Fara í efni  

Bæjarráð

3258. fundur 30. júlí 2015 kl. 16:00 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Anna Lára Steindal varaáheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Sigurður Páll Harðarson situr fundinn undir lið 1 til og með 6.

1.Deiliskipulag - Krókatún - Vesturgata

1507088

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila umsækjanda að leggja fram deiliskipulagsbreytingu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að framangreind deiliskipulagsbreyting verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Akralundur 8 - Umsókn um byggingarlóð

1507081

Umsókn Grenjar ehf. um lóð að Akralundi 8.
Bæjarráð óskar álits skipulags- og umhverfissviðs á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu Grenjar ehf.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afla upplýsinga um framboð leiguhúsnæðis á Akranesi.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara Grenjar ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

3.Akralundur 10 - Umsókn um byggingarlóð

1507082

Umsókn Grenjar ehf. um lóð að Akralundi 10.
Bæjarráð óskar álits skipulags- og umhverfissviðs á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu Grenjar ehf.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afla upplýsinga um framboð leiguhúsnæðis á Akranesi.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara Grenjar ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

4.Akralundur 12 - Umsókn um byggingarlóð

1507083

Umsókn Grenjar ehf. um lóð að Akralundi 12.
Bæjarráð óskar álits skipulags- og umhverfissviðs á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu Grenjar ehf.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afla upplýsinga um framboð leiguhúsnæðis á Akranesi.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara Grenjar ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

5.Akralundur 14 - Umsókn um byggingarlóð

1507084

Umsókn Grenjar ehf. um lóð að Akralundi 14.
Bæjarráð óskar álits skipulags- og umhverfissviðs á fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu Grenjar ehf.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að afla upplýsinga um framboð leiguhúsnæðis á Akranesi.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að svara Grenjar ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

6.Deiliskipulag - Dalbraut-Þjóðbraut v/ Dalbraut 6

1405059

Endurskoðun á núverandi skipulagi við Dalbraut/Þjóðbraut sem er frá 8. maí 2007.
Bæjarráð telur mikilvægt að ákvörðun verði tekin um næstu skref í uppbyggingu á reitnum í kjölfar kaupa Akraneskaupstaðar á fasteigninni Dalbraut 6 og lóðarréttindum.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisráði að yfirfara núverandi skipulag sem er frá 8. maí 2007 og koma með tillögur um uppbyggingu á reitnum. Horft verði m.a. til þjónustu og félagsstarfs eldri borgara í húsnæðinu að Dalbraut 6 í þeirri vinnu ráðsins.

7.Jöfnunarsjóður - framlög v/ lækkaðra fasteignaskattstekna 2015

1507069

Erindi Jöfnunarsjóðs vegna lækkaðra fasteignaskattstekna árið 2015.
Lagt fram til kynningar.

8.Íslandsmótið í golfi 2015

1503071

Íslandsmótið í golfi 2015 fór fram á Garðavelli á Akranesi síðastliðna helgi.

Mótið fór í alla staði vel fram og var góð auglýsing fyrir Akranes.

Bæjarráð færir Golfklúbbnum Leyni og öllum þeim sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem komu að mótinu bestu þakkir fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00