Fara í efni  

Bæjarráð

3240. fundur 09. desember 2014 kl. 16:00 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rakel Óskarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hagaflöt 9 - byggingargallar

1306001

Fulltrúar úr bæjarráði 2010 - 2014, Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Páll Jónsson og Þröstur Þór Ólafsson mæta á fundinn.
Ingibjörg Pálmadóttir (B) og Valdís Eyjólfsdóttir (D) víkja af fundi undir þessum lið og
Rakel Óskarsdóttir (D) tekur sæti.

Bæjarráð staðfestir fyrri bókun frá 28. ágúst 2014 og telur málinu vera lokið.

2.Laugarbraut - aukin fjárveiting haust 2014

1412021

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs dags. 5.12.2014, þar sem ósk félagsmálastjóra um viðbótarfjárhæð að upphæð kr. 3.000.000.- er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð vísar máli til afgreiðslu næsta fundar ráðsins sem verður þann 18. desember nk. og e.a. afgreiðslu með viðauka.

3.Deilisk. - Stofnanareitur, Heiðarbraut 40

1401127

Erindi Skarðseyrar dags. 17.11.2014, þar sem afturkölluð er breyting á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Heiðarbrautar 40.
Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið kemur inn á fundinn.
Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarmann Skarðseyrar ehf.

4.Grundaskóli - samgöngusamningur

1403149

Erindi heilsueflingarhóps Grundaskóla dags. 25.11.2014, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður geri samgöngusamninga við starfsmenn Grundaskóla og jafnvel fleiri starfsmenn bæjarins.
Bæjarráð þakkar heilsueflingarhópnum erindið og vísar því til starfshóps sem hefur það hlutverk að endurskoða starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar.

5.Málefni hjúkrunarheimila - lífeyrisskuldbindingar

1411204

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28.11.2014, um fyrirhugaða skipan nefndar á vegum heilbrigðisráðherra skipaða þremur fulltrúum frá hvorum aðila til þess að ljúka uppgjöri vegna lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila með sveitarfélagatengingu m.a. að teknu tilliti til samkomulags sem náðist á liðnu sumri milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

6.Veghald þjóðvega innan þéttbýlis á Akranesi 2014

1412048

Samningur um veghald þjóðvega innan þéttbýlismarka.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að setja fram athugasemdir við Vegagerðina um að samningar af þessum toga komi of seint fram.

7.OR - eigendanefnd 2014

1401093

Fundargerð ásamt glærum frá eigendafundi 28.11. 2014 og uppskipting OR 2010-2014.
Lagt fram til kynningar.

Ennfremur lögð fram eftirfarandi bókun eigendanefndar OR vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015:

"Í aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur og eigenda frá árinu 2011, Planinu, var ekki gert ráð fyrir lántökum. Þar sem markmið Plansins hafa gengið eftir og gott betur hefur OR nú aðgang að fjármálamörkuðum til lántöku og áhættuvarnarsamninga. Það er mat stjórnenda og stjórnar fyrirtækisins að nú sé mikilvægt fyrir OR að taka lán til að styrkja lausafjárstöðu OR og ná markmiðum fjárstýringar- og áhættustefnu Orkuveitu Reykjavíkur, sem samþykkt var af stjórn í október 2013 og staðfest af eigendum á eigendafundi í nóvember sama ár. Lántakan miðar fyrst og fremst að því að tryggja fjárhag fyrirtækisins og viðhalda sterkri lausafjárstöðu þess.

Eigendur samþykkja fyrir sitt leyti að leggja til við eigendasveitarfélög, við afgreiðslu fjárhagsáætlana þeirra, þá breytingu á Planinu, sem felst í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Einstakar nýjar lántökur, sem njóta eiga ábyrgðar eigenda, munu eftir sem áður þurfa samþykki eigenda í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 136/2013 um Orkuveitu Reykjavíkur. Sama á við um skuldbindingar yfir 5% af bókfærðu eigin fé, sbr. 8. gr. eigendastefnu."

8.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga

1412010

Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 - 2018.
Stefnumörkunin lögð fram til kynningar.

9.Frumvarp til laga nr. 366 - um tekjustofna sveitarfélaga

1412069

Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

10.Snorraverkefnið - sumarið 2015

1411213

Beiðni Snorrasjóðs dags. 17.11.2014, um stuðning við Snorraverkefnið 2015.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Sementsreiturinn - Eco Marine/Harvest

1412074

Erindi Þorsteins Jónssonar f.h. ECO MARINE og tengdra aðila um formlegar viðræður við Akraneskaupstað.
Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til starfshóps um framtíð Sementsreitsins.

12.SSV - starfshópur um menningarmál

1411195

Drög að erindisbréfi starfshóps SSV um menningarmál og beiðni um tilnefningu fulltrúa í hópinn.
Bæjarráð tilnefnir Önnu Leif Elídóttur sem varafulltrúa í starfshóp um menningarmál hjá SSV.

13.Húsnæðismál

1410113

Erindi yfirfélagsráðgjafa dags. 9.12.2014, vegna húsnæðismála.
Bæjarráð heimilar að Akraneskaupstaður taki íbúð á leigu og framleigi til viðkomandi. Leigutími verði að hámarki 12 mánuðir með hefðbundnum uppsagnarfresti.

14.Starfshópur um gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2015

1410181

5. fundargerð starfshóps um gjaldskrár frá 25. nóvember 2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2014 - starfshópur um Breið

1411206

Fundargerðir starfshóps um Breið nr. 1,2,3 og 4 frá 27. október 2014, 12. nóvember 2014, 26. nóvember 2014 og 2. desember 2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

822. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. nóvember 2014.
Lögð fram til kynningar.
Aukafundur verður í bæjarráði þann 18. desember nk. klukkan 16:00.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00