Fara í efni  

Bæjarráð

3085. fundur 26. ágúst 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Viðræður við Þorvald Vestmann, framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu kl. 16:00.
Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 17. ágúst 2010, varðandi tjaldsvæðið í Kalmansvík. Deiliskipulagstillaga um nýtt tjaldsvæði við Kalmansvík var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur var til og með 20. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.
Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi bæjarráðs 19. ágúst 2010.
Þá var einnig lagt fram bréf íbúa við Esjubraut, dags. 24. ágúst 2010, varðandi kynningu á skipulaginu.

Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfisstofu lagði fram yfirlit yfir málsmeðferð á deiliskipulaginu.

Bæjarráð samþykkir að vísa skipulaginu til frekari skoðunar í skipulags- og umhverfisnefnd, varðandi nálægð fyrirhugaðs tjaldsvæðis við næstu íbúðabyggð.

Bæjarráð felur nefndinni jafnframt að taka til skoðunar skipulagningu svæðis undir frístundagarða.

2.Upplýsingamiðstöð ferðamanna

1008029

Viðræður við formann stjórnar Akranesstofu og verkefnastjóra kl. 16:30.
Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 16. ágúst 2010, þar sem stjórnin óskar eftir staðfestingu bæjarráðs á staðsetningu upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn á Akranesi á Safnasvæðinu. Einnig leggur stjórnin til að kannaðir verði möguleikar á því að efla upplýsingagjöf og aðra slíka þjónustu við gesti og ferðafólk á öðrum opinberum stöðum, þar sem ferðamenn eru tíðir gestir s.s. á tjaldsvæði bæjarins, í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, á bókasafni og í þjónustuveri bæjarins á Stillholti.
Afgreiðslu var frestað á fundi bæjarráðs 19. ágúst s.l.

Til viðræðna mættu Gunnhildur Björnsdóttir, formaður stjórnar Akranesstofu og Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Bæjarráð felur stjórninni að vinna frekar að málinu.

3.Aðalskrifstofa - rekstraryfirlit 2010

1006125

Rekstraryfirlit tímabilið 01.01.2010 - 31.07.2010.

Lagt fram.

4.Starfsemi á Skipulags- og umhverfisstofu

1008099

Starfsmannastefna Akraneskaupstaðar, 2. kafli - Starfsferill - gr. 2.3. Samkvæmt samþykktri starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar er kveðið á um að það sé meginstefna að forstöðumenn stofnana, deildarstjórar og sviðstjórar skulu láta af þeim störfum þegar þeir verða 65 ára nema bæjarstjórn samþykki annað.

Með hliðsjón af ofangreindri samþykkt samþykkir bæjarráð að fara þess á leit við framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, Þorvald Vestmann, að hann gegni starfi framkvæmdastjóra stofunnar áfram þar til bæjarstjórn hefur lokið endurskoðun á skipuriti bæjarins.

5.Bókasafn - kaup á hjólastól

1008078

Bréf Bókasafns Akraness, dags. 18. ágúst 2010, þar sem óskað er heimildar til kaupa á hjólastól fyrir hreyfihamlaða gesti safnsins. Kostnaður skv. tilboði er 99 þús.kr. m.vsk.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

6.Bókasafn Akraness - tölvubúnaður

1008096

Bréf Bókasafns Akraness, dags. 18. ágúst 2010, þar sem óskað er heimildar og aukafjárveitingar til búnaðarkaupa.

Bæjarráð felur deildarstjóra bókhaldsdeildar að láta leggja mat á núverandi tölvubúnað bókasafnsins og þörf fyrir endurnýjun. Erindinu frestað þar til það mat liggur fyrir.

7.Grundaskóli - búnaðarkaup

1008042

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 24. ágúst 2010, varðandi úttekt á tölvubúnaði í Grundaskóla. Áætlaður kostnaður við endurnýjun tölvubúnaðar er kr. 3.395.000.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

8.Sorphirða

903109

Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, dags. 19. ágúst 2010, þar sem tilkynnt er um samþykkt sveitarstjórnar á verksamningi vegna sorphirðu á Akranesi, í Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi.

Lagt fram.

9.Faxaflóahafnir sf - arðgreiðslur

1008095

Bréf hafnarstjóra Faxaflóahafna, dags. 20. ágúst 2010, þar sem tilkynnt erum arðgreiðslur eignaraðila að Faxaflóahöfnum sf. vegna ársins 2010.

Lagt fram.

10.Skógræktarfélag Akraness - fjárveiting

1008077

Bréf Skógræktarfélags Akraness, dags. 10. ágúst 2010, þar sem sótt er um aukið framlag til félagsins vegna verkefna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði kr. 500.000.- viðbótarstyrkur til félagsins á árinu 2010.

Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

11.Móttaka - sjálfboðaliðar frá Palestínu

1008085

Bréf framkvæmdastjóra Rauða krossins á Akranesi, mótt. 20. ágúst 2010, þar sem þess er óskað að Akraneskaupstaður efni til kynningar á bænum fyrir sjálfboðaliða frá Rauða hálfmánanum í Palestínu á tímabilinu 11.-30. okt. n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra undirbúning málsins.

12.Gamla kaupfélagið - Lenging opnunartíma

1008097

Tölvupóstur Unu Lovísu Ingólfsdóttur, f.h. Gamla kaupfélagsins ehf., dags. 23. ágúst 2010, þar sem lögð er fram beiðni um lengdan opnunartíma til kl. 04:00 aðfaranótt 29. ágúst n.k.

Meirihluti bæjarráðs getur ekki orðið við erindinu.

Guðmundur Páll greiðir erindinu atkvæði sitt.

Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

13.Land undir gróðrarstöð - umsókn

1008104

Bréf Jóns Þóris Guðmundssonar, dags. 21. ágúst 2010, þar sem hann sækir um land hjá Akraneskaupstað undir gróðrarstöð.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að skoða málið og leggja tillögu fyrir bæjarráð um svæði sem getur hentað til umbeðinnar notkunar.

14.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

Fundargerð 2. fundar starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 23. ágúst 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00