Fara í efni  

Bæjarráð

3250. fundur 26. mars 2015 kl. 16:00 - 19:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varamaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Faxaflóahafnir sf. - ársskýrsla 2014

1503141

Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla Faxalóahafna fyrir árið 2014.
Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla Faxaflóahafna lagðir fram til kynningar.

2.Spölur - aðalfundur 2015

1503023

159. og 160. fundargerðir Spalar ehf. frá 26.2.2015 og 18.3.2015.
FUndargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Spölur - eignarhaldsfélag 2015

1503235

107. og 108. fundargerðir Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. frá 26.2.2015 og 18.3.2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2015 - OR

1501218

213. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23.2.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir

1501216

130. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 13.3.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Hafnarbraut 3 / HB Grandi - fyrirspurn

1309027

Erindi Ketils Más Björnssonar til bæjarfulltrúa varðandi mannvirki og búnað sem settur var upp á þak Hafnarbrautar 3.
Bæjarráð býður Katli Má á næsta fund ráðsins og mun jafnframt afla upplýsinga frá skipulags- og umhverfissviði um stöðu málsins.

7.Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar - ályktun aðalfundar

1503166

Ályktanir aðalfundar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar frá 10. og 18. mars 2015.
Ályktanir Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar frá 10. og 18. mars 2015 lagðar fram til kynningar.

8.Konukvöld ÍA 2015 - umsögn

1503129

Afgreiðsla erindisins lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarstjóra lögð fram til kynningar.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 166 - þingsályktunartillaga um að draga úr plastpokanotkun.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 101 - þingsályktunartillaga um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.
Lagt fram til kynningar.

11.Virkjum hæfileikana - samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar

1503233

Kynning Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar mótt. 26.3.2015.
Erindið lagt fram til kynningar.

12.Vitakaffi - lengri opnunartími

1503207

Beiðni Lilju Þórðardóttur f.h. Vitakaffis ehf. um lengri opnunartíma á föstudaginn langa (aðfaranótt 4.apríl) og páskadag (aðfaranótt 6. apríl) til klukkan 04:00 báða dagana.
Bæjarráð samþykkir erindi Vitakaffis ehf. um lengri opnunartíma aðfararnótt 4. apríl næstkomandi til klukkan 04.00 og aðfararnótt 6. apríl næstkomandi til klukkan 04:00.

13.Vesturlandsstofa - ársskýrsla 2014

1503144

Ársreikningur Vesturlandsstofu fyrir árið 2014.
Ársreikningur Vesturlandstofu vegna ársins 2014 lagður fram til kynningar.

14.OR - ársreikningur 2014

1503227

Bjarni Bjarnason, forstjóri og Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur kynna ársreikning OR fyrir árið 2014.
Bæjarráð þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju með framgang Plansins.

15.SSV - ársskýrsla 2014

1503021

Kynning á ársskýrslu SSV fyrir árið 2014.
Ársskýrslan lögð fram til kynningar.

16.SSV - tillaga

1503228

Tillaga fulltrúa Akraneskaupstaðar sem lögð var fram, á aðalfundi SSV 25.3.2015.

Tillagan:
"Undirrituð leggja til að stjórn verði sett það verkefni að skoða allar mögulegar leiðir til að leiðrétta þann lýðræðishalla sem er í stjórn SSV. Óskað er eftir greinargerð fyrir 1. júní um tillögur að úrbótum sem send verður á þau sveitarfélög sem aðilar eru að SSV ásamt því að sú greinargerð verði lögð fyrir framhaldsaðalfund SSV nk. haust."

Ingibjörg Valdimarsdóttir
Rakel Óskarsdóttir
Sigrún Guðnadóttir
Sævar Jónsson
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með að tillaga um skoðun og leiðréttingu á lýðræðishalla í starfsemi SSV hafi verið felld á nýafstöðnum aðalfundi SSV.

Bæjarráð bendir á að á Akranesi búa tæplega 6.800 manns og í Borgarbyggð ríflega 3.500 manns. Þetta eru tæplega 65% af heildaríbúafjölda Vesturlands sem hafa einungis um 33% vægi í stjórn SSV og jafnvel minna ef til kemur að formaður, sem er frá hvorugu þessara sveitarfélaga, þurfi að nýta sitt tvöfalda atkvæðisvægi. Nokkrar leiðir eru til þess að leiðrétta þennan lýðræðishalla og vill bæjarráð sérstaklega benda á þá leið
sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur farið. Þar ræðst atkvæðavægi hvers sveitarfélags af íbúatölu þess sveitarsfélags og sveitarstjórn heimilt að framselja atkvæðisrétt sinn til
eins eða fleiri þingfulltrúa á Fjórðungsþingi þeirra.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við stjórnarformann og framkvæmdastjóra SSV vegna málsins.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi.

