Fara í efni  

Bæjarráð

3192. fundur 27. júní 2013 kl. 16:00 - 18:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Þór Valsson varamaður
  • Steinar Dagur Adolfsson
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Faxaflóakeppni - siglingakeppni milli Reykjavíkur og Akraness

1306174

Beiðni Kristjáns Sigurgeirssonar dags. 25. júní 2013 f.h. Brokeyjar, þar sem óskað er eftir styrk til verðlaunakaupa vegna Faxaflóakeppninnar.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

2.OR - fundargerðir 2013

1301513

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 187 og 188 frá 17. maí 2013 og 7. júní 2013.

Lagðar fram.

3.OR - aðalfundur 2013

1306112

Fundargerð aðalfundar frá 21. júní 2013

Lögð fram.

4.Höfði - fundargerðir 2013

1302040

Fundargerð stjórnar Höfða nr. 29, frá 10. júní 2013.

Lögð fram.

5.Faxaflóahafnir - aðalfundur 2013

1304111

Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna frá 17. maí 2013.

Lögð fram.

6.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafna frá 12. apríl 2013, 17. maí 2013 og 7. júní 2013.

Lagðar fram.

7.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Erindi framkvæmdaráðs dags. 27. júní 2013, þar sem óskað er samþykkis bæjarráðs á, að gengið verði að tilboði Reykjanesbæjar í hjólarampa að fjárhæð kr. 2,1 millj.

Málinu frestað.

8.Hagaflöt 2-10 - gangstéttarfrágangur

1306154

Erindi framkvæmdaráðs dags. 27. júní 2013, þar sem óskað er eftir 1,8 milljón kr. til gangstéttarfrágangs við Hagaflöt 2-10.

Bæjarráð samþykkir erindið.

9.Samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

1302073

Breyting á samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra og samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

10.Fab-Lab 2013

1211113

Tillaga bæjarstjóra um endurskipulagningu á starfsemi Fab-Lab.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

11.Faxaflóahafnir sf. - bókun á fundi Faxaflóahafna sf.

1301219

Bókun stjórnar Faxaflóahafna frá fundi 7. júní 2013

Bæjarstjóra falið að ræða við aðra eigendur Faxaflóahafna.

12.Styrktarsjóður EBÍ 2013

1306114

Kynningarbréf Styrktarsjóðs Brunabótafélags Íslands dags. 11. júní 2013 þar sem vakin er athygli á styrkveitingu sjóðsins.

Lagt fram.

13.Skógræktarfélag Akranes - beiðni um styrk og viðræður

1302069

Ítrekun Skógræktarfélags Akraness dags. 9. júní 2013 þar sem óskað er eftir stuðningi við félagið á næstu árum.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og býður formanni félagsins á fund bæjarráðs.

14.Akratorg - gatnaframkvæmdir 2013.

1306183

Tillaga bæjarstjóra um lántöku vegna framkvæmda í miðbæ Akraness.

Bæjarráð samþykkir heimild til bæjarstjóra um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga, að upphæð allt að eitt hundrað milljón króna, 100.000.000,- vegna framkvæmda í miðbæ Akraness á árinu 2013.

Áheyrnarfulltrúi er á móti ákvörðun bæjarráðs.

15.Umsókn um lán - áfrýjun - TRÚNAÐARMÁL

1302193

TRÚNAÐARMÁL

Bæjarráð felur Steinari Adolfssyni framkvæmdastjóra, að ganga frá málinu til samræmis við fyrirliggjandi greiðslugetu lántakanda.

16.Sérdeild - starfsmannamál 2013-2014

1306101

Erindi fjölskylduráðs dags. 21. júní 2013 þar sem óskað er eftir viðbótarráðningu á 1,5 stöðugildi stuðningsfulltrúa og 1 stöðugildi kennara við sérdeild vegna aukningar á nemendafjölda á næsta skólaári.

Afgreiðslu frestað.

