Fara í efni  

Bæjarráð

3158. fundur 03. júlí 2012 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Tölvuþjónusta - hýsing og rekstrarþjónusta fyrir Akraneskaupstað

1203110

Föstudaginn 22. júní s.l. voru opnuð tilboð í útboðsverkið " Hýsing og rekstur miðlægs tölvubúnaðar, rekstur útstöðva, afritun og rekstur netkerfis Akraneskaupstaðar."
Minnisblað frá Admon ráðgjöf dags. 2. júlí 2012 um tilboð í hýsingu og rekstur miðlægs búnaðar og útstöðva, afritun og rekstur netkerfis.
Viðræður við Halldór Pétursson ráðgjafa og Ragnheiði Þórðardóttur, þjónustu- og upplýsingastjóra.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Hluti 1 - Tölvubúnaður:

Nafn bjóðanda Heildarverð

Advania hf. 61.200.000

Nýherji 24.825.948

Upplýsingatæknifélagið Omnis ehf. 16.500.000

Opin kerfi 35.997.984

Síminn 24.694.658

Þekking 28.534.923

Hluti 2 - Afritunarþjónusta:

Nafn bjóðanda Heildarverð

Advania hf. 10.260.000

Nýherji 6.216.538

Upplýsingatæknifélagið Omnis ehf. 1.450.000

Opin kerfi 3.758.800

Síminn 5.270.400

Þekking 8.007.552

Hluti 3 - Netkerfi:

Nafn bjóðanda Heildarverð

Advania hf. 14.400.000

Nýherji 7.248.020

Upplýsingatæknifélagið Omnis ehf. 3.200.000

Opin kerfi 5.832.000

Síminn 3.360.920

Þekking 4.768.740

Halldór fór yfir forsendur útboðsins og yfirferð þess, en eftir yfirferð er Upplýsingatæknifélagið Omnis ehf með hagstæðasta tilboðið í hluta 1 og 2, en Síminn með hagstæðasta tilboðið í hluta 3. Öll tilboð voru metin uppfylla skilyrði útboðsins.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Omnis ehf og Símans á grundvelli tilboða. Bæjarstjóra falið að ganga frá nauðsynlegum samningum við fyrirtækin svo og frágangi mála við núverandi þjónustuaðila.

2.Sérdeild - umsókn um aukið fjármagn vegna ársins 2012.

1205114

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 17. maí 2012, þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu vegna sérdeildar fyrir árið 2012.

Bæjarráð samþykkir erindið. Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni í viðauka fjárhagsáætlunar. Fjárveiting komi af fjárhagsliðnum "óviss útgjöld" 21-95-4995-1.

3.Harðarbakarí kaffihús - starfsleyfi

1207003

Bréf sýslumanns dags. 28. júní 2012, þar sem óskað umsagnar vegna umsóknar Skagabrauðs ehf. á rekstrarleyfi fyrir kaffihúsið Harðarbakarí að Kirkjubraut 56, Akranesi.

Bæjarráð samþykkir leyfisveitingu fyrir sitt leyti.

4.Risna gjafir og móttaka gesta - reglur

1206211

Á bæjarráðsfundi 28. júní s.l. var samþykkt tillaga um að fela starfsmanna- og gæðastjóra Akraneskaupstaðar að semja reglur um risnu, gjafir og móttöku gesta.
Minnisblað bæjarritara dags. 4.júlí 2012, þar sem nánar er gert grein fyrir bókhaldlegu fyrirkomulagi þessara mála svo og samanburði kostnaðar á síðasta kjörtímabili og þessa. Fram kemur í minnisblaðinu að kostnaður á hverju ári núverandi kjörtímabils er um 100% lægri en var að meðaltali á síðasta kjörtímabili.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00