Fara í efni  

Bæjarráð

3074. fundur 18. júní 2010 kl. 08:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Dagskrá

1.Rokkland ehf - Akranesverkefni

1005058

Bréf bæjarráðs dags. 4.6.2010 um samþykkt á styrk til myndbandsgerðar á heimildarmynd af tónleikum á Akranesi fyrir 20 árum að upphæð kr. 200.000,-.
Fjármögnun var vísað til enduskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Erindið var sent til bæjarstjórnar til staðfestingar sem samþykkti að senda erindið aftur til nánari umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð staðfestir umrædda styrkveitingu. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

2.Sorphirða

903109

Bæjaryfirvöld ásamt samstarfssveitarfélögum í útboði um sorphirðu hafa haft til umfjöllunar undanfarið niðurstöður útboðs.

Bæjarráð staðfesti fyrir sitt leyti heimild til viðræðna við lægstbjóðanda um samning.

3.Breiðin -beiðni um lengri opnunartíma

910039

Bréf Ragnars Guðmundssonar fh. Breiðarinnar, barst í tölvupósti 15.06.2010, þar sem óskað er eftir lengri opnunartíma föstudaginn 2. júlí nk. eða til kl. 04:00.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, jafnframt samþykkir bæjarráð að fela framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu afgreiðslu á sambærilegum beiðnum í tengslum við Írska daga.

4.Atvinna 17-18 ára

1006080

Bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 08.06.2010, þar sem því er beint til sveitarfélaganna að leita allra leiða til að tryggja ungmennum 17 og 18 ára vinnu í sumar og láta þau sem ekki fengu vinnu í fyrrasumar fá forgang að störfum.

Bæjarráð þakkar erindið. Bæjarráð bendir á að fjármunir hafa nú þegar verið lagðir fram í atvinnuátaksverkefni ungs fólks.

5.Orkuveita Reykjavíkur - jafnréttisnefnd.

1006014

Bréf OR, dags. 01.06.2010, þar sem vakin er athygli á jafnréttisáætlun vegna skipunar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga hennar.

Lagt fram.

6.Menningarráð Vesturlands - fundarboð

1003202

Bréf Menningarráðs Vesturlands, dags. 08.06.2010, þar sem boðað er til framhaldsaðalfundar að Búðum á Snæfellsnesi föstudaginn 2. júlí nk. kl. 17:00.

Bæjarráð tilnefnir Jón Pálma Pálsson í stjórn Menningarráð Vesturlands sem aðalmann í ráðið f.h. sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar og er honum jafnframt falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á framhaldsaðalfundi ráðsins. Gert er ráð fyrir að Hvalfjarðarsveit tilnefni varamann í ráðið.

7.Sjóvarnir við Akranes.

1002015

Bréf Siglingastofnunar, dags. 03.06.2010, þar sem óskað er staðfestingar að Siglingastofnun hafi heimild til að ráðast í framkvæmdir sjóvarnargarða sem getið er um í bréfinu.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en felur framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu að staðreyna að umræddar framkvæmdir sé í samræmi við skipulag Akraneskaupstaðar.

8.Norræna félagið - styrkur vegna ungmennamóts

1005064

Bréf Helgu Gunnarsdóttur formanns Norræna félagsins á Akranesi dags. 19. maí 2010 þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna ferðar 4 nemenda úr 9. og 10. bekk til Tönder í Danmörku sem farin verður í september.
Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

9.Gatnagerðargjöld-eldri lóðir

1006081

Minnisblað Landslaga, dags. 10.06.2010, varðandi innheimtu gatnagerðagjalda af eldri lóðum vegna varanlegs slitlags og frágangs.

Bæjarráð samþykkir að fela Landslögum að gera tillögu að nauðsynlegum breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að B- gatnagerðargjöld verði innheimt vegna væntanlegra framkvæmda við Ægisbraut.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - kjör fulltrúa.