17.Fjólulundur 9-11-13 umsókn um lóð

1503176

Umsókn Trésmiðjunnar Akurs ehf. dags. 23.3.2015 um byggingarlóðina Fjólulund 9-11-13.
Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Fjólulundur 9-11-13 til Trésmiðjunnar Akur ehf.

18.Samstarf um auknar eldvarnir - Eldvarnabandalagið

1502213

Á fundi bæjarráðs þann 26. febrúar síðastliðinn var bæjarstjóra falið að vinna frekar að útfærslu samstarfs við Eldvarnabandalagið í samstarfi við skipulags- og umhverfissvið.

Bæjarstjóri kynnti drög að samkomulagi og bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka málinu.

19.Íþróttamannvirki starfsmannafundir og fræðsla

1502097

Á fundi sínum þann 3.3.2015, samþykkti skóla- og frístundaráð að mæla með við bæjarráð, að veitt verði aukafjárveiting til starfsmannafunda og fræðslu fyrir starfsfólk í íþróttamannvirkjum.
Bæjarráð samþykkir ráðstöfun fjármuna að fjárhæð kr. 500.000 til íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar vegna starfsmannafunda og fræðslu fyrir starfsfólk.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4559.

20.Dalbraut 6 - erindisbréf

1410165

Erindisbréf fyrir samráðshóp Akraneskaupstaðar og FEBAN vegna fyrirhugaðrar þjónustumiðstöðvar að Dalbraut 6.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshóps vegna þjónustumiðstöðvarinnar Dalbraut 6.

21.Unique Iceland - auglýsingasamningur

1503164

Erindi Icelandair vegna auglýsingasamnings í þættinum Unique Iceland.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi milli Akraneskaupstaðar og Icelandair vegna auglýsingasamnings í þættinum Unique Iceland.

Bæjarráð hvetur til þess að ferðaþjónustufyrirtækjum á Akranesi verði boðin þátttaka við gerð auglýsinganna.

Þegar er gert ráð fyrir kostnaðinum í samþykktri fjárhágsáætlun sem er kr. 500.000. Samningurinn er til þriggja ára og gera verður ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun áranna 2016 til 2017.

22.Bíóhöllin - samningur

1403190

Rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi hefur verið í höndum sama rekstraraðila frá árinu 2001. Fyrir liggur viljayfirlýsing milli aðila um framlengingu samningsins til ársloka 2015.

Viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að samningurinn verði framlengdur efnislega óbreyttur til ársloka 2015 en með breyttu greiðslufyrirkomulagi og að fyrir 1. september næstkomandi verði lokið viðræðum um framhald samstarfsins.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra frágang málsins með undirritun sinni.

23.Hraðhleðslustöð á Akranesi

1407133

Samningur Akraneskaupstaðar og Orku náttúrunnar ohf. um hraðhleðslustöð við Dalbraut 1 á Akranesi, lagður fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar tilkomu hraðhleðslustöðvar á Akranesi enda um umhverfisvænan kost að ræða sem vonandi sem flestir munu nýta sér í framtíðinni.

24.Þróunarfélag - tilnefning fulltrúa í starfshóp og undirbúningur að stofnun félagsins

1407097

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum þann 13.3.2015, að leggja til við Akraneskaupstað, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit að sveitarfélögin tilnefni fulltrúa í starfshóp sem vinni tillögur að samþykktum Þróunarfélagsins.

Meðfylgjandi erindinu eru drög að hluthafasamkomulagi, samþykktum, stofnfundargerð og stofnsamningi fyrir Þróunarfélagið.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna bæjarfulltrúann Ólaf Adolfsson í starfshóp um stofnun Þróunarfélags á Grundartanga.

25.OR - eigendanefnd 2015

1503066

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur varðandi arðgreiðslustefnu fyrirtækisins.
Arðgreiðslustefna Orkuveitu Reykjavíkur lögð fram og vísað til bæjarstjórnar Akraness til samþykktar.

26.OR - eigendanefnd 2015

1503066

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23.3.2015 til eigenda, þar sem óskað er eftir umfjöllun um samþykkt stjórnar um stofnun nýs félags um eigin tryggingar OR.
Bæjarráð fjallaði um málið en frestar afgreiðslu þess.

Fundi slitið - kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00