Fara í efni  

Bæjarráð

3052. fundur 12. nóvember 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Akranesstofa - styrkur - samkomulag.

904083

Bréf Menningarráðs Vesturlands, dags. 09.11.2009. Menningarráð samþykkti frestun verkefna til eins árs, enda verkefni ekki hafin, og innborganir endurgreiddar. Styrkveitingar falla niður hefjast framkvæmdir ekki innar árs.



Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir að boða fund með formanni og verkefnastjóra Akranesstofu.

2.Frumvarp til laga - kosningar til Alþingis.

911037

Bréf Alþingis, barst í tölvupósti dags. 09.11.2009, þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör), 102. mál. Þess er óskað að umsögn berist fyrir 19. nóv. nk. Þingskjalið er hægt að nálgast á vef Alþingis: http://.www.althingi.altext/138/s/0108.html.



Bæjarráð vísar til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

3.Séreignarsparnaður ? útgreiðsla

911036

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, barst í tölvupósti dags. 27.10.2009, varðandi upplýsingar frá Ríkisskattstjóra um útgreiðslu á séreignarsparnaði. Tekið hefur verið sama í excel skjali sem sýnir útgreiðlsuna hjá hverju og einu sveitarfélagi og hvernig hún dreifist á mánuðina. Útsvarið er síðan reiknað út miðað við þær upphæðir sem þar koma fram. Hægt er að nálgast skjalið hér: http://www.samband.is/hag-og-upplysingasvid/hag-og-upplysingasvid/fjarmal-sveitarfelaga/


Lagt fram.

4.OR - Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 2009.

906056

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 114, 115 og 116 frá 18/9, 16/10 og 30/10 2009.

Lagðar fram.

5.Faxaflóahafnir-fjárhagsáætlun, gjaldskrá, rekstur 2010

910110

Bréf Faxaflóahafna sf. dags. 23.10.2009, varðandi samþykkt fjárhagsáætlunar 2010 og gjaldskrá fyrirtækisins sem tekur gildi 1. janúar nk.

Fjárhagsáætlun lögð fram.

6.Stjórn Faxaflóahafna sf. - fulltrúi í stjórn.

910104

Bréf Útvegsmannafélags Reykjavíkur og Útvegsmannafélags Akraness, dags. 27.10.2009, þar sem óskað er eftir því að Akraneskaupstaður samþykki fyrir sitt leyti að útvegsmenn fái að skipa einn fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. með sömu réttindum og skyldum og fulltrúi Akraneskaupstaðar skv. gr. 5.1. í sameignarfélagssamningi fyrir Faxaflóahafnir frá 30. maí 2008. Fulltrúinn hefði ekki atkvæðisrétt, en hefði málfrelsi og tillögurétt.


Bæjarráð telur ekki eðlilegt að verða við erindinu en telur sjálfsagt að fulltrúar umræddra aðila eigi kost á að sitja aðalfund Faxaflóahafna.

7.F.G. veitingar hf. - beiðni um rekstrarleyfi, dags. 30.10.2009.

911016

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 30.10.2009, þar sem óskað er umsagnar á beiðni Hilmars Ægis Ólafssonar, fh. F.G. veitinga hf. um rekstrarleyfi fyrir veitingahús að Stillholti 16-18.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti.

8.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2010.

911019

Bréf Samtaka um kvennaathvarf, dags. í okt. 2009, þar sem sótt er um rekstrarstyrk að upphæð kr. 200.000.- fyrir komandi starfsár.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

9.Styrkbeiðni vegna tónleika í Tónbergi.

910106

Bréf leikskólastjóra Vallarsels, dags. 23.10.2009, þar sem óskað er eftir styrk til að greiða húsaleigu á Tónbergi vegna tónleika sem haldnir voru 28. okt. sl., á Vökudögum ásamt Hljómi kór eldri borgara á Akranesi.


Bæjarráð samþykkir erindið.

10.Framlög 2009 - Jöfnunarsjóður.

903043

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 26.10.2009, varðandi samþykkta tillögu ráðgjafanefndar frá 22. okt. sl. að áætlun um úthlutun tekjujöfnunarframlags til sveitarfélaga á árinu 2009 á grundvelli 12. gr. reglugerðar, nr. 113/2003 með síðari breytingum, ásamt áætluðuð tekjujöfnunfarframlagi 2009.

