Fara í efni  

Bæjarráð

3115. fundur 07. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál

1009139

Endurnýjun leigusamnings vegna Skagaleikflokksins. Húsaleigusamningur við Arion banka með gildistíma til 1. september 2011.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 1.040.000 kr. vegna samningsins.

2.Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011.

1103059

Leiðrétting á kjörskrá Akraneskaupstaðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 9. apríl 2011. Fækkun hefur orðið um einn einstakling vegna andláts. Á kjörskrá eftir breytingu eru 4662 íbúar.

Bæjarráð samþykkir leiðrétta kjörskrá og felur bæjarstjóra undirritun og frágang hennar.

3.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir stjórnar

1103108

Fundargerð stjórnarfundar frá 1. apríl 2011.

Lögð fram.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

Fundargerð stjórnar dags 24. mars 2011.

Lögð fram.

5.Fundargerðir OR - 2011

1101190

Fundargerðir stjórnar OR frá 4/3, 18/3 og 23/3 2011.

Lagðar fram.

6.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

1010035

Fundargerð stjórnar HEV frá 28. mars 2011.

Lögð fram.

7.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 18. mars 2011

Lögð fram.

8.Starf skoðunarmanns Akraneskaupstaðar - ótímabundið leyfi.

1104023

Beiðni Kjartans Kjartanssonar dags. 5. apríl 2011, um tímabundið leyfi frá starfi skoðunarmanns ársreikninga Akraneskaupstaðar þar sem hann hefur nú tekið sæti sem varamaður í bæjarstjórn í fjarveru Reynis Georgssonar.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Bókasafn - fjárveiting til tækjakaupa

1104005

Bréf stjórnar Akranesstofu dags. 6. apríl 2011 þar sem gert er grein fyrir samþykkt á beiðni bæjarbókavarðar dags. 17. febrúar 2011 vegna kaupa á húsgögnum og skjá vegna starfsemi bókasafnsins. Óskað er eftir aukafjárveitingu kr. 950.000.-

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

10.Umsókn um styrk - Grundartangakórinn

1104022

Erindi Grundartangakórsins dags. 27. mars vegna styrkbeiðni í formi salarleigu í Tónbergi um kr. 50.000.-. Bréf verkefnisstjóra Akranesstofu þar sem lagt er til að bæjarráð taki erindið til afgreiðslu.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til gildnadi reglna.

11.Styrkbeiðni NFFA

1104021

Beiðni Leikklúbbs Nemendafélags FVA dags. 18. mars 2011 þar sem farið er á leit að veittur verði styrkur í formi greiðslu útlagðs kostnaðar við gæslu slökkviliðs á meðan leiksýningar stendur, samtals 250 þús. kr. Bréf verkefnisstjóra Akranesstofu dags. 6. apríl 2011 þar sem mælst er til við bæjarráð að erindið sé tekið til afgreiðslu.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til gildandi reglna.

12.Kirkjubraut 39 - sjálfsafgreiðslustöð

1102290

Afgreiðsla á heimild til reksturs sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir bensín og olíu á lóðinni. Minnisblað framkvæmdastjóra framkvæmda, skipulags- og umhverfisstofu dags. 7. apríl 2011. Á fundinn mætti til viðræðna Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 17:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla lögfræðilegs álits á hvort heimilt sé að setja bensínstöð á umrædda lóð í ljósi samþykkts skipulags.

Einar leggur áherslu á að það sé ekki vilji fyrir því að það rísi bensínstöð á Kirkjubraut 39 enda er skýrt tekið fram í deiliskipulagi frá 1990 að þar eigi ekki að vera bensínstöð. Þeir aðilar sem hafa hug á að reisa bensínstöðvar á Akranesi verði gert það kleift og þá á þeim svæðum og lóðum þar sem skipulag gerir ráð fyrir þeirri starfsemi.

