Fara í efni  

Bæjarráð

3262. fundur 10. september 2015 kl. 16:30 - 21:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur um uppbyggingu golfvallar

1509107

Erindi Golfklúbbsins Leynis þar sem óskað er eftir viðræðum við Akraneskaupstað um framkvæmda- og fjárfestingarsamning vegna áframhaldandi uppbyggingu á Garðavelli árin 2016-2025.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2016.

2.Meistaraflokkur kvenna - úrvalsdeildarsæti

1509179

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu vann sér sæti í úrvaldeildinni á næsta ári.
Bæjarráð óskar meistaraflokki kvenna í knattspyrnu til hamingju með árangurinn í sumar og óskar þeim velgengni í úrvalsdeild.

3.Verndarsvæði í byggð - innleiðing laga

1509109

Erindi Forsætisráðuneytisins vegna fyrirhugaðra kynningarfunda um ný lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Héraðsskjalasafn - afhending skjala frá bæjarskrifstofu

1509099

Erindi Héraðsskjalasafns Akraness vegna afhendingu gagna í skjalasafnið frá Akraneskaupstað.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna minnisblað sem lagt verði fyrir næsta fund bæjarráðs.

5.Gjaldfrjáls grunnskóli - áskorun til sveitarfélaga

1508256

Bæjarráð vísaði erindi Barnaheillar til kynningar í skóla- og frístundaráði á fundi sínum þann 27. ágúst síðastliðinn.
Skóla- og frístundaráð beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að hafa í auknum mæli milligöngu um sameiginleg innkaup með það að markmiði að lágmarka kostnað foreldra.
Lagt fram.

6.Umferðarforvarnir - umsókn um styrk

1508161

Bæjarráð vísaði erindi Berents Karls Hafsteinssonar um styrkveitingu samtals kr. 120.000 vegna fyrirlestrar um umferðarforvarnir fyrir 10. bekk í grunnskólum Akraneskaupstaðar til umsagnar í skóla- og frístundaráði á fundi sínum þann 27. ágúst síðastliðinn.
Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við erindinu og leggur áherslu á sjálfstæði skólastjórnenda og forstöðumanna á skóla- og frístundasviði til að skipuleggja fræðslu fyrir nemendur og starfsþróun starfsmanna sinna.
Bæjarráð tekur undir umsögn skóla- og frístundasviðs.

7.Þjóðarsáttmáli um læsi

1508011

Skóla- og frístundaráð samþykktir fyrir sitt leyti Þjóðarsáttmála um læsi á fundi sínum þann 7. september síðastliðinn. Ráðið tók undir með bæjarráði um mikilvægi þess að faglegt sjálfstæði í skóla og sveitarfélaga væri tryggt.
Lagt fram.

8.Búsetuþjónusta Holtsflöt- þátttaka í fæðiskostnaði

1411120

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs þar sem óskað er eftir að veitt verði viðbótarfjárveiting vegna fæðiskostnaðar þjónustuþega, samtals kr. 2.100.000 en ekki er fjárheimild fyrir því í fjárhagsáætlun árins 2015.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Fjárhæðinni, kr. 2.100.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

9.Dalbraut 6 - kaup á húsnæði f. þjónustumiðstöð fyrir aldraða

1410165

Erindi samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til breytinga á húsnæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

10.Fyrirspurn /kæra um tillögu að breytingu á Faxabraut í deiliskipulagi hafnarsvæðis

1503108

Kæra VER ehf. til úrskurðarnefndar upplýsingamála.
Kæra VER ehf. og svar Akranekaupstaðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál lögð fram til kynningar.

11.Sorphirðugjöld 2015

1504040

Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna endurákvörðun sorphirðugjalda hjá Akraneskaupstað.
Kæran og svar Akraneskaupstaðar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála lögð fram til kynningar.

12.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015

1509003

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 24. september og föstudaginn 25. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.
Bæjarráð þakkar boðið og munu bæjarfulltrúar bæjarráðs, bæjarstjóri og sviðsstjóri, fjármálastjóri og aðalbókari stjórnsýslu- og fjármálasviðs mæta á ráðstefnuna.

13.Stefnumörkun í menningarmálum

1502041

Tillögur að skipulagsbreytingum í menningarmálum á Akranesi lagðar fram til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögur og skipurit og vísar til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn:

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirbúa ráðningu forstöðumanns sem hafi yfirumsjón með menningar- og safnamálum á Akranesi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna skipulagsbreytinguna fyrir stjórnendum og starfsmönnum málaflokksins og bjóða fastráðnum starfsmönnum ný og breytt starfsheiti og verkefni í samræmi við markmið með sameiningu málaflokksins.

Bæjarráð samþykkir breyttan opnunartíma byggðasafnsins og bókasafnsins sem verði svohljóðandi:
Bókasafnið verði opið frá kl. 12.00 til 18.00 virka daga en að auki tvær morgunopnanir frá kl. 10:00 til 12:00 vegna sögustunda fyrir börn annarsvegar og átthagastunda fyrir almenning hinsvegar. Opið verður á laugardögum yfir vetrartímann eins og nú er.
Breytingin taki gildi 1. janúar 2016.

Byggðasafnið verði lokað frá og með 1. október 2015 til 1. maí 2016 vegna endurnýjunar á sýningum. Safnaskálinn verði þó opinn til 31. desember 2015 vegna sýningar í Guðnýjarstofu. Þrátt fyrir lokun verður tekið á móti hópum á tímabilinu.

