Fara í efni  

Bæjarráð

3239. fundur 05. desember 2014 kl. 08:15 - 09:56 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Þjónustugjaldskrár 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411069

Bæjarráð samþykkir að gjaldskrárhækkanir hjá Akraneskaupstað á árinu 2015 verði 3,4% sem taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Bæjarráð vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn. Skipaður var sérstakur starfshópur af bæjarráði til að yfirfara allar gjaldskrár Akraneskaupstaðar og e.a. að leggja fram tillögur að breytingum fyrir síðari umræðu. Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir þeirra störf undanfarnar vikur. Bæjarráð telur mikilvægt að greinargerð starfshópsins verði kynnt fagráðum Akraneskaupstaðar sem veiti umsögn um greinargerðina og leggi fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. mars næstkomandi. Við framlagningu frumvarps til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2015 samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarráðs Akraneskaupstaðar að almennar þjónustugjaldskrár hækki samkvæmt áætluðum vísitöluhækkunum, um 3,4% þann 1. janúar 2015.

2.Fjárfestingaráætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411070

Bæjarráð samþykkir að ráðstafa alls kr. 298.046.000 í fjárfestingar vegna framkvæmda á árinu 2015. Við framlagningu frumvarps til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2015 samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarráðs Akraneskaupstaðar að ráðstafa kr. 248.046.000 vegna ýmissa framkvæmda á árinu 2015. Meðal annars er um að ræða breytingar á sambýlinu við Vesturgötu, gatnagerð á eldri götum bæjarins og húsfegrunarsjóð sem ætlaður til uppbyggingu húsa í gamla miðbænum. Bæjarráð samþykkir hækkun um kr. 50.000.000 á fjárfestingaráætlun ársins 2015 sem verði mætt með samsvarandi lækkun á handbæru fé. Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisráði að leggja fram sundurliðaða fjárfestingaráætlun fyrir 1. febrúar næstkomandi. Bæjarráð vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411071

Bæjarráð samþykkir að ráðstafa kr. 67.023.000 í framkvæmdaáætlun ársins 2015. Við framlagningu frumvarps til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2015 samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarráðs Akraneskaupstaðar að ráðstafa fjárhæð kr. 73.023.000 vegna ýmissa framkvæmda við viðhald og rekstur gatna, göngustíga og opinna svæða og vegna skipulagsmála á Sementsreit á árinu 2015. Um er að ræða lækkun, kr. 6.000.000. Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisráði að leggja fram tillögur að sundurliðaðri framkvæmdaáætlun og leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. febrúar næstkomandi. Bæjarráð vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Viðhald fasteigna og lóða 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411072

Bæjarráð samþykkir að ráðstafa kr. 69.267.000 á árinu 2015 til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. Við framlagningu frumvarps til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2015 samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarráðs Akraneskaupstaðar að ráðstafa fjárhæð ráðstafa kr. 64.100.000 til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og kr. 9.167.000 í Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. á árinu 2015 eða samtals kr. 73.267.000. Um er að ræða lækkun kr. 4.000.000. Bæjarráð vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Langtímaveikindi starfsmanna 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411074

Bæjarráð samþykkir að ráðstafa kr. 21.600.000 á árinu 2015 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Um er að ræða hækkun, kr. 4.000.000 en við framlagningu frumvarps til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2015 samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarráðs Akraneskaupstaðar að ráðstafa fjárhæð ráðstafa kr. 17.600.000 í fjárhagsáætlun vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna. Bæjarráð vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Fjárhagsáætlun 2015 - fjölskyldusvið

1406194

Erindi skóla- og frístundaráðs dags. 3.12.2014, þar sem lagt er til við bæjarráð að veitt verði framlag að upphæð kr. 3.500.000,- í þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs við fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2015.
Bæjarráð samþykkir að ráðstafa kr. 3.500.000 í sérstakan þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs í fjárhagsáætlun 2015. Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að gera tillögu að úthlutunarreglum og leggja fyrir skóla- og frístundaráð fyrir 1. febrúar næstkomandi og að reglurnar verði samþykktar af bæjarráði. Bæjarráð vísar samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Fjárhagsáætlun 2015

1405055

Tillögur að breytingum á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2015. Andrés Ólafsson, fjármálastjóri, kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur bæjarstjóra um breytingar á frumvarpi til fjárhagsáætlunar í 5 liðum ásamt skýringum/tillögum fjármálastjóra um tilfærslur á milli liða. Ekki er um breytingar á rekstrarniðurstöðu fjárhagsáætlunar að ræða en lækkun verður á handbæru fé árslok 2015. Lækkunin er til komin sökum þess að verðbætur langtímalána eru lækkaðar með tilliti til áætlaðrar lægri verðbólgu til að mæta lægri tekjum úr Jöfnunarsjóði. Það felur í sér að handbært fé lækkar úr kr. 160.472.000 og verður kr. 149.605.000. Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun 2016 til 2018 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Fjárhagsáætlun ársins 2015 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðu Akraneskaupstaðar um 80,1 mkr. og að handbært fé í árslok verði um 273, 2 mkr.

