Fara í efni  

Bæjarráð

3171. fundur 08. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:05 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Sigurðsson Varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skaginn hf. - atvinnuuppbygging

1210196

Bréf Skagans hf. dags. 24. október 2012 þar sem óskað er eftir að gert verði samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Skagans um álagningu gatnagerðargjalds vegna byggingar verkstæðishúss.

Gunnar Sigurðsson sat fundinn við umfjöllun þessa liðar í stað Einars Brandssonar sem vék af fundi með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Málið rætt, bæjarritara falið að afla frekari gagna og leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.

2.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Fjárhagsáætlun A og B hluta Akraneskaupstaðar ásamt tillögum bæjarráðs sem fylgir fjárhgasáætlun.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni og tillögum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2014-2016

1201106

Fjárhagsáætlun A og B hluta Akraneskaupstaðar til þriggja ára, 2013 - 2015.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Álagning gjalda 2013.

1210191

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars-, fasteigna- og þjónustugjalda á árinu 2013.
Um óbreytt gjöld er að ræða að undanteknum 4,5% hækkun sorptunnu- og sorpeyðingargjöldum.

Álagt útsvar 2013 verði 14,48% vegna launa ársins 2012.
Fasteignaskattur verði eftirfarandi á árinu 2013:
0,3611 % af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,65% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 15.625.- fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur og sorpeyðingargjald verði kr. 13.325.- Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og innheimt með fasteignagjöldum.
Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2013 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2013, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

5.Gjaldskrár Akraneskaupstaðar 2013

1211034

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu vegna breytinga á almennum gjaldskrám Akraneskaupstaðar fyrir árið 2013.

Almennar þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki um 4,5% þann 1. janúar 2013, en dvalargjöld í leikskólum og skóladagvist hækki um 7,5% þann 1. janúar 2013 og 3,0% þann 1. júlí 2013.

6.Höfði - fjárhagsáætlun 2013

1210117

Fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2013.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

7.Höfði - fjárhagsáætlun til þriggja ára, 2014 - 2016.

1210123

Fjárhagsáætlun Höfða til þriggja ára 2014 - 2016.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

8.Laun forstöðuþroskaþjálfa

1203090

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra og framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 20. september 2012.

Bæjarráð samþykkir að greidd verði sérstök þóknun ofan á laun stjórnenda sbr ákvæði kjarasamnings sem nemur 15%. Á meðan sami forstöðumaður gegnir störfum forstöðumanns beggja sambýlanna verði greitt 25% álag.

Einar óskar bókað að hann sé andvígur þessari ákvörðun.

9.Krókatún 1 - veðleyfi

1210199

Beiðni Sigurpáls Helga Torfasonar um veðleyfi vegna Krókatúns 1. Óskað er veðleyfis að fjárhæð kr. 4.326.351.- sem fari á 2. veðrétt Krókatúns 1, en Akraneskaupstaður er þinglýstur eigandi hússins, þar sem afsal hefur ekki verið gefið út vegna sölu eignarinnar.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarritara að ganga frá málinu.

10.Starfslok bæjarstjóra

1211063

Samkomulag um starfslok bæjarstjóra dags. 7. nóvember 2012.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari annist daglegar starfsskyldur bæjarstjóra Akraneskaupstaðar þar til annað verður ákveðið.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00