Fara í efni  

Bæjarráð

3087. fundur 09. september 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Akranesstofa - rekstraryfirlit 2010

1006124

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 8. sept. 2010, varðandi rekstraryfirlit Akranesstofu og kostnað vegna hátíðarhalda og viðburða.
Viðræður við formann stjórnar Akranesstofu og verkefnastjóra kl. 16:00.

Til viðræðna mættu Gunnhildur Björnsdóttir, formaður stjórnar Akranesstofu og Tómas Guðmundsson verkefnastjóri.

2.Listaverkasafn Akraneskaupstaðar

1009011

Bréf stjórnar Akranesstofu,dags. 8. sept. 2010, varðandi skráningu á listaverkasafni Akraneskaupstaðar.

Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri, gerði grein fyrir verkefninu.

3.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Endurskoðun fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar og stofnana eftir sex mánuði. Viðræður við fjármálastjóra kl. 16:30.

Til viðræðna mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri og gerði hann grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Bréf fjölskylduráðs, dags. 8. sept. 2010,varðandi tillögur að breytingum á fjárhagsáætlun 2010 og minnisblað framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 6. sept. 2010, varðandi fjármál Þorpsins.
Fjölskylduráð samþykkti 7. sept. s.l. tillögur verkefnisstjóra og deildarstjóra Þorpsins um fjárveitingu, samtals kr. 910.000 og vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og vísar því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

5.Fjárhagur stofnana fjölskyldustofu 2010

1003153

Bréf fjölskylduráðs, dags. 8. sept. 2010, varðandi fjárhag stofnana sem heyra undir Fjölskyldustofu, tímabilið janúar - júlí 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skoðunar við þriðju endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.

6.Bæjarlistamenn - úthlutun starfsstyrks.

911015

Reglur Akraneskaupstaðar varðandi starfsstyrk bæjarlistamanns. Reglurnar voru samþykktar á fundi bæjarráðs 12. nóv. 2009, en hafa ekki hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Grundaskóli - búnaðarkaup

1008042

Bréf skólastjóra Grundaskóla, dags. 8. sept. 2010,þar sem óskað er fjárveitingar að fjárhæð 750 þús.kr. vegna kaupa á tölvuskjáum.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

8.Orkuveita Reykjavíkur

1008082

Afrit bréfs formanns eigendanefndar OR varðandi ákvæði raforkulaga um aðskilnað samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækja - Beiðni um frestun framkvæmdar 2.-4. málsliðar 1. mgr. 14. gr. laga nr. 65/2003.

Lagt fram.

9.Dvalarheimilið Höfði - fjármögnun byggingar hjúkrunarrýma

1009005

Bréf stjórnar Dvalarheimilisins Höfða, dags. 1. sept. 2010, varðandi samþykkt stjórnar um að fara þess á leit við eignaraðila heimilisins að þeir komi að fjármögnun vegna byggingar tíu hjúkrunarrýma til að fækka fjölbýlum á heimilinu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að boða formann stjórnar og framkvæmdastjóra til frekari viðræðna.

10.Vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum

1009019

Bréf Vinnueftirlitsins, dags. 2. sept. 2010, varðandi vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

11.FEBAN - bókband - styrkbeiðni

1009026

Bréf Kristjönu Emilíu Guðmundsdóttur bókbindara, dags. 6. sept. 2010, varðandi greiðslu húsleigu vegna bókbands í félagsstarfi eldri borgara á Akranesi og nágrenni.

Bæjarstjóra falið að ræða nánar við bréfritara um málið.

12.Hvalalíf ehf. - rekstrarleyfi fyrir Andreu AK2787

1009033

Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.

13.Fab Lab - tilraunastofa

1001073

Bréf Eydísar Aðalbjörnsdóttur í tölvupósti, dags. 7. sept. 2010, þar sem hún óskar lausnar frá störfum sem formaður verkefnisstjórnar.

Bæjarráð þakkar Eydísi fyrir störf hennar í verkefnisstjórn Fab Lab.

Tilnefningu í stjórn frestað til næsta fundar bæjarráðs.

14.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010

1007109

Drög að dagskrá 1109. fundar bæjarstjórnar 14. sept. 2010.

Lögð fram.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2010

1007007

Fundargerð 776. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2010.

Lögð fram.

16.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

Fundargerð 30. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 6. sept. 2010.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að byggingarhluti fundargerðarinnar verði samþykktur. Aðrir töluliðir eru lagðir fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00