Fara í efni  

Bæjarráð

3273. fundur 28. janúar 2016 kl. 16:30 - 19:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1601358

16. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 8. desember 2015.
17. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 5. janúar 2016.
18. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 19. janúar 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2016 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

1601402

25. fundargerð samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15. janúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Deilisk. - Tjaldsvæði Kalmansvík

1509106

Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri hjá Akraneskaupstað kynnir drög að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið í Kalmansvík.
Bæjarráð þakkar garðyrkjustjóra fyrir greinagóða kynningu á fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi tjaldsvæðisins í Kalmansvík. Stefnt verður að útboði tjaldsvæðisins haustið 2016.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera ráðstafanir varðandi tjaldsvæðið fyrir næstkomandi sumar.

4.Flóasiglingar

1501150

Skýrsla starfshóps um flóasiglingar.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að taka þátt í undirbúningi að útboði, vegna tilraunaverkefnis um flóasiglingar 2016.

5.Gjaldskrár 2016

1512115

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs dags. 14. janúar 2016 varðandi gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu.
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu og tekur hún gildi frá og með 15. mars næstkomandi.

6.Capacent könnun - þjónusta sveitarfélaga 2015

1510065

Bæjarstjóri gerir grein fyrir niðurstöðum úr þjónustukönnun sveitarfélaga 2015.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir greinagóða kynningu á niðurstöðum könnunarinnar.

7.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag - skaðabótakrafa

1510192

Samkvæmt undirrituðu samkomulagi Akraneskaupstaðar og Skarðseyri ehf. skal Akraneskaupstaður greiða kr. 2.500.000 til Skarðseyri þegar framkvæmdum við sökkla fyrir viðbyggingu að Heiðarbraut 40 er lokið.
Fjárhæðinni, samtals kr. 2.500.000, verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

8.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2016

1509390

Tillaga að úthlutun frá skóla- og frístundaráði og menningar- og safnanefnd vegna styrkumsókna í styrktarsjóð menningar-, atvinnu- og íþróttamála.
Bæjarráð samþykkir úthlutun styrkja að upphæð samtals kr. 5.800.000.
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Úthlutunin er eftirfarandi:

Brekkubæjarskóli, vegna uppsetningu á söngleik, kr. 500.000.
Félag nýrra Íslendinga, vegna Þjóðhátíð Vesturlands, kr. 100.000.
Félag nýrra Íslendinga, rekstrarstyrkur, kr. 50.000.
Karlakórinn Svanir, rekstrarstyrkur, kr. 100.000.
Kvennakórinn Ymur, rekstrarstyrkur, kr. 100.000.
Jónína Guðnadóttir, vegna myndlistarsýningar í Akranesvita, kr. 100.000.
List- og handverksfélag Akraness og nágrennis, rekstrarstyrkur, kr. 250.000.
Ársæll Rafn Erlingsson, vegna stuttmyndar, kr. 100.000.
Félag eldri borgara á Akranesi og víðar, rekstrarstyrkur, kr. 600.000.
Samkórinn Hljómur, vegna kórmóts í tilefni af 25 ára afmæli kórsins kr. 200.000.
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands, uppsetning á söngleiknum Hárið, kr. 500.000.
Keilufélag Akraness, vegna tækjakaupa, kr. 200.000.
Knattspyrnufélagið Kári, vegna þátttöku í fotbolti.net mótinu og endurnýjun bolta, kr. 145.000.
Skúli Freyr Sigurðsson, vegna æfingar- og ferðakostnaðar, kr. 100.000.
Egill Guðvarður Guðlaugsson, vegna æfingar- og ferðakostnaðar, kr. 100.000.
Knattspyrnufélag ÍA, vegna námskeiða og fyrirlestra, kr. 50.000.
Fimleikafélag Akraness, vegna áhaldakaupa, kr. 600.000.
Karatefélag Akraness, vegna búnaðarkaupa, kr. 110.000.
Golfklúbburinn Leynir, fjárfestingar- og framkvæmdastyrkur, kr. 250.000.
Íþróttafélag Þjótur, rekstrarstyrkur, kr. 300.000.
Klifurfélag ÍA, framkvæmdir vegna öryggismála, kr. 180.000.
Íslenska frisbígolfsambandið, endurnýjun á körfum í Garðalundi, kr. 110.000.
Inga Elín Cryer, æfingar- og ferðakostnaður, kr. 200.000.
Skotfélag Akraness, rekstrarstyrkur, kr. 280.000.
Körfuknattleiksfélag Akraness, áhaldakaup, kr. 150.000.
Kraftlyftingarfélag Akraness, búnaðarkaup, kr. 225.000.
Valdís Þóra Jónsdóttir, ferðastyrkur, kr. 200.000.

9.Fasteignagjöld v. Presthúsabraut 26

1405174

Minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs dags. 26.01.2016, vegna niðurfellingar eða lækkunar fasteignagjalda af Presthúsabraut 26 vegna endurbyggingar hússins.
Bæjarráð samþykkir, með vísan til ákvæða laga um menningarminjar nr. 80/2012, að fella tímabundið niður fasteignagjöld vegna Presthúsabrautar 26. Niðurfellingin gildir vegna ársins 2016.

10.Þróunarfélag Grundartanga

1601412

Erindi starfshóps um stofnun þróunarfélags fyrir athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæðið að Grundartanga.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í stofnun þróunarfélagsins. Fjárhæðinni samtals kr. 750.000 verður ráðsafað af liðnum 13660-5946, þróunarfélag, uppbygging Grundartangasvæðis.

11.Nýsköpun 2015 - viðurkenning

1601134

Reglur um veitingu viðurkenningar fyrir nýsköpun lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

12.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2016

1601415

Áætlaðar tímasetningar vegna mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2015.
Lagt fram.

13.Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum

1512203

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 26. janúar sl. reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

14.Kjarasamningar VLFA

1601445

Kjarasamningar milli Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum milli Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness.

15.Kvikmyndataka á Akranesi

1601446

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fyrirhugaðri kvikmyndatöku á Akranesi í apríl næstkomandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

16.Samgönguáætlun Vesturlands

1601200

Erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vinnuhóp um samgönguáætlun Vesturlands árin 2016-2028.
Bæjarráð tilnefnir Halldór Jónsson í vinnuhópinn.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00