Fara í efni  

Bæjarráð

3048. fundur 17. september 2009 kl. 17:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Strætisvagn innanbæjar - útboð

908106

Til viðræðna mætir Þorvaldur Vestmann, framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu kl. 16:00.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að endurskoða leiðaráætlun og tímatöflu og leggja fyrir bæjarráð.

2.Útboð tölvumála Akraneskaupstaðar

810021

Til viðræðna mættu Eggert Herbertsson, Halldór Jónsson og Bjarki Jóhannesson frá Omnis kl. 16:15.




Sæmundur Víglundsson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa töluliðar og Eydís Aðalbjörnsdóttir kom í hans stað.

3.Útboð tölvumála Akraneskaupstaðar

810021

Bréf Umboðsmanns Alþingis, dags. 07.09.2009, þar sem ítrekuð eru tilmæli í bréfi dags. 19. júní sl., að Akraneskaupstaður láti umboðsmanni í té upplýsingar og gögn í tilefni af kvörtun sem Eyjólfur Rúnar Stefánsson hefur borið fram með hliðsjón af því sem er beðið í bréfi umboðsmanns Alþingis.



Lagt fram.

4.Rekstraryfirlit 2009.

906159

Lagt fram.

5.Gangbrautarljós á Ketilsflöt

906167

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 08.09.2009, varðandi kostnaðaráætlun frá Framkvæmdastofu vegna verkefnisins um uppsetningu gangbrautaljósa við Ketilsflöt og hljóðar hún upp á kr. 5,84 millj. þannig að áætlaður kostnaður við hvora gönguleið er kr. 2,92 millj.


Bæjarráð óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu um takmörkun umferðarhraða sem hefur mun minni kostnað í för með sér.

6.Höfðagrund-Umferðaröryggi

907063

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 15.09.2009, varðandi úttekt á umferðaröryggi við Höfðagrund.

Bæjarráð samþykkir tillögu Skipulags -og umhverfisstofu.

7.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 15.09.2009, varðandi deiliskipulag vegna Garðagrundar.


Bæjarráð staðfestir efni fyrirliggjandi erindisins séu fjármunir til staðar.


8.Starfsmannastefna Akraneskaupstaðar.

908115

Á fundi bæjarráðs þann 3. sept. sl, samþykkti bæjarráð að taka starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar til frekari skoðunar.



Bæjarstjóra falið að endurskoða starfsmannastefnuna í heild sinni.

9.Ljósmyndasafn Akraness - starfsmannamál.

909012

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 02.09.2009 þar sem lagt er til við bæjarráð að ráða tímabundið starfsmann að Ljósmyndasafni Akraness á meðan deildarstjóri safnsins er í fæðingarorlofi til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu safnsins.
Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta bæjarráðsfundi þann 3. september sl.



Bæjarráð samþykkir tímabundna ráðningu starfsmanns að Ljósmyndasafni Akraness frá 1. janúar 2010.

10.Breyting á nefndarskipan.

906177

Bréf Rúnar Halldórsdóttur, dags. 10.09.2009, þar sem tilkynnt er að Guðrún M. Jónsdóttir sem hefur verið varamaður í stjórn Höfða verður aðalmaður í stjórninni en Rún Halldórsdóttir verður til vara.
Lagt fram.

11.Innkaupastefna Akraneskaupstaðar.

811111


Eftirfarandi tillaga að viðmiðun falli inn í 12. og 13. grein nýrra innkaupareglna:


Þegar áætluð samningsfjárhæð verklegrar framkvæmdar er yfir 10 mkr. skal útboð viðhaft. Ef áætluð kaup þjónustu fer yfir 5 mkr. og yfir 2,5 mkr. vegna vörukaupa skal sömuleiðis viðhafa útboð.


Viðmiðunarfjárhæðir vegna verðfyrirspurna.


Skylt er að fyrirspurn sé undanfari viðskipta þegar áætluð fjárhæð innkaupa eða verklegrar framkvæmdar er yfir 5 mkr. og yfir 2,5 mkr. þegar um þjónustu er að ræða. Miðað skal við 1 mkr. þegar um vörukaup er að ræða. Öll viðmiðunarverð eru án virðisaukaskatts.


.

12.Markaðssetning byggingalóða á Akranesi, iðnaðar- og íbúðalóða.

909072

Bæjarráð felur verkefnastjóra Akranesstofu og framkvæmdastjórum Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu að setja fram tillögu um markaðssetningu byggingalóða fyrir íbúðir og iðnaðarhúsnæði í Flóa- og Skógahverfi og skila til bæjarráðs.

13.Starfsþjálfun - í samvinnu við Vinnumálastofnun fyrir Hver og Búkollu.

909019

Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs þann 3. september sl.

