Fara í efni  

Bæjarráð

3036. fundur 12. maí 2009 kl. 17:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2009 - endurskoðun.

904012












Í framhaldi af tillögum og greinargerð vinnuhóps um endurskoðun


fjárhagsáætlunar 2009 samþykkir bæjarráð Akraness eftirfarandi


tillögu:



Starfshópur kjörinna fulltrúa:


Bæjarráð Akraness samþykkir að fela Gunnari Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar og Guðmundi Páli Jónssyni bæjarfulltrúa að samræma tillögur ráða til bæjarstjórnar Akraness um hagræðingu og sparnað í rekstri sveitarfélagsins.



Endurskoðun samninga:


Bæjarráð Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að taka upp viðræður við aðila sem njóta samningsbundinna greiðslna frá sveitarfélaginu með það að markmiði að hætta/fresta verkefnum, lækka rekstrarframlög eða gera aðrar þær breytingar á samningum sem leiða til lægri útgjalda. Þessir samningar eru m.a.:



· Samningur um sögu Akraness


· Samningur um rekstur Bíóhallar (útr. 1. ágúst, þarf að taka ákvörðun um frh.)


· Samningur um þátttöku í rekstri Skrúðgarðs


· Samningur um rekstur strætisvagns


· Samningur um moldartipp


· Rekstrarsamningur við Golfklúbbinn Leyni


· Rekstrarsamningur við önnur félög


· Rekstrarsamningur við Björgunarfélag Akraness


· Kaup á kaffitímum starfsmanna


· Þjónustusamningur um notenda- og hýsingaþjónustu hugbúnaðar, vélbúnaðar o.fl.


· Samningur um dýraeftirlit


· Samningur um löggæslu


· Samningur um Gámu


· Samningur um Byggðasafnið í Görðum



Greinargerð um endurskoðun samninga verði skilað til bæjarráðs fyrir 20. maí n.k.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00