Fara í efni  

Bæjarráð

3066. fundur 04. mars 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Endurgreiðsla á vsk. vegna kaupa á slökkvibíl og búnaði 2009 og frestunar.

1002239

Lagt fram til upplýsingar.


Lagt fram.

2.Fab Lab starfshópur - fundargerðir 2010

1002032

Fundargerðir frá 15. og 17. febrúar 2010 lagðar fram.


Lagðar fram.

3.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur númer 121 og 122 frá 12. og 15. febrúar 2010.

Lagðar fram.

4.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

72. fundargerð Faxaflóahafa frá 19. febrúar 2010.

Lögð fram.

5.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir 2010.

1001149

5. fundargerð Atvinnuátaksnefndar frá 25. febrúar 2010.

Lögð fram.

6.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf. 2010.

1002231

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn á Hótel Hamri, föstudaginn 12. mars 2010 og hefst hann kl. 13:30.


Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sitja aðalfundinn.

7.Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010.

1002169

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita og ganga frá kjörskránni.

8.Badmintonfélag Akraness - Frítt í sund.

1003024

Bréf framkvæmdaráðs dags. 4. mars 2010 þar sem lagt er til við bæjarráð að veittur verði 50 þúsund kr. styrkur vegna aðgangseyris í sundlaug fyrir þátttakendur á aldrinum 14-19 ára sem sækja munu Íslandsmót í badminton á Akranesi.



Bæjarráð samþykkir að veita kr. 50 þús. styrk.

9.Ferðamálauppbygging - ráðgjöf

1002245

Bréf Kjartans Lárussonar dags. í febrúar 2010 þar sem boðin er aðstoð í ferðamálauppbyggingu.



Visað til starfshóps um ferðamál.

10.Hita- og loftræstikerfi - skýrsla um skoðun á 35 byggingum á landsvísu.

1003005

Bréf Lagnafélags Íslands dags. 24. febrúar 2010 ásamt skýrslu.

Lagt fram.

11.Útvarpsþáttur um atvinnuleit

1002240

Tölvupóstur Sveinbjörns Fjölnis Péturssonar dags. 19. febrúar 2010 þar sem óskað er eftir styrk vegna nýs útvarpsþáttar um atvinnuleit.



Bæjarráð fjallaði um málið og getur ekki orðið við erindinu.

12.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Tölvupóstur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 22.2.2010.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 1850 þús. vegna umræddra breytinga við Þjóðbraut 1. vegna bílastæðis og aðrein að því. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og samþykktar bæjarstjórnar.

13.Samstarfssamningur um íþrótta- og æskulýðsmál - drög að samningi milli Akraness og Borgarbyggðar.

1001024

Tölvupóstur framkvæmdastjórnar ÍA dags. 26. febrúar 2010.



Bæjarráð vísar umsögnum um samninginn til Framkvæmdaráðs.

14.Strætisvagn Akraness

908106

Þorvaldur Vestmann og fulltrúar frá Reyni Jóhannssyni mættu á fundinn.




Framkvæmdastjóra SKipulags- og umhverfisstofu falið að vinna áfram að málinu.

15.Framlög jöfnunarsjóðs vegna jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

1002244

Yfirlit yfir áætluð framlög vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti 2010.

Lagt fram.

16.Afskriftir - tillaga

1003002

Bréf fjármálastjóra dags. 1.mars 2010 ásamt fylgigögnum merkt trúnaðarmál, lögð fram á fundinum.

Bæjarráð staðfestir afskriftirnar.

17.Búnaðarkaup í bókasafn og skjalasafn

1003003

Bréf Halldóru Jónsdóttur bæjarbókavarðar dags. 1. mars 2010, þar sem hún óskar eftir að fá kr. 500.000.- til búnaðarkaupa í bóka- og skjalasafn.



Bæjarráð getur ekki fallist á erindið. Síðari hluta erindis er frestað þar til tekin er ákvörðun um endurnýjun tölvubúnaðar fleiri stofnana Aklraneskaupstaðar og tilboð liggja fyrir að lokinni verðkönnun og umfangi verkefnisins.

18.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Bréf Landslaga dags. 16. febrúar 2010 (ranglega dags. 16. janúar)um eignarnám á hluta úr lóðum nr. 67,93,97,101 og 103 við Vesturgötu.
Athugasemdir vegna lóðamála við Krókalón,frá Elíasi Kristinssyni og Ingibjörgu Viggósdóttur eigendum lóðar við Vestugötu 103, dags. 22.2.2010, frá Kára Haraldssyni og Sigurlaugu Njarðardóttur eigendum lóðar við Vesturgötu 97, dags. 24.2.2010, frá Páli Jónssyni og Jónu Á. Adolfsdóttur eigendum lóðar við Vesturgötu 93, ódags. en móttekið 1.3.2010.