1006030

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.06.2010, þar sem vakin er athygli á því að öll sveitarfélög skulu kjósa aðal- og varafulltrúa á landsþing sambandsins að afloknum almennum sveitarstjórnarkosningum og tilkynna kjör fulltrúa eigi síðar en 1. ágúst nk.

Lagt fram.

11.Norðurálsmótið í knattspyrnu

1004090

Samkomulag Akraneskaupstaðar og Knattspyrnufélags ÍA um aðkomu Akraneskaupstaðar að Norðurálsmótinu í knattspyrnu fyrir 7. flokk drengja á Akranesi, dags. 11.06.2010.

Bæjarráð samþykkir samninginn. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

12.Fjármál (trúnaðarmál)

1005077

Bréf Birgis Sigurjónssonar dags. 20 maí 2010. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Rekstrarstaða A- hluta Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar - apríl 2010.

Lagt fram.

14.Fyrirkomulag framkvæmdastjórnar þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn.

1006057

Samkvæmt V. kafla samþykkta um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp annast forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs staðgengilsstörf fyrir bæjarstjóra í fjarveru hans.

Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu tekur að sér að annast framkvæmdastjórn daglegra mála Akraneskaupstaðar sbr. V. kafla samþykkta um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar, tímabilið 15. júní 2010 til 1. ágúst 2010, samhliða starfi sínu, eða þar til framkvæmdastjóri verður ráðinn til sveitarfélagsins og kemur til starfa hjá Akraneskaupstað.

Forseti bæjarstjórnar verður talsmaður bæjarstjórnar út á við á meðan á þessum tíma varir.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

15.List - og handverksfélag Akraness og nágrennis

1002236

Bréf bæjarráðs dags. 4.5.2010 þar sem gerð er grein fyrir samþykkt bæjarráðs um að veita félaginu kr. 300.000,- styrk. Erindið var sent til bæjarstjórnar til staðfestingar sem samþykkti að senda erindið aftur til nánari umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir stofnstyrk að fjárhæð kr. 300.000.- Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

16.Hestamannafélagið Dreyri - stígagerð

1006004

Bréf bæjarrráðs dags. 4.6.2010 um samþykkt á aukafjárveitingu vegna stígagerðar frá gamla Þjóðvegi að Miðvogslæk við Þjóðveg 51 að upphæð kr. 763.000,-. Fjármögnun var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Erindið var sent til bæjarstjórnar til staðfestingar sem samþykkti að senda erindið aftur til nánari umfjöllunar í bæjarráði.

Umrætt verk var umsamið og framkvæmt á árinu 2009 skv ákvörðun fyrrverandi meirihluta bæjarstjórnar án þess að fjárheimildir lægju fyrir. Í ljósi þess að verkið hefur nú þegar verið unnið og verktaki í góðri trú um greiðslu verksins samþykkir bæjarráð aukafjárveitingu að fjárhæð 763.000.- vegna verksins. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

17.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Bréf bæjarráðs dags, 4.6.2010, um samþykkt á viðbótarfjármagni vegna kostnaðar við breytingu á aðgengismálum við Þjóðbraut 1 að upphæð kr. 426.700,-
Fjármögnun var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Erindið var sent til bæjarstjórnar til staðfestingar sem samþykkti að senda erindið aftur til nánari umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð 426.700.- vegna verksins. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

18.Atvinnuátak 2010.

1001149

Bréf bæjarrráðs dags. 4.6. 2010 um samþykkt á tillögu frá hópi um atvinnuátak sem gerir ráð fyrir að breyta Kirkjubraut í einstefnugötu frá Akurgerði að Skólabraut.

Bæjarráð fól Skipulags- og umhverfisstofu að annast útfærslu breytingarinnar í samvinnu við hlutaðeigandi og Framkvæmdastofu að annast framkvæmdina.