Lagt fram.

11.Framlög 2009 - Jöfnunarsjóður.

903043

Bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 26.10.2009, varðandi reglur um ráðstöfun 1.000 m.kr. aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2009, ásamt áætlun um úthlutun aukaframlags 2009.

Lagt fram.

12.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009

908018

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 02.11.2009 og 19. júní 2009.

Töluliður 1.

Bæjarráð samþykkir að flytja kr. 2,2 millj. af eignfærðri fjárfestingu á rekstur í Bíóhöll en áréttar að tilgreina á bókhaldslykli í beiðnum um flutning fjárveitinga.

Töluliður 2.

Bæjarráð felst á erindið en ítrekar að greina þarf bókhaldsliði í beiðnum.

Töluliður 3.

Við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 voru fjárhæðir vegna gatnagerðar lækkaðar til samræmis við endurskoðun á samningi við Skófluna hf. Óskað er frekari greinargerðar um lokauppgjör á verksamningi við Skófluna hf til að hægt sé að taka afstöðu til málsins.

Töluliður 4.

Aukafjárveiting vegna endurbóta Bjarnalaugar að fjárhæð 5,0 milljónir.

Samkvæmt greinargerð framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu er farið fram á aukafjárveitingu eins og að framan greinir. Aukaframlag sem um er beðið er mjög hátt miðað við uppphaflega kostnaðaráætlun sem hljóðaði uppá kr. 7,4 milljónir.

Í greinargerð um kostnað frá 2.nóv. 2009 eru tilgreindar ástæður um bágborið ástand lagna, vatnsinntaks, hitaveitugrindar osfrv. ásamt fleiri atriðum sem vanáætlaðir voru um kr. 5,0 millj.

Bæjarráð gerir kröfu um að kostnaðaráætlanir verði vel rýndar þannig að ekki verði um verulegar skekkjur að ræða varðandi áætlun og kostnaðarniðurstöðu.

Bæjarráð vill árétta nauðsyn þess að um leið og tilefni til beiðni um aukafjárveitingar liggja fyrir þá sé þegar gerð grein fyrir því til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að þessu sögðu umrædda beiðni.

Töluliður 5

Í tilefni af bréfi framkvæmdastjóra Framkvæmdaráðs dags. 19. júní 2009 vill bæjarráð árétta að nýjar reglur um fjármálastjórn Akraneskaupstaðar, sem samþykktar voru á fundi ráðsins þann 22. maí s.l voru settar af mikilli nauðsyn til að ná betri tökum á útgjöldum sveitarfélagsins. Bæjarráð fellst ekki á sjónarmið framkvæmdarstjóra Framkvæmdastofu og ítrekar fyrri samþykkt sína um fjármálastjórnun Akraneskaupstaðar frá 22. maí s.l.

Innri færslur í bókhaldi Akraneskaupstaðar byggja á ákvæðum reglugerðar og auglýsinga um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga. Samkvæmt reglunum skal gera innri þjónustureikninga vegna þjónustu og vinnu sem innt er af hendi fyrir rekstrareiningar sveitarfélagsins. Markmið með reglunum og stofnun eignasjós sveitarfélagsins var að gera rekstrarkostnað fasteigna sýnilegri og að sérhver fasteign og/eða viðfangsefni beri þann raunkostnað sem henni ber.

Bæjarráð telur að sjónarmið framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu séu ekki í samræmi við settar reglur og það markmið í fjármálastjórnun kaupstaðarins að rekstrargjöld séu borin af þeim sem nýtur þjónustunar hverju sinni. Rekstrarbókhaldið sýnir hver uppruni kostnaðarins er og til hverra hluta honum er ráðstafað. Tilgangur allrar kostnaðarnotkunar er tekjusköpun í einu eða öðru formi.

Bæjarráð ítrekar að rekstrarbókhald ( verkbókhald) skal fært um starfsemi Framkvæmdastofu og annarra rekstrarreikninga í samræmi við reglur og það verklag sem verið hefur á undanförnum árum hjá Akraneskaupstað.


Bæjarstjóra falið að senda formanni Framkvæmdaráðs og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu bréf þess efnis.


