Fara í efni  

Bæjarráð

3106. fundur 14. janúar 2011 kl. 08:00 - 09:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.Sorphirðugjald - niðurfelling

1101027

Bréf Ólafs Ellertssonar dags. 4. janúar 2011 þar sem hann óskar eftir að fá sorphirðugjald fellt niður á húsi sínu þar sem engin búseta sé í því.
Minnisblað framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu þar sem lagt er til að erindið verði samþykkt á grundvelli 9. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að svara erindinu.

2.Fundargerðir OR - 2010

1002247

141. fundur frá 7. des. 2010 og 142. fundur frá 15. des. 2010.

Lagðir fram.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2010

1007007

782. fundur frá 10. des. 2010.

Lögð fram.

4.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

1010035

94. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 13. des.2010.

Lögð fram.

5.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Fundargerðir starfshóps.
1. fundargerð frá 16.12.2010 og 2. fundargerð frá 6.1.2011.

Lagðar fram.

6.Tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011

1012149

Umræður um tillögur til fjárhagsáætlunar 2011.

7.Viðhaldsfé - hækkun

1101018

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu þar sem óskað er eftir heimild til útboðs á verkinu "Skólaeldhús Grundaskóla".

Bæjarráð samþykkir heimildina.

8.Afskriftir 2010

1012142

Bréf fjármálastjóra merkt trúnaðarmál dags. 16. des. 2010, þar sem lagt er til að afskrifaðar verði kröfur Akraneskaupstaðar undir árinu 2010, samtals að fjáarhæð kr. 1.919.273,-. Afskriftarbeiðnin er í framhaldi af bréfum og tillögu frá sýslumanninum á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.Saga Akraness - ritun.

906053

Drög að samningi um útgáfu Sögu Akraness.

Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu gerði grein fyrir drögum að samningi.

Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Skagastaðir - starfsmannahald til áramóta 2011

1008041

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 10.1.2011
þar sem óskað er eftir heimild til að gera samning við Vinnumálastofnun um að ráða einn starfsmann í 100% starf á forsendum atvinnuátaksverkefnis til næstu sex mánaða. Áætlaður kostnaður er um kr.360.000,-

Bæjarráð samþykkir erindið.

11.Endurhæfingarhúsið Hver

1006147

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 10.1.2011 þar sem óskað er eftir heimild til að gera samning við Vinnumálastofnun um að ráða einn starfsmann í 100% starf til næstu 6 mánaða. Áætlaður kostnaður er um kr.360.000,-

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Ljósleiðari - bæjarnet

1101080

Bréf Gagnaveitu Reykjavíkur dags. 23. desember 2010 vegna túlkunar á samningi um lagningu ljósleiðara á Akranesi.

Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu gerði grein fyrir samningnum.

13.Skólamál á Vesturlandi

1012047

Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 21. desember 2011.

Lagt fram.

14.Fjölbrautaskóli Vesturlands - svar frá ráðuneyti

1101022

Svar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 30. desember 2010 við bréfi bæjarstjóra vegna Fjölbrautaskólans á Akranesi.

Lagt fram.

15.Innanríkisráðuneyti tekur til starfa

1101021

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 30. desember 2010 þar sem gerð er grein fyrir nýju ráðuneyti, Innanríkisráðuneyti sem taka muni til starfa 1. janúar 2011.

Lagt fram.

16.Fasteignaskattur elli- og örorkulífeyrisþega - lækkun og niðurfelling

1101063

Tillaga fjármálastjóra dags. 5.1.2011 um breytingu á reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir hækkun á tekjuviðmiði á árinu 2011. Viðmiðin hækki til samræmis við áætlaða hækkun launavísitölu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

17.Námskeið um skipulagsmál

1101028

Dagskrá námskeiðs Skipulagsstofnunar um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa í skipulagsnefndum og sveitarstjórnum. Námskeiðið verður í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, Reykjavík fimmtudaginn 20. janúar 2011.

Lagt fram.

18.Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

1101026

Bréf ráðherra Velferðarmála dags. 3. janúar 2011 þar sem hann beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna að lágmarksfjárhæð til framfærslu verði í samræmi við atvinnuleysisbætur.

Bæjarráð vísar erindinu til fjölskylduráðs.

19.Eignaraðild að Orkuveitu Reykjavíkur.

901048

Bréf umboðsmanns alþingis dags. 31. des 2010 til eigenda að Orkuveitu Reykjavíkur.

Lagt fram.

20.Ráðningarbréf um endurskoðun árið 2010

1012147

Ráðningarbréf um endurskoðun við endurskoðunarstofuna Álit ehf. fyrir árið 2010.

Bæjarráð staðfestir ráðningarbréfið.

21.Kjarasamningsumboð

1101081

Akraneskaupstaður felur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu.

Bæjarráð staðfestir umboðið.

22.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Bréf fjármálastjóra dags. 10. janúar 2011 þar sem gerð er tillaga um breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2010.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 09:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00