Bæjarráð samþykkti einnig að Guðrún Gísladóttir fái greitt fyrir fundasetu í hópnum eftir kl. 16:00 á daginn.
Erindið var sent til bæjarstjórnar til staðfestingar sem samþykkti að senda erindið aftur til nánari umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir tímabundna lokun Kirkjubrautar milli Akurgerðis og Skólabrautar frá 1. júlí til og með 5. júlí í tengslum við Írska daga. Framkvæmdstofu falið að annast framkvæmdina.

Bæjarráð þakkar Vinnumálastofnun fyrir góða samvinnu í tengslum við atvinnuátaksverkefni en getur ekki orðið við erindi um launagreiðslur.

19.Landsfundur félags bókasafns og upplýsingafræða - styrkur

1004101

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 19. maí 2010 þar sem lagt er til að bæjarráð verði við erindi bæjarbókavarðar.
Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu eins og það er lagt fram, en felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að ræða við bréfritara.

20.Byggðasafnið í Görðum - Aðalfundur 2010.

1006073

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 11.06.2010, þar sem tilkynnt er að Stjórn Akranesstofu samþykkti að halda aðalfund Byggðasafnsins miðvikudaginn 7. júli 2010 kl. 17:00 í Safnaskálanum.

Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

21.Kútter Sigurfari - átaksverkefni ofl.

903133

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 11.06.2010, vegna erindis Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um breytingu á samning sem gerður var um Kútter Sigurfara árið 2007.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindi ráðuneytisins og drögum að samningi til umsagnar nýrrar stjórnar Akranesstofu.

22.Byggðasafnið - hitaveituframkvæmdir

1004035

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 11.06.2010, þar sem fram kemur að heildarupphæð vegna hitaveituframkvæmda varð um kr. 3.200.000.-. Byggðasafnið fékk styrk að upphæð 1.500.000.- frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Ekki var sótt um viðbótarfjárveitingu áður en framkvæmdir hófust og þar sem framkvæmdum er lokið er óskað eftir aukafjárveitingu að upphæð 1.500.000.-.
Hvalfjarðarsveit hefur þegar samþykkt viðbótarfjárveitingu vegna framkvæmdanna.

Bæjarráð ítrekar að um aukafjárveitingar vegna framkvæmda skal sækja um til bæjaryfirvalda áður en farið er í framkvæmdir, en slíkt var ekki gert í þessu tilviki. Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að fjárhæð 1.530.000.- vegna verksins. Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

23.Kalmansvík - smáhýsi

1003145

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 19. maí 2010. Stjórn Akranesstofu styður hugmyndir um uppbyggingu á smáhýsum á tjaldsvæðinu á vegum einkaaðila. Þar sem erindið hefur fjárhagslegar skuldbindingar í för með sér vísar stjórn Akranesstofu erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð þakkar erindið og felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að ræða nánar við bréfritara.

24.Írskir dagar 2010.

1006074

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 11.06.2010, þar sem lagt er til að sömu reglur gildi um tjaldsvæðið á Akranesi á Írskum dögum 2010 og giltu á Írskum dögum sumarið 2008.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

25.Byggðasafnið - geymslur

1004036

Bréf framkvæmdaráðs dags. 05.05.2010, varðandi geymslurými fyrir Byggðasafnið. Meðfylgjandi er bréf fostöðumanns Byggðasafnsins í Görðum dags. 25.03.2010.

Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitingu til lausnar geymslurýmis fyrir Byggðasafnið að Görðum. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

26.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Bréf Framkvæmda- Skipulags- og umhverfisstofu dags. 27. maí 2010 vegna kostnaðarmats á framkvæmdum við að endurnýja hitaveitulögn sem liggur um núverandi kirkjugarð. Áætlaður kostnaður er kr. 3.626.000.-
Einnig er óskað eftir fjárveitingu vegna dýptarmælinga í kirkjugarði að upphæð kr. 1.116.000.-
Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að veita aukafjárveitingar til umræddra verka. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00