Fara í efni  

Bæjarráð

3073. fundur 03. júní 2010 kl. 13:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.List - og handverksfélag Akraness og nágrennis

1002236

María Óskarsdóttir,Ingigerður Guðmundsdóttir, Þórir Guðmundsson, Sylvía O. Björgvinsdóttir og Bryndís Siemsen mættu á fundinn og gerðu grein fyrir starfsemi félagsins.

Bæjarráð samþykkir að veita félaginu kr. 300.000,- styrk. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Faxabraut - umferðaröryggi

1005104

Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu mætti á fundinn og kynnti tillögur að hraðalækkandi aðgerðum á Faxabraut.

Bæjarráð samþykkti að fela framkvæmdastjóra Sipulags- og umhverfisstofu að vinna áfram að lausn málsins í samvinnu við Vegagerðina.

3.Atvinnuátak fyrir 18 ára og eldri - nemar milli anna

1005004

Upplýsingar um umsækjendur og forgangsröðun lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfshópsins um fyrirkomulag og starfshætti vegna atvinnuátaksverkefnanna .Kostnaður getur numið allt að 15 millj. kr. og miðar bæjarráð við að framlag Vinnumálastofnunar sem nemur 4,2 millj. kr. skiptist á úthlutaðan starfafjölda. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og samþykktar bæjarstjórnar.

Bæjarstjóra falið að hafa samband við Vinnumálastofnun.

4.Atvinnuátak 2010.

1001149

Tillaga frá hópi um atvinnuátak þar sem gert er ráð fyrir að gera Kirkjubraut að einstefnugötu frá Akurgerði að Skólabraut.
Einnig lagt til að Guðrún Gísladóttir fái greitt fyrir fundasetu eftir kl. 16.00 á daginn.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur Skipulags- og umhverfisstofu að annast útfærsluna í samvinnu við hlutaðeigendi og Framkvæmdastofu að annast framkvæmdina.

Bæjarráð staðfestir að Guðrún fái greitt fyrir fundi sem haldnir eru eftir kl. 16.00.

5.Launamál

1005069

Andrés Ólafsson ítrekar að hann óski eftir að fá svar við bréfi sínu dags. 3.maí 2010.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem um tímabundna

launalækkun er að ræða hjá starfsmönnum.

6.Vallarsel - búnaðarkaup

1006001

Beiðni um aukafjárveitingu vegna kaupa á stólum að upphæð kr. 65.000,-

Bæjarráð samþykkir erindið, fjármögnun er vísað á búnaðarkaupasjóð.

7.Félagsþjónustan - búnaðarkaup

1006003

Beiðni um aukafjárveitingu að upphæð kr.500.000,- vegna kaupa á öryggisskáp fyrir félagsþjónustu.

Bæjarráð samþykkir erindið og fjármögnun er vísað á búnaðarkaupasjóð.

8.Hestamannafélagið Dreyri - stígagerð

1006004

Bréf Jóns Pálma Pálssonar framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 1.júní 2010 þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna stígagerðar frá gamla Þjóðvegi að Miðvogslæk við Þjóðveg 51 að upphæð kr. 763.000,-. Bæjarstjóri gerði grein fyrir erindinu.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð ítrekar samþykktir sínar um að tilefni fjárveitinga þurfa að vera samþykktar áður en framkvæmdir hefjast.

9.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Tölvupóstur Jóns Pálma Pálssonar framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu þar sem hann óskar eftir viðbótarfjármagni vegna kostnaður við lóð Dalbrautar 6 vegna breytinga á aðkomu lóðar við Þjóðbraut 1 að upphæð kr. 426.700,-

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Skagaver - erindi.

903119

Beiðni Lex lögmanna dags. 5. maí 2010 um dómkvaðningu yfirmatsmanna vegna Skagavers.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð áréttar að gögn berist til bæjarráðs um leið og þau berast lögfræðingi bæjarins. Bæjarstjóra falið að koma áréttingu á framfæri við lögmann.

11.Smiðjuvellir/Þjóðbraut - útkeyrsla á Þjóðbraut

1005105

Gerð er tillaga um að opna útkeyrslu frá Smiðjuvöllum við lóð nr.26 út á Þjóðbraut.

Bæjarráð felur Framkvæmdastofu framkvæmd verksins í samráði við Skipulags- og umhverfisstofu.

12.Jaðarsbakkalaug - viðbótaropnun

1002235

Gerð er tillaga um að hafa opið á 17. júní og um verslunarmannahelgina.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar verkefninu til Framkvæmdastofu.

13.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Bréf Framkvæmda- Skipulags- og umhverfisstofu dags. 27. maí 2010 vegna kostnaðarmats á framkvæmdum við að endurnýja hitaveitulögn sem liggur um núverandi kirkjugarð.
Einnig er óskað eftir fjárveitingu vegna dýptarmælinga í kirkjugarði að upphæð kr. 1.116.000,-

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu næsta bæjarráðs.

14.Afskriftir - tillaga (trúnaðarmál)

1003002

Tillaga fjármálastjóra og félagsmálastjóra dags. 6. maí 2010 um afskriftir.

