Fara í efni  

Bæjarráð

3093. fundur 04. nóvember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Íbúaþing.

1011013

Tillaga að framkvæmd. Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu mætir á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið Alta um undirbúning og framkvæmd íbúaþings og felur bæjarstjóra framkvæmdina.

2.Rally á Akranesi

1011001

Erindi Jóns Þórs Jónssonar f.h. Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur (BÍKR) dags. 23. september s.l. þar sem óskað er eftir að fá að halda rall-keppni á Akranesi.Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu mætir til viðræðna á fundinn.

Meirihluti bæjarráðs getur ekki orðið við erindinu.

3.Skipun endurskoðunarnefndar LsA.

1011003

Bréf lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 28. okt. 2010 þar sem gerð er grein fyrir óbreyttri skipan í endurskoðunarnefnd: Andrés Ólafsson verði formaður, Sævar Freyr Þráinsson og Valdimar Þorvaldsson nefndarmenn.

Lagt fram.

4.Kartöflugarðar 2010

1003132

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 6. október 2010 þar sem gerð er grein fyrir samþykkt Framkvæmdaráðs á tillögu garðyrkjustjóra um flutning á kartöflugörðum bæjarins. Framkvæmdaráð óskar eftir aukafjárveitingu til að framkvæma nauðsynlegan undirbúning á árinu 2010.

Bæjarráð samþykkir að vísa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010, fjárveitingu að upphæð kr. 650.000,- til að framkvæma nauðsynlegan undirbúning vegna flutnings kartöflugarða.

5.Kosningar vegna stjórnlagaþings.

1010030

Breyting í undirkjörstjórn III:
Tilnefning V-lista í stað Bjarna Guðmundssonar sem aðalmanns í undirkjörstjórn III er Írena Rut Jónsdóttir.
Tilnefning B-lista í stað Stefáns Lárusar Pálssonar sem aðalmanns í undirkjörstjórn III er Valdimar Þorvaldsson.

Samþykkt.

6.Fab Lab - tilraunastofa

1001073

Bréf Guðmundar Reynis Georgssonar dags. 28. október 2010 þar sem hann segir upp starfi sínu hjá Fab Lab Akranesi.

Lagt fram. Bæjarráð þakkar Reyni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

7.Aukaframlög 2010 - Áætlun um úthlutun

1011002

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 29. október 2010 þar sem gerð er grein fyrir áætlun um úthlutun aukaframlags 2010.
Meðfylgjandi eru reglur um ráðstöfun 1.000 milljóna króna aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010.

Lagt fram.

8.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

Bréf starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja dags. 29. október 2010 þar sem óskað er eftir við bæjarráð að gerður verði framkvæmdasamningur við Keilufélag Akraness að upphæð kr. 6 milljónir til að leysa úr brýnni þörf félagsins.

Með vísan til skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akranesi samþykkir bæjarráð að vísa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010, fjárveitingu að upphæð kr. 6.000.000,- vegna framkvæmdasamnings við Keilufélag Akraness. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.

9.Blús/djasshátíð 2010 - styrkbeiðni.

1010023

Bréf Jóns Allanssonar f.h. Blús/djassfélags Akraness dags. 20. september 2010 þar sem óskað er eftir kr. 250.000,- styrk til að halda blús/djass hátíð á Akranesi við lok Vökudaga.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Saga Akraness - ritun.

906053

Erindi ritnefndar Akraness dags. 26. október s.l. þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við útgáfufyrirtækið Uppheima ehf. um útgáfu á fyrstu tveimur bindum af sögu Akraness.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að fá Jón Gunnlaugsson formann ritnefndar og söguritara á fund bæjarráðs.

11.FEBAN - bókband - styrkbeiðni

1009026

Umsögn Sveinborgar Kristjánsdóttur félagsmálastjóra dags. 30. október s.l. þar sem hún leggur til að bærinn verði við erindi Kristjönu Emilíu Guðmundsdóttur bókbindara um, að bærinn veiti kr. 70.000,- til greiðslu á aðstöðu fyrir kennslu í bókbandi fyrir félagsstarf aldraðra í KFUM og K húsinu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Kútter Sigurfari

903133

Stjórn Akranesstofu tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í bréfi framkvæmdanefndar um framtíð Kútters Sigurfara og ítrekar bókun sína frá fundi þann 5. maí 2009 þar sem samþykkt var af bæjarráði Akraness þann 7. maí 2009 um að fella möstur skipsins í öryggisskyni.

Bæjarráð felur forstöðumanni Byggðasafnsins að láta fella möstur kútters Sigurfara en vísar erindinu að öðru leiti til efnislegrar umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011.

13.Styrkbeiðni NFFA.

1010190

Minnisblað verkefnastjóra Akranesstofu ódags. varðandi styrkbeiðni NFFA sem tekin var fyrir á fundi bæjarráðs Akraness þann 28. október s.l.

Bæjarráð samþykkir að vísa til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010, fjárveitingu að upphæð kr. 100.000,-.

14.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Á fundi bæjarstjórnar 26. október s.l. var kosið í þriggja manna starfshóp vegna byggingaframkvæmda á Akranesi.
Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar
Þórður Þ. Þórðarson, fulltrúi atvinnulífsins og
Halldór Stefánsson, frá byggingaverktökum.

Halldór Stefánsson getur ekki tekið að sér að sitja í starfshópnum og gerir bæjarráð tillögu um að Teitur Stefánsson verði skipaður í hans stað í starfshópinn.

15.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

34. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 1. nóvember 2010 lögð fram.

Lögð fram.

16.Fundargerðir stjórnar Akranesstofu 2010

1006135

37. fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 2. nóvember 2010 lögð fram.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00