13.Apótekarinn Akranesi - opnunartími

1103129

Bréf Lyfjastofnunar dags. 18. mars 2011, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Apótekarans á Akranesi um styttingu afgreiðslutíma lyfjabúðarinnar sem nemur einni klst á dag, og verði eftir breytingu frá 10:00 - 18:00 alla virka daga nema laugardaga.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

14.Atvinnuátaksmál 2011

1103014

Bæjarráð samþykkir heimild til allt að 50 starfa í atvinnuátaksverkefni. Lagt verði fyrir bæjarráð nánari áætlun um umfang verkefna og fjárhagsáætlun.

15.Hýsing og rekstrarþjónusta fyrir Akraneskaupstað

1101160

Í gildi er samningur á milli Akraneskaupstaðar og Securstore hf um rekstur tölvukerfa hjá Akraneskaupstað.

Bæjarritari gerði grein fyrir stöðu málsins með vísan til samþykktar bæjarstjórnar í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Bæjarráð leggur áherslu á að vinnu við málið verði hraðað sem kostur er.

16.Umhverfismál á Grundartanga - opinn kynningarfundur

1103142

Fundarboð vegna kynningarfundar um umhverfismál hjá Noðurál Grundartanga ehf og Elkem Ísland ehf sem fram fer þann 7. apríl n.k. kl. 13:00 að Hótel Glymi.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundinum.

17.Kútter Sigurfari

903133

Bréf stjórnar Akranesstofu dags. 2. mars 2011 um framtíð Kútters Sigurfara.

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt formanni starfshópsins að kynna skýrsluna fyrir ráðuneytinu og leita eftir samþykki þess á þeim tillögum sem starfshópurinn leggur til.

18.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

1101181

Á fundinn mætir Andrés Ólafsson, fjármálastjóri til viðræðna. Fjármálastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögu að breytingum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19.Strætó bs. - áframhaldandi samstarf

1103168

Erindi Strætó bs dags. 29. mars 2011 þar sem lagt er til að Strætó bs annist útboð á akstri á leið 57 fyrir hönd Akraneskaupstaðar með samningstíma til 5 ára með framlengingarmöguleikum til tveggja ára.

Bæjarráð samþykkir erindið.

20.Starfshópur um ferðatengda þjónustu

1101008

Beiðni um frest til að skila inn tillögum til bæjarráðs um ráðstöfun fjármagns sem starfshópurinn hefur til ráðstöfunar.

Bæjarráð samþykkir frestun til 1. maí 2011.

21.Starfshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum.

1012103

Fundargerðir 6. og 7 fundar starfshópsins frá 29. mars og 5. apríl 2011, ásamt tölvupósti formanns starfshópsins dags. 31. mars 2011, þar sem hún óskar eftir fresti til að skila skýrslu starfshópsins. Tillögur starfshópsins til bæjarráðs um aðgerðir og ráðstöfun fjárins sem starfshópurinn hefur til ráðstöfunar.

Bæjarráð samþykkir umbeðna frestun og tillögur starfshópsins eins og þær eru lagðar fram. Fundargerðirnar lagðar fram.

22.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök

1101010

Fundargerðir 6. og 7. fundar frá 30. mars og 6. apríl 2011. Beiðni um frestun skýrslu starfshópsins til 1. maí 2011.

Bæjarráð samþykkir umbeðna frestun. Fundargerðirnar lagðar fram.

23.Endurnýjun á tölvu

1103153

Bréf leikskólastjóra Garðasels dags. 28. mars 2011 þar sem óskað er heimildar til endurnýjunar tölvu að fjárhæð kr. 100.000.-

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.

24.Stjórnsýslukæra - Ráðning í stöðu kennara

1009154

Bréf innanríkisráðuneytisins dags. 17. mars 2011 þar sem niðurstaða í stjórnsýslumáli nr 56/2010, Kristín Frímannsdóttir gegn Akraneskaupstað, er kynnt. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum að úrskurðurinn verði kynntur í bæjarstjórn Akraness.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00