Fara í efni  

Bæjarráð

3029. fundur 19. febrúar 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Styrkbeiðni Akraneskaupstaðar vegna mála sem tengjast Byggðasafninu í Görðum -

902092

Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 05.02.2009, varðandi styrki til Byggðasafnsins í Görðum.



Lagt fram.

2.Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafna sf. 2009.

901068

Fyrir fundinum liggur fundargerð 58. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 13.02.2009.


Lögð fram.

3.Fundargerðir stýrihóps um stjórnskipulag 2009.

902131

Fyrir fundinum liggja fundagerðir 42. og 43. funda stýrihóps um stjórnskipulag frá 05.01. og 11.02.2009.





Lagðar fram.

4.Fjárhagsáætlun 2009.

812053

Bréf fjármálastjóra, dags. 19.2.2009, þar sem óskað er heimildar til að færa launabreytingar á málaflokka og deildir skv. meðfylgjandi lista. Jafnframt er lagt til að mismuni vegna launabreytinga og endanlegri tölu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.
Til viðræðna mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.


Bæjarráð samþykkir erindið og jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

5.Hlynskógar 1 - eigendaskipti.

902174

Bréf BM Vallár, dags. 19.02.2009, þar sem óskað er eftir aðilaskiptum á lóð þrátt fyrir að ekki sé búið að koma upp sökkli á lóð.


Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt að nefndin skoði hvort ástæða sé til að breyta reglum um lóðaúthlutun til að auðvelda húsbyggjendum framkvæmdir.

6.Umsókn um lóð - endurgjaldslaus afnot.

902173

Bréf BM Vallár, dags. 18.02.2009, þar sem óskað er eftir parhúsalóð endurgjaldslaust þar til sala eignarinnar er gengin í gegn.


Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt að nefndin skoði hvort ástæða sé til að breyta reglum um lóðaúthlutun til að auðvelda húsbyggjendum framkvæmdir.

7.Samningar á vegum Akraneskaupstaðar.

902172

Bæjarráð samþykkir að fela starfandi ráðum Akraneskaupstaðar að taka gildandi rekstrar-, þjónustu- og styrktarsamninga til endurskoðunar.

8.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Drög að dagskrá 1070. fundar bæjarstjórnar.


Lagt fram.

9.Byggðasafnið í Görðum - málefni Byggðasafnsins.

902164



Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka við störfum fyrrum bæjarritara í viðræðum við Fornleifastofnun Íslands varðandi Byggðasafnið í Görðum.

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2009.

902107

Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 10.02.2009. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2009 verður haldinn föstudaginn 13. mars kl. 15:30 á Hilton Reykjavík hótelinu í Reykjavík.






Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.


Kjörnum fulltrúum Akraneskaupstaðar á landsþinginu er boðið að sækja fundinn.

11.Styrkbeiðni - 2. árs nemar við LBHÍ á umhverfisskipulagsbraut.

902137

Bréf Vigdísar Bjarnadóttur fh. 2. árs nema á umhverfisskipulagsbraut við LBHÍ, dags. 14.02.2009, þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar til Norðurlanda.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12.Menningarráð Vesturlands - úthlutun styrkja.

902140

Bréf Menningarráðs Vesturlands, dags. 12.02.2009, varðandi úthlutun styrkja ásamt boði um að senda tvo fulltrúa til að vera viðstadda afhendingu styrkjanna.



Bæjarráð felur Eydísi Aðalbjörnsdóttur bæjarfulltrúa og Tómasi Guðmundssyni, verkefnisstjóra Akranesstofu, að vera við úthlutun styrkjanna f.h. Akraneskaupstaðar.

13.Skrúðgarðurinn - Endurnýjun rekstrarleyfis

902165

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 17.02.2009, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Nolan ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir kaffihúsið Skrúðgarðinn, Kirkjubraut 8-10, Akranesi.


Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir kaffihúsið Skrúðagarðinn fyrir sitt leyti.

14.Bíóhöllin - endurbætur

901158

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 18.02.2009, varðandi tillögu um viðhald Bíóhallar að utan.


Afgreiðslu frestað.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - XXIII landsþing.

902048

Bréf Samband ísl. sveitarfélaga, dags. 16.02.2009. Boð á XXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 13. mars nk. á Hilton Reykjavík Nordica hóteli kl. 09:00.




Kjörnum fulltrúum ásamt bæjarstjóra falið að sækja fundinn.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga - XXIII landsþing.

902048

Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 03.02.2009, varðandi kjörna landsþingsfulltrúa vegna komandi landsþings þann 13. mars nk.



Lagt fram.

17.Minnisp. frá samráðsfundi fulltrúa vinnumarkaðarins og sveitarfélaga með fulltrúum ríkisstjórnarinna

902123


Lagt fram.

18.Stækkun þjónusturýma á Dvalarheimilinu Höfða - umsóknir.

902049

Bréf framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða, dags. 08.01.2009, minnispunktar varðandi stækkun þjónusturýma á Höfða ásamt umsóknum um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra.



Lagt fram.

19.Stjórnsýslukæra Soffíu Magnúsdóttur, Kirkjubraut 40, Akranesi f.h. Kalmansvíkur ehf.

811073

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 10.02.2009, þar sem tilkynnt er að vegna mikilla anna í ráðuneytinu mun uppkvaðningu úrskurðar, vegna stjórnsýslukæru Kalmansvíkur ehf, tefjast en ráðgert er að ljúka málinu í mars eða byrjun apríl nk.

Lagt fram.

20.Nýr grunnskóli - gagnfræðaskóli

902017

Bréf unglingaráðs Akraness, dags. 28.01.2009. Áskorun á fjölskylduráð að hafa samráð við unglinga þegar málefni er þau varða eru tekin til umræðu.


Lagt fram.

21.Íþrótta- og æskulýðsstarf, aukin fjárframlög

902016

Bréf unglingaráðs Akraness, dags. 28.01.2009. Unglingaráð fagnar ákvörðunum bæjarstjórnar um hækkun ávísunar á öflugt tómstundastarf og aukins styrks til íþrótta- og tómstundafélaga.


Lagt fram.

22.Fasteignaskattur - 2009.

902153

Bréf fjármálastjóra, dags. 17.02.2009, varðandi tillögu um niðurfellingu fasteignaskatts til félagasamtaka vegna húsnæðis 2009.





Bæjarráð staðfestir tillögu að niðurfellingu fasteignaskatts á félagasamtök vegna húsnæðis og athugasemdir fjármálastjóra.


Skipulags- og umhverfisnefnd falið að taka deiliskipulag golfvallarsvæðis til endurskoðunar.

23.Örnefnaskráning.

901174

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 10.02.2009, varðandi samstarfssamning við Landmælingar Íslands um örnefnaskráningu.



Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun vegna umrædds verkefnis.

24.Viskubrunnur - undirbúningur

901156



Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr 2,5 milljónir til að hefja undirbúning framkvæmda, hreinsun tjarna og arkitekta- og verkfræðivinnu.


Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

25.Viskubrunnur - undirbúningur

901156

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 18.02.2009, varðandi undirbúning og tillögu að framkvæmdatilhögun við verkið.








Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00