Fara í efni  

Bæjarráð

3188. fundur 10. maí 2013 kl. 08:00 - 10:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2012 - A hluti

1305048

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2012 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins og Gámu með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins verði samþykktir.

2.Ársreikningar Akraneskaupstaðar 2012 - B hluti

1305049

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2012, B-hluti.
2.1 Höfði hjúkrunar og dvalarheimili
2.2 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.3 Háhiti ehf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ársreikningarnir verði samþykktir.

3.Ársreikningar Akraneskaupstaðar 2012 - samstæða

1305050

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2012.

Bæjarráð staðfestir ársreikninginn með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.

4.Höfði - hugbúnaðarhýsing og launakerfisþjónusta.

1304133

Erindi stjórnenda Höfða dags. 16. apríl s.l., þar sem gerð er athugasemd við þjónustugjöld.

Bæjarráð samþykkir að endurskoða áætlunina og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

5.Baugalundur 26 - umsókn um lóð

1304028

Umsögn framkvæmdastjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, dags. 16. apríl s.l. þar sem lagt er til við bæjarstjórn að úthlutun á lóð nr. 26 við Baugalund til Ársæls Kristjánssonar og Ásdísar Kristjánsdóttur verði staðfest.

Bæjarráð staðfestir úthlutunina.

6.Breiðin - Styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2013

1304196

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7. maí 2013. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur ákveðið að veita Akraneskaupstað styrk að upphæð kr. 3.400.000,- til hönnunar og framkvæmda á Breiðinni. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að fjárveiting fyrir skipulagshluta verkefnisins verði tekin af fjárveitingu til deiliskipulagsverkefna fyrir árið 2013. Skipulagskostnaður er áætlaður kr. 1.125.000,- Heildarkostnaður er kr. 8.450.000,-. Skipulags og umhverfisnefnd vísar málinu að öðru leyti til bæjarráðs.

Afgreiðslu frestað.

7.Langisandur - Styrkumsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2013

1304197

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 7. maí s.l. þar sem lagt er til við bæjarráð að veittur verði styrkur að fjárhæð 2.000.000,- sem mótframlag við styrk sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur ákveðið að veita Akraneskaupstað vegna Langasands.

Afgreiðslu frestað.

8.Snorrastofa Reykholti - samkomulag um rekstur

1211153

Erindi Snorrastofu frá því í nóvember 2012 um framlengingu samkomulags um fjárframlag til reksturs Snorrastofu í Reykholti.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

9.Gagnaveita Reykjavíkur - ósk um undanþágu frá upplýsingalögum

1304066

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8. apríl s.l. þar sem óskað er eftir því við eigendur fyrirtækisins að eftirfarandi tillaga verði samþykkt:
"Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að leggja til við eigendur fyrirtækisins að þeir óski eftir því að forsætisráðherra taki ákvörðun um að veita Gagnaveitu Reykjavíkur undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna, þar sem fyrirtækið starfar eingöngu á samkeppnismarkaði."

Bæjarráð samþykkir erindið.

10.Samtökin 78 - beiðni 2013

1301200

Erindi samtakanna 78 þar sem hvatt er til að sýna málefnum hinsegin fólks um heim allan stuðning með því að flagga regnbogafána föstudaginn 17. maí n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið.

11.Húsnæðismál - áfrýjun 2013 - TRÚNAÐARMÁL

1302115

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Umhverfis- og framkvæmdassviðs að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.

12.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2013.

1304073

Ársreikningar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2012.

Lagt fram.

13.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2013.

1304073

10. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 19. apríl 2013.

Lögð fram.

14.Fundargerðir 2013 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1301584

805. fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl 2013.

Lögð fram.

15.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2013

1303171

16. fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands frá 19. apríl 2013.

Lögð fram.

16.Menningarráð - fundargerðir 2013

1302203

7. fundargerð aðalfundar Menningarráðs Vesturlands frá 19. apríl 2013 og 77. fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 19. apríl 2013.

Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00