Bæjarráð samþykkir afskriftir eins og þær liggja fyrir. En áréttar að herða þurfi aðhald vegna skuldasöfnunar einstakra aðila í samræmi við ábendingar í endurskoðunarskýrslu v/ ársreikninga 2009.

15.Fjármál (trúnaðarmál)

1005077

Bréf Birgis Sigurjónssonar dags. 20 maí 2010.

Lagt fram, ákvörðun vísað til næsta fundar bæjarráðs.

16.Elkem Ísland - umhverfisvöktunaráætlun.

1005102

Tölvupóstur Magnús Freys Ólafssonar öryggisstjóra dags. 20. maí 2010 þar sem hann óskar eftir tilnefningu í samráðshóp vegna umhverfisvöktunaráætlunar og álit á fundardagsetningu sem ákveðið hefur verið að muni verða 8. júní 2010.

Bæjarráð tilnefnir Þorvald Vestmann semfulltrúa Akraness í samráðshópinn.

17.Námsstyrkur Akraneskaupstaðar 2009-2010

1005093

Bréf Harðar Helgasonar skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 21. maí 2010 vegna úthlutunar námsstyrkja fyrir skólaárið 2009-1010.

Lagt fram.

18.Landsfundur félags bókasafns og upplýsingafræða - styrkur

1004101

Bréf Tómasar Guðmundssonar verkefnastjóra Akranesstofu dags. 19. maí 2010 þar sem lagt er til að bæjarráð verði við erindi bæjarbókavarðar.

Ákvörðun vísað til næsta fundar bæjarráðs.

19.Kalmansvík - smáhýsi

1003145

Bréf Tómasar Guðmundssonar verkefnastjóra Akranesstofu dags. 19. maí 2010. Stjórn Akranesstofu styður hugmyndir um uppbyggingu á smáhýsum á tjaldsvæðinu á vegum einkaaðila. Þar sem erindið hefur fjárhagslegar skuldbindingar í för með sér vísar stjórn Akranesstofu erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Ákvörðun vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Björn Guðmundsson vék af fundi á meðan fjallað var um málið.

20.Rokkland ehf - Akranesverkefni

1005058

Tölvupóstur Ólafs Páls Gunnarssonar dags. 10. maí 2010 þar sem óskað er eftir kr. 200.000,- vegna myndbandsgerðar á heimildarmynd af tónleikum sem fram fóru á Akranesi fyrir 20 árum.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarstjórnar.

21.Norræna félagið - styrkur vegna ungmennamóts

1005064

Bréf Helgu Gunnarsdóttur formanns Norræna félagsins á Akranesi dags. 19. maí 2010 þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna ferðar 4 nemenda úr 9. og 10. bekk til Tönder í Danmörku sem farin verður í september.

Ákvörðun vísað til næsta fundar bæjarráðs.

22.Villta vestrið - tónlistarhátíð

1006010

Bréf Sigurmons Hartamans Sigurðssonar mótt. 2. júní 2010 þar sem óskað er eftir styrk sem felst í láni á Tónbergi (salur Tónlistarskólans.)

Bæjarráð samþykkir styrkinn.

23.Heilbrigðisþjónusta

1005100

Bréf Guðjóns Brjánssonar forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags. 26. maí 2010 vegna samnings Akraneskaupstaðar við Vinnuvernd.

Lagt fram en bæjarstjóra falið að svara bréfinu, í samræmi við tilurð ákvörðunarinnar.

24.Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði

1005062

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 14. maí 2010 og heildaryfirlit á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga mánuðina janúar-mars 2010.

Lagt fram.

25.Tryggingargjald - endurgreiðsla á hækkuðu gjaldi

1003167

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 21. maí 2010 vegna athugasemda Akraneskaupstaðar á framlagi til sveitarfélagsins eftir hækkun tryggingagjalds.

Lagt fram.

26.Fötluð grunnskólabörn

1003039

Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 14. maí 2010 um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2010.

Lagt fram.

27.Samgönguáætlun - tillaga til þingsályktunar 2009-2012.

1005005

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 17. maí 2010 vegna þingsáætlunar um samgönguáætlun 2009-2012.

Lagt fram.

28.Ályktun til ríkisstjórnar Íslands

1004030

Svar Heilbrigðisráðuneytisins dags. 20 maí 2010 vegna ályktunar bæjarstjórnar Akraness.

Lagt fram.

29.Faxaflóahafnir sf-aðalfundarboð 2010

1005075

Bréf Faxaflóahafna dags. 23.5.2010 þar sem boðað er til aðalfundar Faxaflóahafna sf. Fundurinn verður haldinn í Sjóminjasafninu Grandagarði 8, Reykjavík 23. júní 2010 n.k.

Lagt fram

30.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Bæjarstjóri leggur til að fjárveiting vegna verkefnisins verði 5 millj. kr.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og afgreiðslu bæjarráðs.

31.Atvinnuátaksnefnd - fundargerðir 2010.

1001149

13. fundargerð atvinnuátaksnefndar frá 26. maí 2010.

Lögð fram.

32.Atvinnuátak fyrir 18 ára og eldri - nemar milli anna

1005004

4. fundargerð vegna atvinnuátaks - nema milli anna.

Lögð fram.

33.Fundargerðir OR - 2010

1002247

125. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. maí 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00