Fara í efni  

Bæjarráð

3204. fundur 14. nóvember 2013 kl. 16:00 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 33

1309020

Fundargerð frá 25. september 2013.
Lögð fram.

2.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

1311015

Erindi Mannvirkjastofnunar dags. 30. október 2013, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á skyldum byggingarfulltrúa til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir árið 2015.
Bæjarráð vísar málinu til frekari úrvinnslu hjá framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

3.Starf forstöðumanns í búsetuþjónustu - álit Umboðsmanns Alþingis - frh. af máli 1206076

1311036

Álit Umboðsmanns Alþingis dags. 5. nóvember 2013.
Lagt fram til kynningar.Framkvæmdastjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjölskyldusviðs falin úrvinnsla málsins.

4.Atvinnuráðstefna 2013

1311025

Stefnumótunarfundur um atvinnumál verður haldinn 30. nóvember 2013.
Tillaga bæjarstjóra dags. 13. nóvember 2013.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 1.000.000 vegna stefnumótunarfundar um atvinnumál sem haldinn verður 30. nóvember nk. Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 21-95-4980 önnur aðkeypt vinna.

5.Heilbrigðiseftirlit - fjárhagsáætlun 2014

1311049

Tillaga að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2014.
Lögð fram.Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falin úrvinnsla málsins.

6.Heilbrigðiseftirlit - upplýsingar um fráveitumál

1311050

Erindi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 7. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir upplýsingum um fráveitumál Akraneskaupstaðar.
Framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falin úrvinnsla málsins.

7.Smáraflöt 5 - skemmdir á íbúð - trúnaðarmál

1307117

Kostnaðargreining vegna skemmda á íbúð eftir útleigu dags. 6.8.2013.
Tillaga að yfirlýsingu vegna greiðslu/uppgjörs tjóns.
Bæjarráð samþykkir, án viðurkenningar á bótaskyldu Akraneskaupstaðar, á grundvelli sérstakra ástæðna, að greiða eiganda íbúðar Smáraflatar 5, íbúðar 201, 50% af áætluðu tjóni eða samtals kr. 654.775 vegna tjóns af völdum leigutaka.Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 21-95-4995 óviss útgjöld.

8.Starfsheitið leikskólasérkennari

1303022

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs dags. 11. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir leiðréttingu launa vegna starfsheitisins leikskólasérkennari. Samtals má áætla heildarkostnað um kr. 1.100.000,- sem skiptist á milli þriggja leikskóla.
Samþykkt.

9.Menningarmálanefnd - 9

1311006

Fundargerð frá 5. nóvember 2013.
Lögð fram.

10.Starfshópur vegna tekjutengingar afslátta af þjónustugjöldum - 2

1303016

Fundargerð frá 19. mars 2013.
Lögð fram.

11.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaður - sameining lífeyrissjóða.

1304114

Erindi Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar dags. 30. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir sameiningu fimm lokaðra lífeyrissjóða sveitarfélaga þann 30. júní 2013. Þar með lýkur störfum stjórnar.
Vakin er athygli á að ný stjórn LSS haldi ábyrgðaraðila þ.e. Akraneskaupstað, vel upplýstum með a.m.k. árlegum fundum, ásamt því að tengiliðir við LSS hafi þekkingu á málefnum LsA með hagsmuni bæjarins í huga.
Bæjarráð þakkar fráfarandi stjórn fyrir góð störf.

12.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 34

1310009

Fundargerð frá 9. október 2013.
Lögð fram.

13.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 35

1311002

Fundargerð frá 30. október 2013.
Lögð fram.

14.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - 36

1311008

Fundargerð frá 6. nóvember 2013.
Lögð fram.

15.Starfshópur um jafnréttisstefnu - 11

1310007

Fundargerð frá 9. október 2013.
Lögð fram.

16.Starfshópur um jafnréttisstefnu - 12

1310021

Fundargerð frá 23. október 2013.
Lögð fram.

17.Starfshópur um jafnréttisstefnu - 13

1311005

Fundargerð frá 6. nóvember 2013.
Lögð fram.

18.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna nr. 114. frá 8. nóvember 2013.
Lögð fram.

19.SSV - fundargerðir 2013

1303069

Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 11. nóvember 2013.
Lögð fram.

20.Fundargerðir 2013 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1301584

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 809 frá 25. október 2013.
Lögð fram.

21.Suðurgata 126 - lóðamál

1307074

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 11. september 2013, þar sem óskað er staðfestingar á sameiningu lóðanna við Suðurgötu 126 og 126a.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar.

22.Afskriftabeiðnir - trúnaðarmál

1309204

Afskriftarbeiðnir Sýslumannsins á Akranesi dags. 26. september 2013.
Tillaga fjármálastjóra um afskriftarbeiðnir dags. 10. nóvember 2013.
Greinargerð bæjarstjóra dags. 11. nóvember 2013.

