Fara í efni  

Bæjarráð

3241. fundur 17. desember 2014 kl. 08:15 - 11:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson Varaáheyrnarfulltrúi
  • Sigmundur Ámundason
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Andrés Ólafsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Blómalundur 1-3, 2-4, 5-7-9, 11-13 og lausar einbýlishúsalóðir við Baugalund - umsókn

1412193

Umsókn Grenja ehf. dags. 16.12.2014, um lausar lóðir í Skógarhverfi.
Málinu frestað.

2.Starfshópur um Breið

1409230

Fundargerðir starfshóps um Breiðarsvæði nr. 1,2,3 og 4 frá 27.10.2014, 12.11.2014, 26.11.2014 og 2.12.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2014 - starfshópur um Sementsreit

1412164

Fundargerðir starfshóps um Sementsreit nr. 1,2 og 3 frá 30.10.2014, 17.11.2014 og 9.12.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Gamla kaupfélagið - lengri opnunartími 2014

1404031

Umsókn Gamla Kaupfélagsins um lengdan opnunartíma að kvöldi annars í jólum (aðfararnótt 27. desember nk.) og á gamlárskvöld (aðfararnótt 1. janúar 2015) til kl. 4:00.
Bæjarráð verður við erindi forsvarsmanna Gamla kaupfélagsins um lengingu opnunartíma aðfararnótt fimmtudagsins 1. janúar 2015 til klukkan 04:00.

5.Kaffi Ást - lengri opnunartími 2014

1406112

Erindi Högna Gunnarssonar f.h. Kaffi Ástar ehf. dags. 6.12.2014, þar sem óskað er eftir lengri opnunartíma aðfararnótt fimmtudagsins 1. janúar 2015 til kl. 04:00.
Bæjarráð verður við erindi forsvarsmanna Kaffi Ástar um lengingu opnunartíma aðfararnótt fimmtudagsins 1. janúar 2015 til klukkan 04:00.

6.Heimildarmynd um Snorraverkefnið

1410063

Erindi Ástu S. Kristjánsdóttur f.h. Bergsólar ehf. þar sem óskað er eftir 150.000,- kr. styrk vegna fjölföldunar og dreifingar á heimildarmynd um Snorraverkefnið.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

7.UMFÍ - Landsmót UMFÍ 2017 og 2021

1302077

Erindi UMFÍ dags. 10.12.2014, vegna fyrirhugaðs landsmóts árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

8.FIMA - húsnæðismál

1310193

Umbeðin umsögn ÍA um húsnæðismál Fimleikafélagsins dags. 28.11.2014. Einnig er veitt umsögn um aðstöðu Sundfélags Akraness.
Bæjarráð þakkar ÍA fyrir umsögnina og vísar erindi FIMA í styrkjapott en úthlutun úr honum verður í janúar nk.

9.Félagsþjónusta sveitarfélaga - rekstrarkostnaður

1412096

Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstrarkostnað vegna félagsþjónustu sveitarfélaga 2013.
Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstrarkostnað sveitarfélaga vegna félagsþjónustu lögð fram til kynningar og vísað til velferðar- og mannréttindaráðs.

10.Laugarbraut - aukin fjárveiting haust 2014

1412021

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs dags. 5.12.2014, þar sem ósk félagsmálastjóra um viðbótarfjárhæð að upphæð kr. 3.000.000.- er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs 9.12.2014.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 3.000.000 til Sambýlisins að Laugarbraut vegna aukinnar þjónustuþyngdar síðari hluta ársins 2014.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 21-83-4980.

11.Grundartangasvæði - viljayfirlýsing

1410012

Viljayfirlýsing um samstarfsvettvang Grundartanga og bréf borgarstjórnar Reykjavíkur dags. 10.12.2014.
Lagt fram til kynningar.

12.Faxaflóahafnir - Landfyllingar á Akranesi

1411138

Starfshópur um Breið og skipulags- og umhverfisráð leggja á fundum sínum og 4.12.2014, til við bæjarráð að Akraneskaupstaður fari í formlegar viðræður við Faxaflóahafnir um framkvæmd landfyllingar.
Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar starfshópnum og skipulags- og umhverfisráði fyrir umsagnirnar og felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Faxaflóahafnir sf. um fyrirhugaða framkvæmd landfyllingarinnar.

13.Frumvarp til laga nr. 366 - um tekjustofna sveitarfélaga

1412069

Umsögn Sambands islenskra sveitarfélaga sem samþykkt var 12.12.2014 vegna frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga - mál nr. 366.
Lagt fram til kynningar.

14.Starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs

1411044

Bæjarstjóri gerir grein fyrir umsóknum um starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs.

15.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014

1405176

Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar janúar til og með september 2014.
Sigmundur Ámundason, aðalbókari, kemur á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.

16.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

1405169

Framlagning viðauka númer 3 vegna fjárhagsáætlunar 2014.
Andrés Ólafsson, fjármálastjóri, kemur á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka númer 3 við fjárhagsáætlun árins 2014 sem gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu að fjárhæð 46,7 mkr.

Bæjarráð vísar viðaukanum til samþykktar í bæjarstjórn.

17.Langtímaveikindi starfsmanna 2014 - ráðstöfun fjármuna

1312030

Erindi frá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs dags. 15.12.2014, vegna langtímaveikinda á stofnunum Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir ráðstöfun fjármuna að fjárhæð kr. 19.236.000 til stofnana Akraneskaupstaðar vegna langtímaveikinda starfsmanna.

Fjárhæðin sundurliðast þannig:
1. Grundaskóli kr. 2.184.000.
2. Akrasel kr. 2.855.000.
3. Vallarsel kr. 758.000.
4. Teigasel kr. 3.945.000.
5. Garðasel kr. 1.174.000.
6. Brekkubæjarskóli kr. 2.877.000.
7. Sérdeild Brekkubæjarskóla kr. 543.000.
8. Fjöliðjan kr. 1.875.000.
9. Sambýlið Laugarbraut kr. 959.000.
10. Búsetuþjónustan Holtsflöt kr. 2.066.000.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðunum:
1. 21-83-1690, kr. 12.623.000.
2. 21-83-4660, kr. 5.031.000.
3. 21-83-4980, kr. 1.420.000.
4. 21-83-4995, kr. 162.000.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00