Fara í efni  

Bæjarráð

3095. fundur 18. nóvember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli - Aukning starfs námsráðgjafa og skólaliða

1010210

Bréf fjölskylduráðs, dags. 16. nóv. 2010, þar sem fjallað er um erindi skólastjóra Grundaskóla þar sem óskað er eftir aukningu starfs skólaliða um 25% frá 1. janúar 2011 og aukningu námsráðgjafa um 25% frá 1. ágúst 2011. Kostnaður vegna aukningar starfs skólaliða er áætluð kr. 783.000 með launatengdum gjöldum árið 2011 (m.v. meðallaun skólaliða) og aukningu vegna námsráðgjafarstarfs frá 1. ágúst 2011 nemur kr. 685.000 með launatengdum gjöldum. Fjölskylduráð samþykkti að vísa málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs.

2.Gamla kaupfélagið - Beiðni um lengingu opnunartíma aðfaranótt sunnud. 21. nóvember n.k.

1011087

Tölvupóstur Orra Helgasonar, f.h. Gamla kaupfélagsins, dags. 16. nóv. 2010, þar sem lögð er fram beiðni um lengdan opnunartíma til kl. 04:00 aðfaranótt sunnud. 21. nóv. 2010. Meðf. er umsögn yfirlögregluþjóns í tölvupósti, dags. 17. nóv. 2010.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindi um lengingu opnunartíma.

Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

3.Faxabraut-hraðalækkandi aðgerðir

1011086

Bréf framkvæmdastofu, dags. 18. nóv. 2010, þar sem óskað er aukafjárveitingar vegna gangstéttarframkvæmda í tengslum við verkið ,,Faxabraut - hraðalækkandi aðgerðir". Um er að ræða framkvæmd að fjárhæð kr. 1.936.000.- og er óskað aukafjárveitingar við fjárhagsáætlun ársins 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Bæjarskrifstofur - endurnýjun ljósritunarvéla

1010141

Bréf deildarstjóra þjónustudeildar, dags. 17. nóv. 2010, varðandi endurnýjun ljósritunarvéla á bæjarskrifstofum. Annars vegar er um að ræða rekstrarleigusamning fyrir vél í þjónustuveri þar sem mánaðarleiga er kr. 50.459 m.vsk og hins vegar kaup á minni vél fyrir skrifstofurnar á 3. hæð að fjárhæð kr. 99.900 m.vsk. Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fyrra erindi um ljósritunarvélar, dags. 26. okt. s.l. á fundi sínum 28. okt. s.l.

Þegar er áætlað fyrir rekstrarleigu ljósritunarvélar í fjárhagsáætlun 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa kaupum á ljósritunarvél að fjárhæð kr. 99.900 m.vsk. til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

5.Æðaroddi - nýtt deiliskipulag

1004078

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 16. nóv. 2010, varðandi Æðarodda, nýtt deiliskipulag.
Fyrir liggur lagfærður uppdráttur hönnuðar í samræmi við ábendingar sem fram hafa komið á fundum nefndarinnar og eftir samráð við hagsmunaaðila á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 16. nóv. 2010, varðandi Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu. Umsagnafrestur vegna grenndakynningar var til 3. nóv. s.l.
Vísað er í fund nefndarinnar nr. 32 frá 4. okt. 2010, dagskrárlið 6. Athugasemdafrestur vegna grenndarkynningar rann út 3. nóv. s.l. en engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Bílastæði við Akrafjall

1011062

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 16 nóv. 2010, varðandi hugmyndir um gerð bílastæðis við rætur Akrafjalls.
Vegna tjóns sem bifreiðaeigendur hafa orðið fyrir af völdum búfjár og vegna vatnsverndarsjónarmiða leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við landeigendur um afgirt bílastæði í grennd við vatnsveitumannvirki við Akrafjall.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu að taka upp viðræður við þá landeigendur sem að málið snýr að.

