Fara í efni  

Bæjarráð

3264. fundur 15. október 2015 kl. 16:30 - 19:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjólulundur 6-8 - umsókn um byggingarlóð

1510033

Umsókn Trésmiðjunnar Akurs um byggingarlóð að Fjólulundi 6 og 8.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna að Fjólulundi 6 og 8 til Trésmiðjunnar Akurs ehf.
Fylgiskjöl:

2.Forstöðumaður menningar- og safnamála

1510029

Ráðning forstöðumanns menningar- og safnamála.
Bæjarráð samþykkir starfslýsingu og tillögu að auglýsingu á nýjum forstöðumanni menningar- og safnamála. Ennfremur samþykkt að leita til ráðningarskrifstofunnar Hagvangs við undirbúning ráðningar. Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

3.N4 - sjónvarpsþáttagerð um Vesturland

1509142

Erindi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi vegna sjónvarpsþáttagerðar um Vesturland.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að fara í viðræður um framgang þess.

4.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs

1402046

Erindi Íbúðalánasjóðs þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á eignum sjóðsins á Akranesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Íbúðalánasjóðs.

5.Móttaka flóttafólks

1508429

Erindi Sambandsins vegna móttöku sveitarfélaga á flóttamönnum.
Lagt fram til kynningar.

6.Capacent könnun - þjónusta sveitarfélaga 2015

1510065

Tillaga bæjarstjóra vegna könnunar Capacent Gallup á viðhorfi íbúa með þjónustu sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að Akraneskaupstaður taki þátt í árlegri könnun Capacent Gallup á þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins.
Fjárhæðinni, samtals kr. 428.000 verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4495.

7.Boð, fundir, ráðstefnur, námskeið, kannanir, kynningar o.fl. 2015

1501015

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið mánudaginn 2. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.
Bæjarráð samþykkir að Sigríður Indriðadóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Svala Hreinsdóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs sæki skólaþingið.

8.Heimili og skóli - dekkjakurl í gervigrasvöllum

1509376

Ályktun stjórnar Heimilis og skóla þar sem farið er fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna áfram að málinu og leggur áherslu á að vinnunni ljúki sem fyrst.

9.Kútter Sigurfari - staða mála

1501415

Bæjarráð samþykkir að senda erindi til Minjastofnunar Íslands með beiðni um heimild Akraneskaupstaðar til að nýta áður veittan 5 mkr. styrk frá forsætisráðuneytinu í fyrsta áfanga verkefnisins til varðveislu heimilda um Kútter Sigurfara.

Verkefnið byggir á tillögum þjóðminjavarðar um framtíðarvarðveislu heimilda um kútterinn.

10.Stillholt 23 - Thai Santi ehf. - umsögn v/umsóknar um veitingaleyfi

1510048

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni Thai Santi ehf., um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II, veitingahús, að Stillholti 23.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

11.Baugalundur 16 - umsókn um byggingarlóð

1510069

Umsókn Grenja ehf. um einbýlishúsalóð að Baugalundi 16.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðar að Baugalundi 16 til Grenja ehf.

12.Brunabótafélag - aðalfundarboð fulltrúaráðs

1506094

16. aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Bjarnalaug - heitur pottur

1509321

Í septembermánuði bárust þrjú erindi þar sem skorað er á bæjaryfirvöld á Akranesi að ráðast, án tafa, í framkvæmdir við heitan pott við Bjarnalaug.
Erindin og svarbréf bæjarstjóra lögð fram til kynningar.

14.Bæjarhátíðir 2016, dagsetningar

1509315

Erindi menningar- og safnanefndar Akraness þar sem lagðar eru fram dagsetningar fyrir hátíðarhöld 2016.
Erindið lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir kynningu frá formanni menningar- og safnanefndar á fyrirhuguðum viðburðum.

15.Fjárlög 2016 (fjárlagabeiðnir 2015)

1510062

Umsögn Akraneskaupstaðar vegna fjárlagafrumvarps 2016.
Umsögnin lögð fram til kynningar.

16.Hvalfjarðarsveit - skilarétt vestan Akrafjalls

1509358

Erindi Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað er eftir viðræðum vegna fjárréttar vestan Akrafjalls.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur Steinari Adolfssyni sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að mæta fyrir hönd Akraneskaupstaðar til viðræðna við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

17.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008 -2022

1509323

Breyting Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2022. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 23. október 2015.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisráði.

18.Framlög úr jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnámi - breytingar

1509174

Bréf Innanríkisráðuneytisins er varðar tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins sem undirritað var 13. maí 2011.
Lagt fram til kynningar.

19.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411071

Endurskoðun fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar 2015. Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum.
Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Málinu frestað.

20.Jafnt búsetuform barna - skýrsla

1510042

Erindi innanríkisráðuneytisins um skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Umsagnir þurfa að berast til og með 15. október.
Lagt fram.

21.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

3. mál um almannatryggingar.
4. mál um byggingarsjóð Landspítala.
15. mál um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
16. mál um styrkingu leikskóla og færðingarorlofs.
35. mál um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraða.
101. mál um landsskipulagsstefnu 2015-2026.
133. mál um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsöguleigum minjum.
140. mál um náttúruvernd (varrúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.)
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00