23.Baugalundur 26 - byggingarleyfi - trúnaðarmál

1310076

Minnisblað Fjármálastjóra dags. 10. nóvember 2013.
Tillaga bæjarstjóra dags. 11. nóvember 2013.
Bæjarráð samþykkir með vísan til 12. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðar- og stofngjald fráveitu á Akranesi að veita lóðarhöfum, Ársæli Kristjánssyni og Ásdísi Kristjánsdóttur sérstakan greiðslufrest vegna eftirstöðva gatnagerðargjalda vegna fasteignar þeirra að Baugalundi 26, 300 Akranesi.

24.OR - eigendanefnd 2013

1306159

Lagt fram bréf formanns eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. október 2013, varðandi uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur, ásamt fylgigögnum.
Lagt fram.

25.Faxaflóahafnir - kosning löggilts endurskoðanda

1310089

Fundarboð Faxaflóahafna sf. um eigendafund, mánudaginn 18. nóvember n.k. kl. 9:00 í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að Sveinn Kristinsson fari með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

26.Eftirlitsnefnd sveitarfélaga - vegna fjármála 2012

1310203

Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 23. október 2013.
Svar Akraneskaupstaðar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 4. nóvember 2013.
Tölvupóstur Eiríks Benónýssonar f.h. Eftirlitsnefndar dags. 8. nóvember 2013.
Lagt fram.

27.Listaverkasafn Akraneskaupstaðar

1009011

Erindi Menningarmálanefndar dags. 8. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir að skipaður verði umsjónaraðili með listaverkasafni Akraneskaupstaðar.
Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falin úrvinnsla málsins.

28.Erindisbréf fyrir menningarmálanefnd

1304175

Erindi Menningarmálanefndar dags. 8. nóvember 2013, þar sem erindisbréfi Menningarmálanefndar er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.

29.Jöfnunarsjóður - framlög til nýbúafræðslu 2014

1310183

Erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 24. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir framlagi vegna nýbúafræðslu á árinu 2014.
Lagt fram.

30.Fjöliðjan - breytt skipulag frá 1. janúar 2014

1311003

Erindi fjölskylduráðs dags. 7. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir umfjöllun og staðfestingu bæjarráðs á skiptingu Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar á rekstri Fjöliðjunnar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirkomulagið og staðfestir ákvörðun fjölskylduráðs um skiptingu á rekstri Fjöliðjunnar milli Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar.Guðmundur Páll Jónsson víkur af fundi skv. 16. gr. reglna um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

31.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013

1301297

Rekstrarniðurstaða janúar - september og skýringar dags. 11. nóvember 2013.
Lögð fram til kynningar.

32.Tölvumál Brekkubæjarskóla

1310200

Erindi Foreldrafélags Brekkubæjarskóla dags. 23. október 2013, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til tölvukaupa fyrir skólann.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar í þá athugun sem stendur nú yfir varðandi tækjakost grunnskóla Akraneskaupstaðar. Fyrirhugað er fjárfesta í búnaði í samráði við fjölskylduráð og skólastjórnendur núna fyrir áramótin.

33.Mat á skólastarfi

1310102

Erindi formanns Skólastjórafélags Vesturlands dags. 8. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir áhyggjum félagsmanna á áhrifum mats á skólastarfi.
Lagt fram.

34.Stefnumót við Skagamenn - það sem elstu menn muna

1301249

Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótarfélags Íslands dags. 28. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir úthlutun til Akraneskaupstaðar að upphæð kr. 400.000,-vegna verkefnisins "Stefnumót við Skagamenn - það sem elstu menn muna"
Lagt fram.

35.FIMA - styrkbeiðni vegna ferðalaga.

1301201

Erindi Hjartar Hróðmarssonar f.h. Fimleikafélagsins, dags. 28. október 2013.
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 200.000,- í styrk. Fjárveitingin verði tekin af liðnum 21-95-4995 óviss útgjöld.Forsvarsmönnum Fimleikafélagsins bent á að sækja um styrkveitingu vegna ársins 2014 í styrkjapott sem auglýstur var á heimasíðu Akraneskaupstaðar 1. nóvember sl.

36.FIMA - húsnæðismál

1310193

Erindi Sigrúnar Guðnadóttur og Valgerðar Valsdóttur f.h. þjálfara Fimleikafélags Akraness, þar sem óskað er eftir aðstoð vegna húsnæðismála Fimleikafélagsins.
Bæjarráð hefur móttekið erindið og vísar málinu til frekari úrvinnslu framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

37.Menningarráð - styrkir 2014

1310214

Upplýsingar dags. 31. október 2013, um heimsóknir menningarfulltrúa frá Menningarráði Vesturlands vegna auglýsingar um menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki fyrir árið 2014.
Lagt fram til kynningar.

38.Styrkir 2014 - Kvennaathvarf

1310198

Styrkbeiðni Kvennaathvarfsins dags. í október 2013, óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár að upphæð kr. 300.000,-

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í tengslum við styrkjapott sem auglýstur var á heimasíðu Akraneskaupstaðar 1. nóvember sl.

39.Styrkir 2014 - Stígamót

1310198

Styrkbeiðni Stígamóta dags. 20. október 2013, óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir komandi ár.
Bæjarráð vísar erindinu í styrkjapott sem auglýstur var á heimasíðu Akraneskaupstaðar 1. nóvember sl.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00