8.Akurgerði 9 - deiliskipulagsbreyting

1011063

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 15. nóv. s.l. að leggja til við bæjarráð að breytingartillaga á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Akurgerði verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, fyrir eftirtöldum aðilum: Akurgerði 11, Laugarbraut 20, Heiðargerði 15 og 17.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Staðardagskrá 21

805157

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 15. nóvember endurskoðun og uppfærslu áætlunar Staðardagskrár 21.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði fimm manna vinnuhópur sem fái það hlutverk að leggja mat á stöðu Staðardagskrár 21 (umhverfisstefna Akraneskaupstaðar) og gera tillögur um endurskoðun stefnunnar. Nefndin leggur til að formaður vinnuhópsins sé jafnframt fulltrúi í umhverfisnefnd.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Tímatökubúnaður, beiðni um endurnýjun búnaðar.

1011070

Bréf Sundfélags Akraness, dags. 11. nóv. 2011, þar sem vakin er athygli á nauðsyn á að endurnýja snertur sem notaðar eru við tímatöku á sundmótum. Framkvæmdaráð samþykkti 16. nóv. s.l. að leggja til við bæjarstjórn að veitt verði fjárveiting að fjárhæð kr. 750.000 til kaupa á umræddum tækjum í fjárhagsáætlun ársins 2011.

Bæjarráð vísar til skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og óskar eftir frekari skýringum þar sem ekki er gert ráð fyrir beiðni þessari í skýrslunni.

11.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.

805035

Útboðslýsing, verklýsing ásamt tilboðsskrá og kostnaðaráætlun fyrir lokaáfanga á klæðningu íþróttahússins við Vesturgötu að utan, unnin af Almennu verkfræðistofunni hf. í okt. 2010. Framkvæmdaráð samþykkti 16. nóv. s.l. að óska eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa verkið til útboðs.

Bæjarráð samþykkir að heimila framkvæmdastofu að auglýsa verkið til útboðs. Ákvörðun um framkvæmd verður tekin við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.

12.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrar- og framkvæmdayfirlit framkvæmdastofu fyrir tímabailið janúar-október 2010. Skýrsla framkvæmdastjóra, dags. 15. nóv. 2010. Rekstrar- og framkvæmdaliðir eru í heild sinni innan samþykktra fjárheimilda að mati framkvæmdastjóra. Framkvæmdaráð samþykkir að senda bæjarráði ásamt aðalskrifstofu gögnin til frekari úrvinnslu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.Kattahald - breyting á samþykkt 2010.

1003134

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 16. nóv. s.l. að leggja til við bæjarstjórn breytingu á samþykktum um kattahald þannig að hætt verði við bann við lausagöngu katta í bæjarfélaginu, en skv. nýrri samþykkt um kattahald sem taka á gildi um næstu áramót er kveðið á um bann við lausagöngu katta. Framkvæmdastjóra var falið að ganga frá málinu og leggja fyrir bæjarstjórn með tillögu að nýrri samþykkt. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Framkvæmdaráð samþykkti 16. nóv. s.l. að leggja til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir hundahald á Akranesi verði samþykkt með áorðnum breytingum. Meðf. er umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 17. nóv. 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Framkvæmdaráð samþykkti 16. nóv. s.l. drög að erindisbréfi fyrir dýraeftirlitsmann og drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og samþykkti að vísa málinu til umfjöllunar bæjarráðs og bæjarstjórnar með beiðni um heimild til ráðningar í starf dýraeftirlitsmanns.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16.Íbúaþing.

1011013

Kl. 16:00 - Viðræður við fulltrúa ALTA ehf., Björgu Ágústsdóttur, varðandi íbúaþing.

17.Málefni flóttafólks 2010

910118

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldustofu, dags. 6. nóv. 2010, þar sem hún gerir grein fyrir fjármálum verkefnisins ,,móttaka flóttafólks".

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18.Kosningar vegna stjórnlagaþings.

1010030

Kosning eins varamanns í yfirkjörstjórn í stað Guðmundar Þorgrímssonar (V).