Með vísan til fyrirliggjandi umsagna Skipulagsstofnunar frá 10. febrúar 2010, umsagnar Landslaga lögfræðistofu, dags. 4. mars 2010, og fyrirliggjandi deiliskipulags af Krókatúni - Vesturgötu er samþykkt að taka eignarnámi landspildur af lóðunum nr. 67, 93, 97, 101 og 103 við Vestugötu á Akranesi vegna framkvæmda við fráveitulögn og lagningu göngustígs aftan við húsin, skv. 2. mgr. 33 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997. Um stærð og afmörkun spildnanna vísast til deiliskipulags og fyrirliggjandi nánari afmörkunar á mæliblöðum af lóðunum.

19.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010

1003012

Yfirlit bæjarstjóra um rekstrarstöðu Akraneskaupstaðar 31.12.2009.



Lagt fram.

20.Skipulags- og umhverfisstofa - rekstrarstaða

910013

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 26. febrúar 2010 vegna rekstrarstöðu 31. desember 2009.

Lagt fram.

21.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009

908018

Bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs umfjöllun vegna tilmæla framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og samþykkt framkvæmdaráðs um breytingar á fjárhagsáætlun sem samþykktar eru af bæjarstjórn, verði settar mánaðarlega inn í gagnagrunn kaupstaðarins þannig að forstöðumenn og bæjaryfirvöld geti á hverjum tíma séð hver samþykkt fjárhagsáætlun er.



Bæjarráð samþykkir að sett verði upp uppgjörsform þar sem mánaðarlega er gerð grein fyrir fjárreiðustöðu hvers málaflokks fyrir sig eins og hún breytist á milli mánaða í hverri stofu fyrir sig.


22.Frestir lóðarhafa til framkvæmda.

912090

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 28.12.2009 og athugasemdir fjármálastjóra ásamt tillögum að umsóknareyðublöðum lagðar fram.



Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar.

23.Ferðaþjónusta á Akranesi og nágrenni.

1001141

Bréf sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 10. febrúar 2010 og bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 23. febrúar s.l. þar sem gerð er grein fyrir erindisbréfi og eftirfarandi tillögu stjórnar Akranesstofu um skipan í starfshóp um ferðamál: Reynir Georgsson formaður, Þórdís Arthúrsdóttir, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.



Lagt fram. Starfshópurinn hefur ekki heimild til ráðstöfunar fjármuna af hálfu Akraneskaupstaðar.

24.Hugmyndasjóður - nýsköpunarhugmyndir

1002246

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 24. febrúar 2010 um tillögu að Hugmyndasjóði. Stjórn Akranesstofu samþykkti tillögu verkefnastjóra og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.



Bæjarráð staðfestir hugmyndir verkefnastjóra Akranesstofu um að koma fyrir hugmyndabanka á upplýsingavef Akraneskaupstaðar. Kostnaði vísað til reksturs Akranesstofu. Bæjarráð leggur til að í stað sérstakrar hugmyndasjóðsstjórnar verði hugmyndum vísað til verkefnishópa sem þegar starfa.

25.Kútter Sigurfari - átaksverkefni ofl.

903133

Tölvupóstur Eiríks Þorlákssonar, Tómasar Guðmundssonar og Þorgeirs Jósefssonar um málið lagður fram.




Viðræður hafa verið um hugsanlegar breytingar á samningi við Menntamálaráðuneytið um Kútter Sigurfara. M.a. hefur komið fram sú hugmynd að kaupa annan kútter. Menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum. Bæjarráð staðfestir eftirfarandi:




· Akraneskaupstaður lítur þannig á að skuldbinding menntamálaráðuneytisins miðist eingöngu við umsamið framlag upp á 60 mkr.


· Akraneskaupstaður mun ábyrgjast greiðslu á kaupverði annars kútters sem er umfram 60 milljónir kr.


· Akraneskaupstaður mun sjá um að fá aðila til að reka kútterinn.



Bæjarráð tekur fram að samþykki bæjarstjórnar þarf til kaupa á öðrum kútter.


26.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Tómas Guðmundsson verkefnastjóri og Þorgeir Jósefsson formaður stjórnar Akranesstofu mæta á fundinn.







Formaður Akranesstofu og verkefnastjóri gerðu grein fyrir stöðu mála.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00