8.Styrkir 2014 - seinni úthlutun, Körfuknattleiksfélag Akraness

1401167

Styrkbeiðni Körfuknattleiksfélags Akraness sem bæjarráð vísaði til fjárhagsáætlunargerðar 2015 á fundi sínum 15.5.2014.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

9.Styrkir 2014 - seinni úthlutun, Badmintonfélag Akraness

1401167

Styrkbeiðni Badmintonfélags Akraness sem bæjarráð vísaði til fjárhagsáætlunargerðar 2015 á fundi sínum 15.5.2014.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

10.Styrkir 2014 - seinni úthlutun, Hnefaleikafélag Akraness

1401167

Styrkbeiðni Hnefaleikafélags Akraness sem bæjarráð vísaði til fjárhagsáætlunargerðar 2015 á fundi sínum 15.5.2014.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

11.FVA - styrkur til tækjakaupa 2015

1409009

Erindi FVA dags. 29.8.2014, þar sem óskað er eftir styrk til tækjakaupa vegna endurnýjunar á búnaði iðnbrauta að upphæð kr. 2.390.000,-. Bæjarráð vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2015 á fundi sínum 11.9.2014.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

12.Baski - mósaíkmyndir

1403185

Tilboð Bjarna SKúla Ketilssonar (BASKA) um gerð mósaíksverks á Akranesi. Bæjarráð vísaði erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2015 á fundi sínum 11. september sl.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

13.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Umsögn skóla- og frístundaráðs dags. 3.12.2014, um beiðni skólastjóra Grundaskóla á fjármagni til að ráðst í nauðsynlegar endurbætur á tölvubúnaði og fleiru. Skóla- og frístundaráð tekur undir nauðsyn þess að ráðst í endurbætur á tölvubúnaði í skólanum og mælir með því við bæjarráð að orðið verði við þessari beiðni. Áætlaður kostnaður er kr. 1.8 milljónir.
Bæjarráð samþykkir að ráðstafa kr. 1.8 mkr. í endurbætur á tölvubúnaði Grundarskóla, n.t.t. vegna kaupa á fimm borðtölvum, fimm spjaldtölvum og fjórum skjávörpum. Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 21-83-4660.

14.Knattspyrnufélag ÍA - styrkbeiðni

1411194

Umsögn skóla- og frístundaráðs dags. 3.12.2014, um styrkbeiðni Knattspyrnufélags ÍA vegna góðs árangurs meistaraflokks karla á síðasta keppnistímabili. Skóla- og frístundaráð finnur erindi Knattspyrnufélags ÍA ekki farveg innan gildandi viðmiðunarreglna Akraneskaupstaðar, um viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum.
Bæjarráð getur ekki, með vísan til umsagnar skóla- og frístundaráðs dags. 3. desember sl., orðið við umbeðinni styrkveitingu. Bæjarráð tekur undir þá skoðun skóla- og frístundaráðs að nauðsynlegt sé að endurskoða gildandi viðmiðunarreglur vegna viðurkennninga fyrir unnin afrek í íþróttum. Bæjarráð óskar eftir að skóla- og frístundaráð leggi fram tillögu að nýjum viðmiðunarreglum fyrir 1. mars næstkomandi.

15.Golfklúbburinn Leynir - styrkbeiðni

1411212

Umsögn skóla- og frístundaráðs dags. 3.12.2014, um styrkbeiðni Golfklúbbsins Leynis vegna Íslandsmeistaratitils kvennasveitar. Skóla- og frístundaráð finnur erindi Golfklúbbsins ekki farveg innan gildandi viðmiðunarreglna Akraneskaupstaðar, um viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum.
Bæjarráð getur ekki, með vísan til umsagnar skóla- og frístundaráðs dags. 3. desember sl., orðið við umbeðinni styrkveitingu.

Bæjarráð tekur undir þá skoðun skóla- og frístundaráðs að nauðsynlegt sé að endurskoða gildandi viðmiðunarreglur vegna viðurkennninga fyrir unnin afrek í íþróttum.

Bæjarráð óskar eftir að skóla- og frístundaráð leggi fram tillögu að nýjum viðmiðunarreglum fyrir 1. mars næstkomandi.

16.Frumvarp til laga nr. 251 - lögreglustjórar (og sýslumenn), breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996

1401225

Ákvörðun um að lögreglustjórinn á Vesturlandi verði staðsettur í Borgarnesi var kynnt á vef innanríkisráðuneytis þann 4. desember síðastliðinn.
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðunina og felur bæjarstjóra að óska eftir rökstuðningi innanríkisráðuneytisins fyrir ákvörðunum um staðsetningu embættis lögreglustjóra Vesturlands sem verður í Borgarnesi og embættis sýslumanns sem verður í Stykkishólmi. Jafnframt verði óskað eftir afriti allra umsagna í málinu.

Fundi slitið - kl. 09:56.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00