14.Fundargerðir 2015 - Samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1504123

9. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 1. september 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Starf sviðsstjóra - afleysing

1506187

Tillaga bæjarstjóra um áframhaldandi afleysingu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi ráðningu Gunnars Gíslasonar til 31. desember næstkomandi vegna forfalla sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs.
Fjárhæðinni, kr. 3.000.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-1690.

16.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1411073

Umsóknir skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs í tækjakaupasjóð.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun úr tækjakaupasjóði:
1. Íþróttamannvirkin Jaðarsbökkum - kr. 445.000.
2. Brekkubæjarskóli - kr. 525.000.
3. Grundarskóli - kr. 825.000.
4. Tónlistarskólinn - kr. 80.000.
5. Akrasel - kr. 680.000.
6. Vallarsel - kr. 270.000.
7. Heimaþjónusta fatlaðra - kr. 250.000.
8. Fjöliðjan - kr. 396.000.
9. Fjöliðjan (hæfing) - kr. 299.000.

Fjárhæðinni, samtals kr. 3.770.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

17.OR - aðalfundur 2015

1504043

Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur-Eigna ohf. verður haldinn 14. september nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúi Valdís Eyjólfsdóttir sæki aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur-Eigna ohf. sem fulltrúi Akraneskaupstaðar.

18.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi breyting á deiliskipulagi

1508104

Bæjarráð óskaði eftir áliti skipulags- og umhverfisráðs á fundi sínum þann 30. júlí sl. á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu Grenja ehf. í Skógarhverfi 2.

Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í eftirfarandi hugmyndir á fundi sínum þann 20. ágúst sl.:

a) Tveimur parhúsalóðum og einni raðhúsalóð við Blómalund verði breytt í fjórar parhúsalóðir.
b) Fjölbýlishúsum við Akralund 8,10,12 og 14 verði breytt í fjórar parhúsalóðir.
c) Sex einbýlishúsalóðum við Baugalund 1,3,5,7,9 og 11 verði breytt í fjórar parhúsalóðir.
Staða málsins kynnt.

Bæjarráð vísar til afgreiðslu sinnar frá 13. ágúst síðastliðnum og felur bæjarstjóra að upplýsa umsækjanda um afstöðu skipulags- og umhverfisráðs.

19.Beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags

1508413

Erindi Tónlistarskólans á Akureyri, dags. 27. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður greiði kostnað við kennslu nemanda við tónlistarskólann, skv. samkomulagi sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011, um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda. Jöfnunarsjóður kemur til með að greiða hluta kostnaðar.
Erindinu frestað.

20.Dúmbó og Steini - leiga á íþróttahúsi við Vesturgötu

1508026

Á fundi menningar- og safnanefndar sem haldinn var þann 31. ágúst 2015, var fjallað um samþykkt bæjarráðs vegna umsóknar um leigu á íþróttahúsinu við Vesturgötu fyrir stórdansleik hljómsveitarinnar Dúmbó og Steina.
Menningar- og safnanefnd fagnar því að Dúmbó og Steini verði með stórdansleik þann 7. nóvember nk. Nefndin bendir á að æskilegt sér að viðburðir séu opnir almenningi til að flokkast sem hluti af formlegri dagskrá Vökudaga, en tekur málið til efnislegrar skoðunar. Verkefnastjóra var falið að koma áliti nefndarinnar til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir útleigu á salnum og felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Dúmbó og Steina um leiguna.

21.Smásöluverslun á Vesturlandi - skýrsla

1509005

Skýrsla um smásöluverslun á Vesturlandi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Skýrslan var unnin með nemendum og tölfræðikennurum Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautarskóla Snæfellinga.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

22.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundur og arður

1503141

Fulltrúi Skorradalshrepps, Árni Hjörleifsson, lagði fram á aðalfundi stjórnar Faxaflóahafna tillögu um að Skorradalshreppur fengi áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hafnarstjórnar Faxaflóahafna. Stjórnin vísar tillögunni til eigenda fyrirtækisins.
Bæjarráð telur að fulltrúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps verði að koma sér saman um val á fulltrúa á fundum hafnarstjórnar Faxaflóahafna og tekur ekki frekari afstöðu til málsins.

23.Ráðningar í leikskólum Akraneskaupstaðar

1504147

Fulltrúar skóla- og frístundaráðs og leikskólastjórar mæta á fund bæjarráðs þar sem tillaga um breytingu á reglum um 75% takmörkun á ráðningum fagfólks í leikskólum bæjarins var rædd.

Sigríður Indriðadóttir, Rakel Óskarsdóttir, Kristinn Hallur Sveinsson, Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, Brynhildur Björg Jónsdóttir, Anney Ágústsdóttir, Ingunn Ríkharðsdóttir, Svala Hreinsdóttir og Andrés Ólafsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að afnema hámarksreglur um hlutfall fagfólks í leikskólum Akraneskaupstaðar.

24.Kútter Sigurfari - staða mála

1501415

Fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands ásamt menningar- og safnanefnd Akraness koma á fund bæjarráðs til þess að ræða málefni Kútters Sigurfara.

Margrét Hallgrímsdóttir, Lilja Árnadóttir, Agnes Stefánsdóttir, Kirstín Huld Sigurðardóttir, Ingþór Bergman, Guðríður Sigurjónsdóttir, Kristinn Pétursson, Jónella Sigurjónsdóttir, Helga Kristín Björgúlfsdóttir og Jón Allansson tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Farið yfir skýrslu um ástand skipsins og hugmyndir um framtíðarsýn ræddar.

25.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir

1501216

134. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 25. ágúst 2015.
135. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 27. ágúst 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00