Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

148. fundur 19. júní 2007 kl. 18:00 - 19:25

148. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 19. júní 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


 

Mættir voru:        Ásgeir Hlinason

                          Þórður Þ. Þórðarson

                          Haraldur Helgason

Varamaður:        Ingibjörg Valdimarsdóttir.       

 

 

Auk þeirra sat fundinn Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.   Strætó ? utanbæjar.

Bæjarritari gerði grein fyrir viðræðum sínum og bæjarstjóra við aðstoðarforstjóra Strætó bs varðandi endurnýjun samnings um þjónustu Strætó bs vegna aksturs Akranes ? Reykjavík og Reykjavík ? Akranes.  Viðræðuhugmyndir eru um nýjan samning til 5 ára og hugsanlegar tillögur um nokkrar breytingar á tímatöflu.  Einnig var rætt um nýjar hugmyndir um frítt aðgengi fyrir alla með almenningssamgöngum og þykir atvinnumálanefnd nauðsynlegt að Akraneskaupstaður skoði sömu reglur og gert er á Reykjavíkursvæðinu í þeim efnum.  Bæjarritara falið að vinna áfram að málinu.

 

2.   Strætó - innanbæjar.

Bæjarritari gerði grein fyrir stöðu mála með hliðsjón af samþykkt Atvinnumálanefndar frá 24/4 s.l. varðandi útboð á akstrinum og nýjum áherslum varðandi gjaldfrelsi fyrir farþega.  Bæjarráð hefur málið til umfjöllunar og er niðurstöðu í þeim efnum að vænta innan tíðar.

 

3.   Brautargengi kvenna.

Nýverið lauk námskeiðinu Brautargengi kvenna sem atvinnumálanefnd stóð að ásamt SSV og fleiri aðilum.  Atvinnumálanefnd óskar þeim aðilum sem útskrifuðust til hamingju.

 

4.   Starfsmannamál.

      Formanni falið að ræða við bæjarstjóra um málið.

 

5.   Skýrsla Erlu Gísladóttur um staðarvitund Akurnesinga ? breyting á samfélaginu eftir Hvalfjarðargöng.

Lögð fram til kynningar.

 

6.   Endastöð fyrir Strætó ? utanbæjar.

Rætt um tillögu tækni- og umhverfissviðs um nýja endastöð fyrir strætó við Akratorg.  Atvinnumálanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar nánari ákvörðun málsins til bæjarráðs.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00