Tilnefnd var sem varamaður í yfirkjörstjórn: Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir (V)

19.Skipulags- og umhverfisnefnd - 35

1011007

Fundargerð 35. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 15. nóv. 2010.

Bæjarráð samþykkir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliður lagðir fram.

20.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

Fundargerð 8. fundar starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 3. nóv. 2010.

Lögð fram.

21.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010

1010037

Bréf sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, dags. 11. nóv. 2010, þar sem tilkynnt er að bréf Akraneskaupstaðar, dags. 13. okt. 2010, varðandi gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010, hafi verið lagt fram.

Lagt fram.

22.Viðmiðunarreglur um afmælisgjafir eða kveðjur

1011075

Eftirfarandi tillaga að breytingu á viðmiðunarfjárhæðum í reglum Akraneskaupstaðar er gerð um afmælisgjafir eða kveðjur vegna starfsmanna kaupstaðarins:

,,Afmælisgjafir og kveðjur.

Meginregla Akraneskaupstaðar og stofnana hans er að senda ekki gjafir til starfsmanna sinna á afmælum eða hátíðum. Heimilt er þó að senda kveðju á áratugaafmælum starfsmanna og skal kostnaður af slíkum kveðjum alla jafna ekki vera umfram kr. 8.000.

Árlega er stofnunum heimilt að ráðstafa allt að kr. 2.500 á hvern starfsmann í sameiginlega máltíð eða starfsmannahóf t.d. jólamáltíð."

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.Gagnaver á Akranesi

1011074

Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, dags. 12. nóv. 2010, þar sem bæjarstjórn Akraness lýsir yfir vilja til að veita Tölvuþjónustunni SecurStore ehf (THS), eða félagi sem THS stofnar, í þeim tilgangi að reka gagnaver á Akranesi, stuðning við að koma upp gagnaveri á Akranesi og til að byggja upp þjónustu við slíka starfsemi og leggja sitt af mörkum til að gera slíkan rekstur samkeppnishæfan. Sá stuðningur skal vera í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 99/2010. Viljayfirlýsingin nær einungis til atriða og ívilnana sem falla undir lög nr. 99/201 um ívlinanir og vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa viljayfirlýsingunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

24.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 11. nóv. 2010, þar sem óskað er fjárveitingar að fjárhæð 150 þús.kr. til endurnýjunar tölvu deildarstjóra æskulýðs- og forvarnarmála.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

25.FVA - Tækjakaup fyrir málmiðnadeild 2011

1011073

Bréf Fjölbrautaskóla Vesturlands, dags. 11. nóv. 2010, þar sem óskað er stuðnings Akraneskaupstaðar til tækjakaupa fyrir málmiðnaðadeild skólans árið 2011.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

26.Uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta á árinu 2009

1011072

Bréf samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 9. nóv. 2010, varðandi uppgjör framlaga vegna húsaleigubóta 2009.

Lagt fram.

27.Kútter Sigurfari

903133

Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 8. nóv. 2010, þar sem óskað er afstöðu bæjarstjórnar til málefna kútter Sigurfara og hún verði skýrð með vísan til þeirra hugmynda sem lagðar voru til grundvallar í bréfi ráðuneytisins til Akraneskaupstaðar 4. júní s.l.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

28.Svöfusalur - fjarfundabúnaður

1011071

Bréf bæjarbókavarðar, dags. 14. nóv. 2010, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að endurnýja fjarfundabúnað í Svöfusal, þar sem eldri búnaður frá árinu 2004 er ónýtur. Lagt er til að keyptur verði búnaður samkvæmt tilboði Nýherja samtals að fjárhæð kr. 667.056 (með fyrirvara um breytingar á gengi).

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

29.Menningarráð Vesturlands - starfsemi

1009027

Kl. 16:30 - Viðræður við menningarfulltrúa og formann stjórnar Menningarráðs Vesturlands.

Til viðræðna mættu Elísabet Haraldsdóttir og Jón Pálmi Pálsson.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00