Bæjarráð heimilar gerð starfsþjálfunarsamninga vegna tveggja starfsmanna við Vinnumálastofnun fyrir Hver og Búkollu.

14.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009.

909071

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 11.09.2009, varðandi uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2009.
Lagt fram.

15.Spútnik bátar ehf. - Nýtt rekstrarleyfi.

906156

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 14.09.2009, þar sem óskað er umsagnar á beiðni um breytingu á rekstrarleyfi vegna stækkunar veitinga- og skemmtistaðar að Kirkjubraut 11.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd um veitingu starfsleyfisins fyrir sitt leyti.

16.Höfðagrund - landsvæði suðaustan við hús nr. 11 og nr. 25-27.

909062

Bréf Trésmiðjunnar Akur ehf., dags. 15.09.2009, þar sem óskað er eftir að fá úthlutun á landsvæði, suðaustan við hús nr. 11 og nr. 25-27 við Höfðagrund til húsbyggingar í líkingu við þau hús sem fyrir eru á svæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Skipulags- og umhverfisstofu.

17.Gjaldskrá leikskóla - breyting í ágúst 2009

908083

Bréf Lindu Dagmarar Hallfreðsdóttur og Stefáns Gísla Örlygssonar, dags. 09.09.2009, þar sem mælt er eindregið með því að endurskoðuð verði gjaldskrá leikskóla Akraneskaupstaðar svo hækkunin bitni ekki eingöngu á þeim sem þurfa á lengri vistun en 8 tíma að halda.


Bæjaráð upplýsir bréfritara um að Akraneskaupstaður á við fjárhagsvanda að etja. Ákvörðun bæjarstjórnar byggist á því að halda óbreyttri gjaldskrá fyrir 8 tíma vistun sem er skilgreind sem grunnþjónusta. Á þeirri forsendu byggir gjaldskrá sem nú gildir.

18.Styrkbeiðni vegna opnunar nýs kaffihúss á Akranesi.

909061

Bréf Hrundar Snorradóttur og Editar Ómarsdóttur, ódags., þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til að enduropna kaffihúsið og upplýsingamiðstöð í miðbæ Akraness líkt og fyrri rekstaraðili fékk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

19.Styrkbeiðni - Eldvarnaátak 2009.

909057

Bréf Landssambands Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 09.2009, þar sem óskað er eftir styrk vegna Eldvarnarátaksins 2009.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

20.Fjármál sveitarfélaga.

909055

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 09.2009. Samantekt um fjármál sveitarfélaga.

Lagt fram.

21.Frumvarp til laga - kosningar til sveitarstjórna, 149. mál, persónukjör.

908010

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14.09.2009, varðandi umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar, 149. mál.

Bæjarráð tekur undir megin efni bréfsins og lýsir ennfremur áhyggjum af auknum álögum á sveitarfélög vegna framkvæmdar laganna.

22.Faxaflóahafnir - rekstrarspá, endurskoðun fjárhagsáætlunar

909058

Bréf Faxaflóahafna sf., dags. 11.09.2009, varðandi rekstrarspá ásamt upplýsingum um þróun inn- og útflutnings 2007-2009.

Lagt fram.

23.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggur 14. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 14.09.2009.
Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

24.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009.

901068

Fyrir fundinum liggur 65. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 11.09.2009.


Lögð fram.

25.OR - Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 2009.

906056

Fyrir fundinum liggur 113. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 31.08.2009.

Fundargerðin lögð fram.

26.Safnasvæði - rekstur og uppbygging.

903139

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 09.09.2009, varðandi ljósleiðaratengingu á Safnasvæði.

Erindinu vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010.

27.Samþykktir stjórnar OR 31. ágúst 2009.

909008

Bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR), dags. 1. sept. 2009, þar sem óskað er staðfestingar bæjarstjórnar Akraness á samþykktum stjórnar OR, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 139/2001 um OR og 7. gr. sameignarsamnings um OR frá 23.01.2004.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

28.Endurfjármögnun lána.

906083

Tillaga frá bæjarstjórnarfundi 25. ágúst s.l. um aðgerðaráætlun vegna skuldastöðu Akraneskaupstaðar.

Tillagan er svohljóðandi:

,,Í ljósi erfiðrar skuldastöðu bæjarsjóðs samþykkir bæjarstjórn Akraness eftirfarandi tillögu að aðgerðaáætlun:


Aðgerðaáætlun vegna skuldastöðu:

1. Taka þarf saman lánayfirlit fyrir bæjarsjóð, þar sem með skýrum hætti komi fram öll meginatriði er skipta máli, s.s. skuldbindingarnar, lengd lánasamninga, vextir og afborgarnir og hvernig greiðslur falli á hvert ár næstu tíu árin a.m.k.

