Fara í efni  

Bæjarráð

3263. fundur 29. september 2015 kl. 17:00 - 18:47 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varamaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2016.
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir forsendur fyrir fjárhagsáætlunargerð 2016.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1506044

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna vinnslu fjárhagsáætlana árin 2016-2019.
Lagt fram til kynningar.

3.Asparskógar 27 - umsókn um byggingarlóð

1509260

Umsókn Engilberts Runólfssonar og Uppbyggingu ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 27.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Asparskógar 27.

4.Asparskógar 29 - umsókn um byggingarlóð

1509261

Umsókn Engilberts Runólfssonar og Uppbyggingu ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 29.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Asparskógar 29.

5.Akralundur 1, 3 og 5 - Umsókn um byggingarlóð

1509310

Umsókn Jóns Bjarna Gíslasonar og Eðallagna ehf. um byggingarlóð að Akralundi 1, 3 og 5.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna Akralundar 1,3 og 5.

6.Faxaflóahafnir - fjárhagsáætlun 2016

1509318

Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2016.
Lögð fram til kynningar.

7.Stefnumörkun í menningarmálum (skipulagsbreyting í menningar- og safnamálum)

1502041

Bréf bæjarbókavarðar vegna skipulagsbreytinga í menningar- og safnamálum á Akranesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bæjarbókaverði í samræmi við umræður á fundinum. Einnig samþykkir bæjarráð að bókasafninu verði lokað eftir hádegi 6. október vegna starfsdags.

8.IX Umhverfisþing 9. október 2015

1509263

Umhverfisþing verður haldið föstudaginn 9. október næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

9.Landsfundur jafnréttisnefnda

1508258

Landsfundur Jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn 8. og 9. október í Fljótsdalshéraði.

10.Íbúafundur um málefni HB Granda á Breiðinni (Laugafiskur)

1506020

Erindi Önnu Guðrúnar Ahlbrecht dags. 20. september 2015.
Bæjarráð framsendir erindi Önnu Guðrúnar Ahlbrech til Heilbrigðisnefndar Vesturlands með þeirri ósk að afrit af svarinu berist bæjarráði.

11.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 830, frá 11. september 2015.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:47.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00