Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

138. fundur 07. september 2006 kl. 18:00 - 20:00

138. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtud. 7. september 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


 

 

Mættir voru:                 Karen Jónsdóttir, formaður

                                    Þórður Þ. Þórðarson

                                    Haraldur Helgason

                                    Björn Guðmundsson

                                    Dagný Jónsdóttir

 

 Auk þeirra sátu fundinn starfsmenn skrifstofu markaðs- og atvinnumála, Tómas Guðmundsson og Rakel Óskarsdóttir ásamt Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

 

1.  Erindisbréf atvinnumálanefndar.

Erindisbréfið rætt.

 

2.  Erindisbréf markaðs- og atvinnufulltrúa.

Erindisbréfið rætt.  Samþykkt að fela markaðs- og atvinnufulltrúum að undirbúa kynningu á verkefnum atvinnumálanefndar og þjónustu markaðs- og atvinnuskrifstofu sem nefndin vill kynna meðal bæjarbúa.

 

3.  Samstarf atvinnumálanefndar og Orkuveitu Reykjavíkur,

Fyrirliggjandi samningur kynntur.  Atvinnumálanefnd samþykkir að óska eftir fundi með forráðamönnum OR um framvindu samningsins.

 

4.  Samkomulag Akraneskaupstaðar og SSV -  þróun og ráðgjöf.

Fyrirliggjandi samningur kynntur.

 

5.  Önnur mál.

Rætt um samskipti markaðs- og atvinnuskrifstofu og Markaðsráðs Akraness.  Atvinnumálanefnd samþykkir að óska eftir fundi með stjórn MRA.  Formanni falið að gera bæjarráði grein fyrir umræðum á fundinum varðandi samskipti við stóriðjufyrirtækin á Grundartanga.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00