Fara í efni  

Bæjarráð

3026. fundur 08. janúar 2009 kl. 16:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Erindisbréf Akranesstofu.

901022

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2.Sameining heilbrigðisstofnana

901043

Bréf heilbrigðisráðuneytisins, dags. 7.1.2009. Umtalsverðar breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar eru fyrirhugaðar á næstunni. Skipulagsbreytingarnar byggjast á vinnu sem farið hefur fram á vegum heilbrigðisráðuneytisins undanfarna mánuði eða frá því ný lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi haustið 2007.

Lagt fram.

3.Stjórnskipulagsbreytingar

810133

Bréf bæjarritara, dags. 22.12.2008, þar sem tilkynnt er að bæjarstjórn samþykkti að vísa minnisblaði bæjarstjóra um stjórnskipulagsbreytingar til frekari umfjöllunar í bæjarráði.


Vísað til bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.

4.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

901015



Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Erindisbréf bæjarráðs.

901016

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Erindisbréf fjölskylduráðs.

901017

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Erindisbréf framkvæmdaráðs.

901018

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Erindisbréf barnaverndarnefndar.

901020

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar.

901021

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Styrkbeiðni Klúbbsins Geysis

812059

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Starfsemi Fjölskyldustofu.

901026

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Starfsemi Skipulags- og umhverfisstofu.

901027


Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.


13.Starfsemi Framkvæmdastofu.

901028


Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.Starfsemi Aðalskrifstofu.

901029


Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2008.

810065

Fyrir fundinum liggur fundargerð 69. fundar nefndarinnar frá 22. des. 2008.



Byggingarhluti fundargerðarinnar staðfestur. Aðrir töluliðir lagðir fram.

16.Fundargerðir stýrihóps um stjórnskipulag.

810077

Fyrir fundinum liggur fundargerð 41. fundar frá 22.12.2008.





Lagt fram. Vísað er til afgreiðslu á leiðréttingum á bæjarmálasamþykkt sem er sér töluliður í fundargerðinni.



17.Fundargerðir stýrihóps um tölvumál 2008.

812153

Fyrir fundinum liggur fundargerð 16. fundar stýrihópsins frá 19.12.2008.



Lögð fram.

18.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Drög að dagskrá 1065. fundar bæjarstjórnar.

Lagt fram.

19.Slaga. Beiðni um viðbótarland.

812147

Bréf Skógræktarfélags Akraness, dags. 18.12.2008, þar sem ítrekað er erindi frá maí 2007 um sama efni.





Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.

20.Útleiga á húsnæði Akraneskaupstaðar.

901034

Svarbréf Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar, dags. 30.12.2008, við bréfi bæjarstjóra, dags. 1.10.2008, um útleigu húsnæðis.






Í samræmi við erindi um útleigu á húsnæði Akraneskaupstaðar felur bæjarráð Framkvæmdastofu að annast framkvæmd málsins.

21.Tölvumál Akraneskaupstaðar

812146

Lokaskýrsla stýrihóps um tölvumál sem skipaður var þann 10. apríl 2008 til að leiða sameiningu tölvukerfa og áframhaldandi þróun á upplýsingatæknilegu umhverfi Akraneskaupstaðar, dags. 19. des. 2008.







Bæjarráð þakkar stýrihópi um tölvumál fyrir góða vinnu og skýrslu um verkefnið.


Bæjarráð gerir tillögu í samræmi við hugmynd stýrihópsins um að skipað verði notendaráð sem fylgir málefninu eftir.


Notendaráðið verði skipað eftirtöldum aðilum:


Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu,


Sigmundur Ámundason, deildarstjóri bókhaldsdeildar,


Ragnheiður Þórðardóttir, deildarstjóri þjónustudeildar.

22.Fjárhagsáætlun 2009.

812053

Bréf samgönguráðuneytis, dags. 22.12.2008, þar sem tilkynnt er að ráðuneytið veiti bæjarstjórn Akraneskaupstaðar frest til loka janúar 2009 á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009, enda liggi formleg ákvörðun í sveitarstjórn eða byggðaráði fyrir þar að lútandi.





Lagt fram.

23.Fjárhagsáætlun 2009 - minnisblað frá hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

901032



Lagt fram.

24.Tilfærsla á fjármagni.

901030

Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis, dags. 15.12.2008, varðandi umsókn um tilfærslu á fjármagni sbr. erindi Akraneskaupstaðar dags. 8.12.2008.




Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um framlag til Framkvæmdasjóðs aldraðra að nýju vegna húsnæðis fyrir félagsstarf aldraðra að Dvalarheimilinu Höfða.

25.Fjallskilareglugerð.

901035

Erindi byggðaráðs Borgarbyggðar í tölvupósti, dags. 31.12.2008 þar sem fram kemur hugmynd um að Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstaður geri eina sameiginlega fjallskilareglugerð sem nái yfir öll sveitarfélögin.




Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að gera í samráði við bréfritara tillögu að nýrri reglugerð fyrir fjallskil í samráði við nágrannasveitarfélögin eins og gert er ráð fyrir í erindinu.

26.Sameining Akraness og Borgarbyggðar.

901033

Bréf Ágústs Einarssonar, rektors í Bifröst, í tölvupósti dags. 22.12.2008, þar sem sveitarstjórnir Akraness og Borgarbyggðar eru hvattar til þess að taka til umræðu hugmynd um sameiningu Akraness og Borgarness.





