Fara í efni  

Bæjarráð

3028. fundur 05. febrúar 2009 kl. 16:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2008.

901113

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 17. janúar 2009, varðandi uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði á árinu 2008.

Lagt fram.

2.Stuðningur við atvinnulausa.

902067



Bæjarráð samþykkir að atvinnulausir Akurnesingar fái endurgjaldslaus bókasafnsskírteini í Bókasafni Akraness. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.


Verkefnastjóra Akranesstofu og bæjarbókaverði falin framkvæmd málsins.

3.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2009.

901171

Fyrir fundinum liggur fundargerð 760. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.01.2009.

Fundargerðin lögð fram.

4.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands 2009.

902019

Fyrir fundinum liggur fundargerð 29. fundar Menningarráðs Vesturlands frá 27.01.2009.

Fundargerðin lögð fram.

5.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggur fundargerð 1. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 02.02.2009.

Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðar nefndarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

6.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Drög að dagskrá 1069. fundar bæjarstjórnar 10. febrúar 2009.
Lagt fram.

7.Byggðaráðstefna í Borgarnesi 20. febrúar 2009.

902023

Byggðaráðstefna með yfirskriftina ?Íslensk byggðamál á krossgötum" verður haldin í Borgarnesi föstudaginn 20. feb. nk. og hefst hún kl. 10:00. Skráning er á samband.is


Bæjarráð felur bæjarstjóra að sitja ráðstefnuna og hvetur bæjarfulltrúa sem tök hafa á að sækja ráðstefnuna.

8.Kosning í ráð og nefndir

901080

Bréf Ragnhildar Ingu Aðalsteinsdóttur í tölvupósti dags. 19. janúar 2009, þar sem hún biðst undan kosningu varamanns í undirkjörstjórn 2.





Lagt fram.


Kolbrún S. Hreinsdóttir (D) tilnefnd í stað Ragnhildar.

9.Tilkynning vegna afleiðu- og gjaldeyrisviðskipta við Landsbanka Íslands hf.

902031



Bæjarráð felur fjármálastjóra að fylgja málinu eftir fyrir hönd kaupstaðarins og gera tillögur til bæjarráðs um frágang afleiðu- og og gjaldeyrisviðskiptasamninga Akraneskaupstaðar.

10.Styrkbeiðni - umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

901116

Bréf Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, dags. 21. janúar 2009, þar sem sótt er um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Verklag við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar

901124

Fjölskylduráð fól framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu á fundi sínum 28. janúar s.l. að kynna fyrirkomulag fyrir bæjarráði.


Til viðræðna mætti Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu og kynnti tillögur fjölskylduráðs að verklagi við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar.

12.Endurskoðun lögreglusamþykktar fyrir Akranes.

902020

Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 22.01.2009, varðandi endurskoðun lögreglusamþykktar.
Meðfylgjandi er afgr. bæjarráðs frá 6. des. 2007, tl. 7, varðandi erindi ráðuneytis frá 29. nóv. 2007.




Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að annast málið í samráði við lögregluyfirvöld.

13.Frágangur þjóðvega á Akranesi.

811084

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 8. janúar 2009, varðandi erindi Akraneskaupstaðar um frágang þjóðvega á Akranesi. Ráðuneytið er sammála áliti Vegagerðarinnar og er að mati þess, þar sem verið er að byggja upp nýjan þjóðveg í þéttbýli fyrir Akraneskaupstað að hans ósk, ekki eðlilegt að þar með eigi að byggja upp fyrri þjóðbraut í þéttbýli.




Bæjarráð hafnar niðurstöðum ráðuneytisins þar sem þær ganga þvert á yfirlýsingar samgönguráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og einnig orð hans frá samráðsfundi sveitarfélaga sem haldinn var í kjölfar bankakreppunnar. Þar sagði samgönguráðherra að gengið yrði frá öllum þjóðvegum í þéttbýli sómasamlega.

14.Strætómál.

812038

Minnisblað Landslaga lögræðistofu, dags. 22. janúar 2009, varðandi samning við Vegagerðina frá 2005 og samninga við Strætó bs. frá 2005 og 2008.TIF

Lagt fram.

15.Samstarf og samvinna sveitarfélaganna Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og skorradals

901118

Drög að samningi Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps varðandi samkomulag um samstarf og samvinnu sveitarfélaganna.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma breytingum á samningsdrögunum á framfæri við samstarfssveitarfélögin.

16.Brunavarnir - skoðun kostnaðar

901150

Tillaga frá bæjarstjórnarfundi 28. janúar 2009 þar sem samþykkt var að kostnaður við brunavarnir verði tekinn til sérstakrar skoðunar með það að markmiði að draga úr útgjöldum við málaflokkinn. Jafnframt að kannað verði hvort samstarf við önnur slökkvilið og samþætting við sjúkraflutninga geti skilað hagræðingu í rekstri og lækkun útgjalda.


Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að gera athugun á málinu og skila áliti til bæjarráðs um hugsanlegar aðgerðir til hagræðingar.

17.Laun bæjarfulltrúa - lækkun

901152

Tillaga frá bæjarstjórnarfundi 27. janúar 2009 um lækkun launa bæjarfulltrúa. Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til frekari umfjöllunar í bæjarráði.







Laun bæjarfulltrúa hafa nú þegar lækkað um 7,5% jafnhliða þingfarakaupi. Bæjarráð samþykkir jafnframt að lækka laun fyrir setu í ráðum úr 19,5% í 10,8%.


Þá samþykkir bæjarráð að fella niður akstursstyrki bæjarfulltrúa frá 1. maí 2009 til 31. desember 2009.


Greitt verður fyrir akstur samkvæmt útfylltri akstursdagbók hvers bæjarfulltrúa. Greiðsla símakostnaðar forseta bæjarstjórnar, formanna ráða og bæjarstjórnarmanna verður óbreytt.

18.Fjárhagsáætlun 2009

901179

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 04.02.2009, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð 53.1 milljónir kr. vegna framkvæmda sem fara yfir áramótin 2008/2009.



Bæjarráð samþykkir erindið. Niðurstaða ársreiknings Akraneskaupstaðar fyrir árið 2008 mun þar af leiðandi lækka sem upphæðinni nemur.

19.Fjárhagsáætlun 2009 - viðbótarliðir

902010

Bréf fjármálastjóra, dags. 2. febrúar 2009, varðandi upphæðir sem fallið hafa út við vinnslu fjárhagsáætlunar 2009. Um er að ræða 15 mkr. Óskað er staðfestingar bæjarráðs til samræmis við áður framlagðar forsendur. Þær verði síðan hluti af samþykktri fjárhagsáætlun ef bæjarráð samþykkir þær sem slíkar.





Bæjarráð staðfestir framkomnar ábendingar. Ekki er gerð tillaga til breytinga á fjárhagsáætlun þar sem umræddar fjárhæðir voru allar inni í áætlun ársins 2009.

20.Atvinnutengt nám - erindi til bæjarráðs

902008

Á undanförnum árum hefur verið þróað úrræði til stuðnings grunnskólagöngu nemenda á unglingastigi. Rekstrarstjóri vinnuskólans býst við mikilli aðsókn að vinnuskólanum á sumri komandi og því ekki líkur á að fjárheimildir skólans geti staðið undir launagreiðslum eins og verið hefur.




Til viðræðna mætti Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu. Bæjarráði er málið ljóst og samþykkir að taka málið til ítarlegrar skoðunar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00