Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

142. fundur 06. desember 2006 kl. 18:00 - 19:45

142. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 6. desember 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir voru:                 Karen Jónsdóttir, formaður

                                    Haraldur Helgason

                                    Björn Guðmundsson

                                    Þórður Þ. Þórðarson

                                    Dagný Jónsdóttir

 

Auk þeirra sátu fundinn Rakel Óskarsdóttir og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Samvinna við IMPRU Iðntæknistofnun.  Brautargengi, námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja.

Markaðs- og atvinnufulltrúi kynnti möguleika á námskeiði sem er 75 kennslustundir að lengd.  Gert er ráð fyrir 15 nemendum og reiknað með kostnaði sem nemur kr. 30.000.- á hvern nemenda sem sveitarfélagið styrki að viðbættum kostnaði við leiðbeinanda sem aðstoði við ýmis atriði við námskeiðið.  Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um kostnað við verkefnið og leggja fyrir næsta fund.

 

2. Samvinna við Þekkingarmiðlun, námskeið framhald af námskeiði sem haldið var 23/11 s.l.

Markaðs- og atvinnufulltrúi gerði grein fyrir námskeiðinu sem haldið var á vegum nefndarinnar þann 23/11 s.l.   Atvinnumálanefnd samþykkir að fela markaðs- og atvinnufulltrúa að afla nánari upplýsinga um hvaða námskeið eru í boði hjá Þekkingarmiðlun og hvað henta myndi aðstæðum á Akranesi.

 

3. Fyrirtækjaskrá, næstu skref.

Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

4. Staða markaðs- og atvinnufulltrúa, samþykkt bæjarráðs.

Formaður gerði grein fyrir samþykktinni.

 

5. Önnur mál.

Rætt um ýmsar hugmyndir um aukningu ferðamanna til Akraness.

Samþykkt að boða stjórn Markaðsráðs Akraness til viðræðna við Atvinnumálanefnd. 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00