2. Gert verði á grundvelli þeirrar stöðu afborganaplan til næstu ára er tæki mið af spám um tekjur bæjarsjóðs og greiðslugetu.

Nauðsynlegt er að grípa til eftirfarandi aðgerða, allra eða hluta þeirra eftir atvikum með það að markmiði að létta greiðslubyrði lána a.m.k. um 150 milljónir króna á ári næstu þrjú árin.

a) Stefnt skal að samningum við lánadrottna með það að markmiði að einungis verði greiddir vextir af lánum, en afborganir frystar næstu þrjú árin.

b) Leitað verði eftir lánalengingum til að létta greiðslubyrðina.

c) Kanna verði hjá Lánasjóðnum hvort hægt sé að fá kúlulán að upphæð 500-600 milljónir króna til 10 til 15 ára í því skyni að létta fjárhagsstöðuna. Slíkur lánasamningur þyrfti að vera með ákvæðum um endurskoðun ef vaxtakjör breyttust.

Greinargerð:

Augljóst er að vandi bæjarsjóðs er mikill og mun fara vaxandi ef ekki verður gripið til frekari ráðstafana en nú þegar hefur verið gert. Þær ráðstafanir hafa einkum beinst að niðurskurði á launakostnaði og samdrætti í þjónustu. Ljóst er að þær muni ekki einar og sér duga til að koma fjármálum bæjarsjóðs fyrir vind.

Erfiðleikarnir sem glíma þarf við í framtíðinni stafa fyrst og fremst af skuldasöfnun bæjarsjóðs, en nú eru skuldirnar komnar í rúma þrjá milljarða króna fyrir utan lífeyrisskuldbindingar. Ljóst er að næstu þrjú ár að a.m.k. verða afar erfið og því nauðsynlegt að ráðast í lagfæringu á lánamálum sjóðsins. Reksturinn mun ekki verða aflögufær til að standa undir afborgunum lána á næstu árum, nema ef til vill með því að framkvæmdir bæjarins verði engar og viðhald á eignum látið mæta afgangi. Slíkt er ekki viðunandi og því verður að grípa nú þegar til ráðstafana.

Mörg sveitarfélög eiga nú við erfiðleika að etja vegna efnahagsástandsins og óhóflegrar skuldasöfnunar síðustu ára. Mikilvægt er að Akraneskaupstaður leiti samstöðu með þeim sveitarfélögum til að knýja á um nauðsynlegar ráðstafanir Alþingis og ríkisstjórnar til að létta sveitarfélögunum róðurinn við að halda uppi þjónustu við íbúana og atvinnu á heimaslóðum.?


Meirihluti bæjarráð samþykkir að fella tillöguna í heild sinni.


Greinargerð
Vinna vegna fyrirsjáanlegs fjárhagsvanda næstu ára, eins og hann hefur verið að leggjast á bæjarsjóð, hefur staðið yfir í nokkra mánuði.
Hluti af þeim ábendingum eða einstökum atriðum tillögu minnihlutans sem felast í tillögunni hefur fyrir nokkru verið afgreiddur eins og fyrir liggur í upplýsingum hjá bæjarfulltrúum svo sem um lánakjör bankastofnana o.fl.
Samningar um lánabreytingar eða ný lán eru á lokastigi. Þegar lánakjör og kostnaður við lánalengingar liggja fyrir mun tilllaga að verkferli verða lagt fyrir bæjarstjórn að öllum líkindum til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi 13. okt. n.k.
Önnur atriði hafa verið ljós svo sem um greiðslubyrði lána og hafa legið fyrir og áætlanir um uppgreiðslu þeirra þar af leiðandi.
Í greinargerð með tillögunni er sagt að nauðsyn sé á að vekja athygli ríkisvaldsins á vanda sveitarfélaga. Ályktun þar að lútandi hefur þegar verið send ríkisstjórn, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þingmönnum Norðvesturkjördæmis frá bæjarráði Akraness. Einnig hafa samtök sveitarfélaga á Vesturlandi ályktað með samskonar hætti.

Rún óskar bókað að hún sé ekki sammála meirihluta bæjarráðs og væntir frekari umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.

29.Krókalón - grjótvörn - framkvæmd.

908113

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu í tölvupósti, dags. 9. sept. 2009, varðandi frágang á grjótvörn í Krókalóni. Hlutur Akraneskaupstaðar í verkinu er 3,6 mkr. og er óskað heimildar til að hleypa verkinu af stað.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdin verði heimiluð og fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

30.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Fyrir fundinum liggja dagskrár 1081. lokaðs fundar bæjarstjórnar 21. sept. og 1082. fundar bæjarstjórnar 22. september 2009.


Lagt fram.

31.Fundargerðir starfshóps um almenningssamgöngur

909085

Fundargerð starfshóps um almenningssamgöngur frá 15.9.2009.
Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00