Fara í efni  

Bæjarráð

3259. fundur 13. ágúst 2015 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri, situr fundinn undir þessum lið.

1.Viðauki III við fjárhagsáætlun 2015

1505141

Viðauki númer III sem tekur til tímabilsins 1. júní til 31. júlí 2015 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir viðauka III við fjárhagsáætlun 2015.
Viðaukinn felur í sér óbreytta rekstrarniðurstöðu A- og B-hluta Akraneskaupstaðar.

2.Þjóðarsáttmáli um læsi

1508011

Tillaga um þjóðarsáttmála um læsi sem mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands og Heimili og skóli standa að.
Bæjarráð Akraness fagnar þessu framtaki og mun bæjarstjóri undrrita samninginn fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Fyrirhugað er að undirritunin fari fram á Akranesi þann 26. ágúst næstkomandi en beðið er staðfestingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins á tímasetningunni.

3.Dúmbó og Steini - leiga á íþróttahúsi við Vesturgötu

1508026

Erindi Jóns Trausta Hervarssonar f.h. hljómsveitarinnar Dúmbó og Steina, dags. 4. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir að fá íþróttahúsið við Vesturgötu á leigu 7. nóvember nk. vegna stórdansleiks.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til menninga- og safnanefndar til skoðunar í tengslum við hvort viðburðurinn geti verið hluti af formlegri dagskrá Vökudaga.







4.Vesturlandsmót kvenna í golfi 2015

1508128

Erindi Berglindar Helgadóttur f.h. kvennanefndar golfklúbbsins Leynis dags. 12.8.2015, þar sem óskað er eftir gjaldfrjálsum aðgangi fyrir þátttakendur á mótinu í sundlaugina að Jaðarsbökkum
Bæjarráð samþykkir erindið.

5.Birkiskógar 3 - umsókn um byggingarlóð

1507106

Umsókn Sævars Matthíassonar dags. 20.7.2015, um byggingarlóð við Birkiskóga nr. 3.
Bæjarráðs samþykkir úthlutun lóðarinnar Birkiskógar 3 til umsækjanda.

Bæjarráð vekur athygli umsækjanda á að framsal lóðarréttinda er óheimilt fyrr en búið er gera lóðarleigusamning.

6.Baugalundur 1, 3, 5, 7, 9 og 11 - umsókn um byggingarlóðir

1508123

Umsókn Grenjar ehf. dags. 11.8.2015 um byggingarlóðir við Baugalund 1,3,5,7,9 og 11. Fyrirtækið hyggst óska eftir deiliskipulagsbreytingu á þessum lóðum þar sem þeim yrði breytt úr breytt úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir með 8 íbúðum. Íbúðirnar yrðu settar í leigufélag og sótt um afslátt á gatnagerðargjöldum skv. samþykkt bæjarráðs frá 16.7.2015.
Bæjarráð samþykkir umsókn Grenjar ehf. um byggingarlóðir við Baugalund 1,3,5,7,9 og 11, samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Umsækjandi þarf að greiða 50% gatnagerðar- og tengigjalds fráveitu innan mánaðar frá úthlutun lóðanna til staðfestingar á úthlutun bæjarráðs sbr. 1. mgr. 11. gr. gjaldskrár nr. 710/2015.

Bæjarráð tekur ekki á þessu stigi málsins afstöðu til beiðni umsækjanda um afslátt en um sérstaka ákvörðun er að ræða sem háð er skilyrðum sbr. 4. gr. gjaldskrár nr. 710/2015.

7.Akralundur 8, 10, 12 og 14 - Umsókn um byggingarlóðir

1507081

Umsókn Grenjar ehf. dags. 24.7. 2015 um byggingarlóðir við Akralund 8, 10, 12 og 14.
Fyrirtækið hyggst óska eftir deiliskipulagsbreytingu á þessum lóðum þar sem þeim yrði breytt úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir með 8 íbúðum. Íbúðirnar yrðu settar í leigufélag og sótt um afslátt á gatnagerðargjöldum skv. samþykkt bæjarráðs frá 16.7.2015.
Bæjarráð samþykkir umsókn Grenjar ehf. um byggingarlóðir við Akralund 8,10,12 og 14 samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Umsækjandi þarf að greiða 50% gatnagerðar- og tengigjalds fráveitu innan mánaðar frá úthlutun lóðanna til staðfestingar á úthlutun bæjarráðs sbr. 1. mgr. 11. gr. gjaldskrár nr. 710/2015.

Bæjarráð tekur ekki á þessu stigi málsins afstöðu til beiðni umsækjanda um afslátt en um sérstaka ákvörðun er að ræða sem háð er ákveðnum skilyrðum sbr. 4. gr. gjaldskrár nr. 710/2015.


8.Samstarf um rannsóknarverkefni

1507087

Á 18. fundi velferðar- og mannréttindaráðs var fjallað um erindi Janusar Guðlaugssonar PhD. á Íþrótta- og heilsubraut menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um samstarf um rannsóknarverkefni varðandi heilsueflingu eldri borgara.
Ráðið lýsti sig jákvætt gagnvart þátttöku en samþykkti að vísa erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra velferðar- mannréttindasviðs að leita til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands félags eldri borgara o.fl og kanni möguleikann á samstarfi. Málið verði unnið áfram á vettvangi velferðar- og mannréttindaráðs.

9.Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins

1508081

Lýðræðislegt hlutverk sveitarstjórna í evrópskum sveitarfélögum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00