Hrönn greiðir atkvæði á móti í tölulið 5.

13.Þjóðbraut 1 - aðgengismál

910098

Bréf Sveinbjörns Sigurðssonar hf. dags. 16.10.2009, varðandi aðkomu og fráakstur við Þjóðbraut 1



Bæjarráð vísar til minnisblaðs framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, engin formleg beiðni hefur borist frá eigendum Þjóðbrautar 1 um breytta aðkomu að bílastæðum.

14.Bæjarlistamenn - úthlutun starfsstyrks.

911015

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 04.11.2009, varðandi tillögu að breyttu fyrirkomulagi úthlutunar starfsstyrks til bæjarlistamanns Akraneskaupstaðar.



Bæjarráð staðfestir tillögu stjórnar Akranesstofu um breytt fyrirkomulag en að starfsstyrkur verði 400.000.-


Styrkurinn sé innan heimilda fjárhagsáætlunar Akranesstofu hvers árs.

15.Fjöliðjan - Samstarf um eyðingu skjala.

911014

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 04.11.2009, þar sem lagt er til að taka upp samstarf við Fjöliðjuna um eyðingu skjala ásamt því að kaupa öflugan pappírstætara að upphæð kr. 130.000.-.


Bæjarráð þakkar góðar ábendingar og felur bæjarstjóra að koma samstarfinu á og veitir heimild til kaupa á pappírstætara fyrir krónur 130.000.-


Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

16.Málefni fatlaðra - yfirfærsla, skipan í starfshóp

906050

Bréf fjölskylduráðs, dags. 21.10.2009, þar sem óskað er heimildar til að koma á fót fjögurra manna starfshópi sem hefur það hlutverk að undirbúa yfirtöku verkefnisins að hálfu Akraneskaupstaðar, þar sem tveir fulltrúanna eiga rétt á fundarþóknun en hinir tveir eru starfsmenn Fjölskyldustofu. Meðfylgjandi er erindisbréf fyrir starfshópinn.



Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

17.Brekkubæjarskóli - forfallakennsla

910115

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskuldustofu, dags. 29.10.2009, þar sem fram kemur ályktun skólaráðs Brekkubæjarskóla 5. okt. sl. varðandi áskorun á bæjarstjórn að leita allra leiða til að bæta úr málum varðandi forfallakennslu.


Bæjarráð hefur ekki gert athugasemdir við úrlausnir varðandi forföllum starfsmanna, en beinir þeim tilmælum til forstöðumanna stofnana að halda yfirvinnu og afleysingum innan ramma fjárhagsáætlunar.

18.Sumarlokun leikskóla sumarið 2010

911006

Bréf fjölskylduráðs, dags. 05.11.2009, þar sem lagt er til að sumarlokun leikskólanna 2010 verði 4 vikur í stað 5 vikur. Fjölskylduráð telur að það óhagræði sem 5 vikna lokun leikskólanna hefur í för með sér fyrir foreldra vegi þyngra en sú fjárhæð sem sparast.

Bæjarráð staðfestir tillögu Fjölskylduráðs.

19.Slaga.

812147

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 03.11.2009, varðandi uppdrætti sem lagðir voru fram til kynningar á fyrirhugaðri aðstöðu Skógræktarfélags Akraness í Slögu. Nefndin gerði ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir Skógræktarfélagsins á svæðinu en bendir á að málið þarf að fara til umfjöllunar skipulagsyfirvalda í Hvalfjarðarsveit.

Lagt fram.

20.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 03.11.2009, varðandi Viskubrunn í Álfalundi. Nefndin lagði til að hætt verði við að leita tilboða í deiliskipulagsvinnu vegna Garðalundar og verkefnið unnið af Skipulags- og umhverfisstofu.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.

21.Skotsvæði.

909013

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags.11.11.2009.
Tillaga að samningi milli Akraneskaupstaðar og Skotfélags Akraness um afnot af landi undir skotæfingarsvæði.





Bæjarráð felst á erindið og felur bæjarstjóra að undirrita samning þar að lútandi eins og hann liggur fyrir.

22.Dalbraut 1 - skipulagsgjald

910111


Bæjarráð samþykkir að skipulagsgjaldið verði greitt á hefðbundnum forsendum að höfðu samráði við Landslög lögmannsstofu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00