17.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - krafa

1306175

Erindi í tölvupósti Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 24. júní 2013, vegna kröfu lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar á hendur ríkissjóði og Akraneskaupstað vegna ógreiddra lífeyrishækkana hjá fyrrum starfsmönnum Fjölbrautaskólans á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að greiða til Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar óuppgerða bókfærða stöðu verðbóta á lífeyri sem sjóðurinn á, á hendur ríkissjóði. Akraneskaupstaður mun taka kröfuna inn í heildaruppgjör lífeyrisskuldbindinga Akraneskaupstaðar við ríkissjóð.

18.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013

1301420

Erindi menningarmálanefndar dags. 26. júní 2013 þar sem óskað er samþykkis á tillögu um stöðugjald vegna söluvagna á Írskum dögum árið 2013 á Akranesi, að upphæð kr. 20.000,-.

Bæjarráð samþykkir að stöðugjald vegna söluvagna á Írskum dögum 2013, verði kr. 20.000,-.

19.Kirkjuhvoll - ýmis málefni

1305222

Bréf menningarmálanefndar dags. 26. júní 2013 þar sem gerð er grein fyrir bókun nefndarinnar á fundi sínum þann 25. júní 2013.

Bæjarstjóra falið að vinna málið frekar.

20.Beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags

1306050

Erindi Tónlistarskólans á Akureyri dags. 4. júní 2013 þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður greiði kostnað við kennslu nemanda við tónlistarskólann skv. samkomulagi sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda. Jöfnunarsjóður kemur til með að greiða hluta kostnaðar.

Bæjarráð samþykkir erindið með fyrirvara um greiðslu Jöfnunarsjóðs.

21.FEBAN - þarfagreining v/húsnæðismála

1306072

Erindi frá starfshópi um þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara dags. 25. júní 2013.

Bæjarráð leggur til að nýjum framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verði falið að leggja mat á tillögur starfshópsins.

22.Lífeyrisskuldbindingar Akraneskaupstaðar

1306178

Milliuppjör lífeyrisskuldbindinga dags. 26. júní 2013.

Lagt fram.

23.Orkuveita Reykjavíkur - lánamál - trúnaðarmál

1304161

TRÚNAÐARMÁL - Beiðni stjórnar OR dags. 25. júní 2013 um samþykki eigenda á meðfylgjandi tillögu:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir, með fyrirvara um staðfestingu eigenda, að heimila forstjóra eða framkvæmdastjóra fjármála að ganga til samninga við íslenskar fjármálastofnanir um framlengingu á lánalínum að fjárhæð 8 milljörðum til ársloka 2016.

Heimildin nær einnig til þess að undirrita samninga og önnur nauðsynleg skjöl tengd þessum samningum.

Bæjarráð staðfestir samþykktina.

24.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd 2013 - trúnaðarmál

1306159

TRÚNAÐARMÁL - Erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 24. júní 2013 þar sem óskað er eftir samþykki eigenda á meðfylgjandi tillögu:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að taka tilboði B frá Landsbréfum, dags. 20. júní 2013, með fyrirvara um samþykki endanlegra skjala.

Bæjarráð staðfestir samþykktina.

25.Akraneskaupstaður og stofnanir - prókúra

1306176

Tillaga bæjarstjóra dags. 26. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir að veita eftirtöldum aðilum prókúru á bankareikninga Akraneskaupstaðar, kt. 410169-4449, Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, slf. kt. 630905-1330, Byggðasafnsins í Görðum, kt. 530959-0159, Fasteignafélags Akraneskaupstaðar ehf. kt. 640805-0640 og Háhita ehf. kt. 590210-0800:

  • Andrési Ólafssyni kt. 060951-4469, fjármálastjóra.
  • Elsu Jónasdóttur kt. 040152-2969, fulltrúa í fjárreiðudeild.
  • Rannveigu Þórisdóttur kt. 180462-5469, bókara í bókhaldsdeild.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita eftirtöldum aðilum prókúru á bankareikning í Landsbankanum númer 0186 - 26 - 100220:

  • Guðmundi Páli Jónssyni kt.301257-5709, forstöðumanni
  • Árna Jóni Harðarsyni kt.130573-5769, deildarstjóra

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00