Fara í efni  

Bæjarráð

3105. fundur 16. desember 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 8. des. 2010, varðandi tillögur vegna þriggja smáhýsa sem eru hugsuð sem þjónustuhús fyrir Langasand. Framkvæmdaráð samþykkti að beina því til bæjarstjórnar að hafist verði handa við skoðun skipulags við Langasand.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar bæjarstjórnar.

2.Íbúaþing.

1011013

Minnisblað ALTA, dags. 9. des. 2010, úrvinnsla í kjölfar íbúaþings 4. des. s.l.

Minnisblaðið lagt fram.

Bæjarráð færir öllum þeim, sem tóku þátt í íbúaþinginu og komu að undirbúningi þess, bestu þakkir.

Ábendingar, sem fram komu á þinginu, munu verða teknar til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum í tengslum við fjárhagsáætlunargerð ársins 2011, sem nú stendur yfir.

3.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

Tillaga um skipan samráðshóps um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Akranes.

Bæjarráð samþykkir skipan eftirtalinna aðila í samráðshópinn:

  • Guðmundur Þ. Valsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar
  • Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn
  • Hörður Helgason, skólameistari FVA
  • Magnea Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri umferðarfræðslu í Grundaskóla
  • Sigurður Þorsteinsson, tilnefndur af Framkvæmdastofu
  • Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri skipulags- og umhverfisstofu (verkefnisstjóri)
  • Einn fulltrúi leikskólanna á Akranesi (tilnefningu vantar)

4.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

Hugmyndir um upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

5.Bæjarlistamaður Akraness 2011

1012091

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 15. des. 2010, varðandi útnefningu bæjarlistamanns Akraness árið 2011.

Bæjarráð samþykkir tillögu stjórnar Akranesstofu.

6.Breiðin-menningarmiðstöð og náttúruperla

1012089

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 15. des. 2010, varðandi tillögur að uppbyggingu á Breiðinni, hugmyndir um lista- og menningarmiðstöð og umhverfisátak.

Lagt fram til kynningar.

7.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 15. des. 2010, varðandi tillögur að merkingum á Akranesi; hjóla- og göngustíga og upplýsingaskilti víða um bæinn. Stjórnin leggur til við bæjarráð að ráðist verði í verkefnið með hliðsjón af þeim tillögum sem kynntar hafa verið. Í verkefninu felst m.a. mat á umfangi merkinga, áfangaskipting þess og mat á kostnaði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

8.Ályktun Barnaheilla um velferð barna

1012084

Ályktun Barnaheilla - "Save the children á Íslandi" til ríkisstjórnar og sveitarfélaga, dags. 8. des. 2010.

Lagt fram.

9.FEBAN - Styrkbeiðni vegna ársins 2011

1012085

Bréf stjórnar félags eldri borgara Akranesi og nágrenni, dags. 9. des. 2010, þar sem óskað er áframhaldandi fjárveitingar til starfsemi félagsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.

10.Spölur - Arðgreiðslur v. rekstrarársins 1.10.2008 - 30.9.2009

1012086

Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar, dags. 10. des. 2010, þar sem tilkynnt er um arðgreiðslur vegna rekstrarársins 1. okt. 2008 til 30. sept. 2009.

Lagt fram.

11.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur

1009067

Drög að nýjum styrktar- og samstarfssamningi við Björgunarfélag Akraness.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningnum.

12.Kór Akraneskirkju - Styrkbeiðni

1012123

Bréf kórs Akraneskirkju, dags. 3. des. 2010, þar sem óskað er styrks í formi kaupa á nýútkomnum geisladiski kórsins.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að keyptir verði 100 geisladiskar til styrktar kórnum.

13.Orkuveita Reykjavíkur

1008082

Tilnefning eins fulltrúa frá Akraneskaupstað í samráðshóp eigenda og hagsmunaaðila Orkuveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð tilnefnir Jóhann Þórðarson, endurskoðanda, í samráðshópinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

14.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Fundargerð starfshóps um byggingaframkvæmdir á Akranesi frá 5. nóv. 2010.

Lögð fram.

15.Jólakort frá Akraneskaupstað

1012125

Bæjarráð samþykkir að í stað þess að senda jólakort frá Akraneskaupstað verði Akranesdeild RKÍ veittur styrkur að fjárhæð kr. 200.000.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00