Bæjarráð þakkar bréfritara erindið. Akraneskaupstaður er reiðubúinn til viðræðna um sameiningarmál þegar og ef óskað verður eftir viðræðum.



27.Hækkun hámarksútsvars í 13.28%.

901010

Bréf samgönguráðuneytis, dags. 17.12.2008.




Lagt fram. Bæjarstjórn Akraness hefur þegar ákvarðað um hámarksútsvar.

28.Leynislækur, byggingarsvæði

805001

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að grænt svæði milli Leynisbrautar og Víðigrundar verði deiliskipulagt sem útivistarsvæði í samræmi við aðalskipulag. Nefndin telur ekki þörf á að taka svæðið undir íbúabyggð enda er nú nægt framboð lóða fyrir sérbýlishús í 2. áfanga Skógahverfis.












Lagt fram. Bæjarráð sér ekki ástæðu til að taka endanlega afstöðu í málinu sem stendur.


Rún óskaði bókað að hún sé sammála niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar um grænt svæði.

29.Strætómál.

812038

Bréf Sigríðar Indriðadóttur og Hjartar Hróðmarssonar, dags. 30.12.2008.








Bæjarráð þakka bréfriturum erindið.


Vegna framkominna ábendinga að undanförnu eru samningsaðilar að taka málið til skoðunar. Bæjarstjóri upplýsti að stefnt sé að því að ferðir verði færðar í fyrra horf og þjónusta við íbúa á Akranesi verði eins góð og kostur er. Hagsmuna íbúa Akraness hefur verið gætt. Þess má geta að Akraneskaupstaður greiðir 30 milljónir króna til Strætó á ársgrundvelli.



Rún óskaði bókað:


,,Í ljós hefur komið að hið nýja leiðakerfi er gallað og ekki lagað að þörfum íbúanna. Ekkert samráð var haft við notendur strætó varðandi breytingarnar. Mjög mikilvægt er að halda uppi góðum almenningssamgöngum á svæðinu og þjónustuna þarf að efla en ekki skerða."



Rún lagði jafnfram fram eftirfarandi tillögu:



,,Undirrituð leggur til að stofnuð verði nefnd þriggja til fimm bæjarfulltrúa, frá meirihluta og minnihluta sem endurskoði hinn nýja samning við Strætó bs. og ráðfæri sig við íbúa sem notað hafa strætó fram að þessu, t.d. með því að boða til opins fundar um málið og óska eftir tillögum að úrbótum".



Rún Halldórsdóttir (sign)



Gunnar lagði fram breytingartillögu þess efnis að þar sem fyrirliggjandi samningur rennur út í maí sé eðlilegt, að nefnd sú sem Rún leggur til, hefji störf sem fyrst til undirbúnings áframhaldandi samnings um almenningssamgöngur. Nefndin verði skipuð fimm aðilum sem kosnir verði af bæjarstjórn.



Breytingartillagan samþykkt.


30.Rekstrarstyrkur.

901011

Bréf Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir,dags. 4.12.2008, þar sem óskað er fjárstuðnings Akraneskaupstaðar.







Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

31.Styrkbeiðni Norræna félagsins.

901036

Beiðni um styrk vegna starfsársins 2009. Meðf. er starfsskýrsla stjórnar og ársreikningur félagsins frá síðasta aðalfundi sem haldinn var í maí 2008.



Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

32.Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum.

901031

Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 19.12.2008. Þess er farið á leit við sveitarfélög að nemendur framhaldskóla fái frítt í sund vikuna 19. - 26. janúar n.k. vegna verkefnisins ,,Íþróttavakning framhaldsskólanna".




Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

33.Rekstrarfyrirkomulag og skipulag safna.

901012

Bréf safnaráðs, dags. 15.12.2008, þar sem minnt er á eftirlit safnaráðs með söfnum sem hljóta ríkisstyrki.




Erindinu vísað til stjórnar Akranesstofu.

34.Haustfundur þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitastjórnum á Vesturlandi í Ólafsvík 21. okt. 2008.

811051

Bréf Sturlu Böðvarssonar, dags. 19.12.2008, þar sem hann sendir til fróðleiks svarbréf menntamálaráðherra við bréfi hans frá 5.11.2008 varðandi hugsanlega frestun gildistöku laga og reglugerða sem muni valda auknum kostnaði í rekstri sveitarfélaga, svo sem nýrra laga um leik- og grunnskóla.

Lagt fram.

35.Endurnýjaður orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls Helguvíkur ehf.

901040

Samningurinn byggir á fyrri samningi sömu aðila frá 7. júní 2007, sem staðfestur var af eigendum í þeim mánuði. Nauðsynlegt var að mati aðilanna að uppfæra samninginn í takti við breyttar aðstæður, en fyrirséð var að fyrri samningur félli úr gildi þ. 31. desember 2008 þar sem ýmsir fyrirvarar í honum yrðu ekki uppfylltir.
Óskað er eftir að bæjarstjórn Akraness samþykki samninginn fyrir sitt leyti.



Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.



Rún óskaði bókað:


,,Ég mótmæli því að svo mikil orka sé tekin frá fyrir álver. Þetta samrýmist ekki stefnu Vinstri Grænna í atvinnumálum sem byggir á aukinni fjölbreytni, umhverfisvænni tækni og nýsköpun og stuðningi við lítil og meðalstór fyrirtæki. Auk þess ætti söluverð orkunnar að vera opinbert."



Meirihluti bæjarráðs fagnar áformum um álver í Helguvík og allri uppbyggingu Norðuráls og samþykkir því samninginn fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00