi uppbyggingu í búsetumálum fatlaðra.
Bæjarráð tekur undir hugmyndir velferðar- og mannréttindaráðs þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur byggingu nýs búsetuúrræðis fyrir fatlaða á Akranesi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa erindisbréf fyrir starfshóp sem verði falið að stýra vinnu við undirbúning nýs búsetukjarna. Haft verði samráð við helstu hagsmunaaðila við undirbúninginn.

13.OR - flutningur aðveitustöðvar

1602216

Viðauki við samning frá 7. apríl 2007 um flutning aðveitustöðvar rafmagnsveitu frá Þjóðbraut 44 að Smiðjuvöllum 24 lagður fram til kynningar.
Lagt fram.

14.Fundargerðir 2016 - samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1601358

19. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 22.janúar 2016.
20. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 2. febrúar 2016.
21. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 16. febrúar 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Premis / Omnis - endurnýjun leyfa

1602230

Erindi sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um endurnýjun Microsoft leyfa fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir erindi sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Kostnaðurinn við endurnýjun leyfanna telst fjárfesting og verður ráðstafað af handbæru fé (fjárfesting).

16.Blómalundur 11-13 - umsókn um byggingarlóð

1602162

Umsókn Guðjóns Theódórssonar ehf. um byggingarlóð að Blómalundi 11-13.
Bæjarráð samþykkir umsókn Guðjóns Theódórssonar ehf. um lóð að Blómalundi 11-13.

17.Blómalundur 5, 7, 9 - umsókn um byggingarlóð

1602163

Umsókn Guðjóns Theódórssonar ehf. um byggingarlóð að Blómalundi 5,7 og 9.
Bæjarráð samþykkir umsókn Guðjóns Theódórssonar ehf. um lóð að Blómalundi 5,7 og 9.

18.Kirkjuhvoll

1510183

Erindi EIH efh. þar sem óskað er eftir yfirtöku á leigusamningi milli Akraneskaupstaðar og Skagaferða ehf. vegna Kirkjuhvols.
EIH ehf. hefur náð samkomulagi við Skagaferðir um kaup á rekstri félagsins.

Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi EIH efh. og felur bæjarstjóra að ganga til samninga um aðilaskipti og framlengingu leigusamnings með þeim fyrirvara að skuld fráfarandi leigutaka verði greidd að fullu.

19.Björgunarbátur - styrkbeiðni

1602190

Styrkumsókn frá Björgunarfélagi Akraness.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindi Björgunarfélagi Akraness að þessu sinni.

20.Ósk um endurnýjun bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra

1601443

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs þar sem mælst er til þess að Akraneskaupstaðar taki fjárhagslega þátt í endurnýjun bifreiðar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Áætlaður kostnaður við endurnýjun bifreiðarinnar er á bilinu 11-15 mkr.
Bæjarráð samþykkir erindi velferðar- og mannréttindaráðs.
Kostnaðinum, samtals að hámarki kr. 15.000.000, verður mætt með lækkun á handbæru fé (fjárfesting).

Bæjarráð felur bæjarstjóra að endurnýja samning um ferðaþjónustu við hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða.

21.Framtíðarhúsnæðismál grunnskóla - tillögur til úrbóta

1302141

Erindi skóla- og frístundaráðs hvað varðar framtíðarlausnir í húsnæðismálum grunnskólanna en ráðið bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 25. febrúar 2016:

,,Að teknu tilliti til þeirra forsendna sem meðal annars koma fram í mannfjöldaspám og breytingum sem vænta má með nýju fyrirkomulagi samræmdra prófa er ekki ráðlegt að byggja nýjan grunnskóla á næstu árum. Hugmyndir sem snúa að breytingum og tilfærslum á nýtingu núverandi skólahúsnæðis voru lagðar fram í skóla- og frístundaráði. Miðað við stöðuna í dag er brýnast að bæta við fjórðu lausu kennslustofunni við Grundaskóla sumarið 2016. Því samfara er mælt með að breyta Gryfjunni í Grundaskóla í kennslurými. Skóla- og frístundaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að fjórðu lausu kennslustofunni verði komið fyrir við Grundaskóla sumarið 2016 svo unnt sé að hefja þar skólastarf með eðlilegum hætti í ágúst. Þannig gefst tækifæri til að nýta rýmið fyrir heilan árgang nemenda. Kostnaður við slíka framkvæmd er áætlaður kr. 25.000.000-. Skóla- og frístundaráð samþykkir einnig að leggja til við bæjarráð að breyta Gryfjunni í Grundaskóla í kennslurými. Kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður kr. 3.000.000-. Með þessum aðgerðum næst mun betri nýting á kennslurými skólans með tilliti til þess nemendafjölda sem áætlaður er næstu árin."

Skóla- og frístundaráð vísar öðrum tillögum til frekari vinnslu og umræðu í skólasamfélaginu og felur skólaskrifstofunni að leiða þá umræðu. Í kjölfar þeirrar umræðu er hægt að koma ábendingum á framfæri til skóla- og frístundaráðs fyrir 15. apríl 2016. Í kjölfar þess telur skóla- og frístundaráð mikilvægt að stofnaður verði starfshópur til að vinna framkvæmda- og kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í kaup á nýrri kennslustofu og breytingar á innra rými í Grundaskóla. Kostnaðinum af fjárfestingunni, samtals að fjárhæð kr. 28.000.000, verður mætt með lækkun á handbæru fé (fjárfesting).

22.Sementsreitur - verksamningur vegna deiliskipulags

1601424

Samningur um ráðgjöf vegna deiliskipulags Sementsreits milli Akraneskaupstaðar og ASK arkitekta ehf. lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli Akraneskaupstaðar og ASK arkitekta.

23.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

1505141

Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2015.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2015 fyrir tímabilið desember 2015.

Viðaukinn felur í sér breytta áætlun þannig að afkoma A og B hluta lækkar um 9.741 þkr. Rekstrarafgangur A hluta lækkar úr 146.321 þkr. í 136.580 þkr. og í A og B hluta úr 61.444 í 51.703 þkr.

24.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

1601444

150. mál um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við Þjóðveg.
219. mál um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða).
296. mál um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
328. mál um notkun gummíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.
458. mál um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram.

25.Fundargerðir 2016 - SSV

1602246

122. fundargerð stjórnar SSV frá 20. janúar 2016 ásamt fundarboði SSV um samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi um málefni fatlaðra.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að á fundinn fari bæjarfulltrúarnir Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, Valgarður L. Jónsson, Rakel Óskarsdóttir, bæjarstjóri og sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00