Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

125. fundur 27. janúar 2005 kl. 18:15 - 19:30

125. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtudaginn 27. janúar 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


Mættir voru:                   Guðni Tryggvason, formaður

                                      Ástríður Andrésdóttir

                                      Pétur Svanbergsson

                                      Þórður Þ. Þórðarson

 

Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Afleysingar markaðs- og atvinnufulltrúa.

Bæjarstjórn hefur samþykkt að ráða til eins árs starfsmann til að vinna að sérstökum verkefnum á sviði atvinnumála.  Sérstök áhersla verði lögð á atvinnumál m.a. með því að kanna hvort unnt sé að fá fyrirtæki til Akraness.  Lagðar fram hugmyndir að verksviði og verkefnum vegna starfsins sem atvinnumálanefnd yfirfór og samþykkti með nokkrum breytingum.  Einnig var lagður fram listi yfir þau helstu verkefni sem markaðs- og atvinnuskrifstofan hefur unnið að undanfarna mánuði.

 

2.  Samstarf við OR, undirskrift samnings.

Bæjarstjórn hefur samþykkt fyrir sitt leyti þann samning sem liggur fyrir á milli atvinnumálanefndar og OR varðandi úrvinnslu nýsköpunar-hugmynda og þróunarverkefna.  Stefnt er að undirritun samningsins við fyrsta tækifæri.

 

3.  Skaginn skorar.

Markaðs- og atvinnufulltrúi gerði grein fyrir þeim tillögum sem liggja fyrir í útgáfu blaðsins.  Einnig var rætt um efnistök, auglýsingar og annað sem fylgir útgáfu blaðsins.  Ákvörðun frestað.

 

4.  Stóriðjubrú, samstarfsverkefni við símenntunina og SVM.

Formaður og markaðs- og atvinnufulltrúi gerði grein fyrir þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar verkefninu sem er hugsað sem 3 mánaða nám til að takast á við störf í stóriðju og byggt upp með svipuðum hætti og menntasmiðju námið hefur verið. 

 

5. Strætó BS.

Formaður og bæjarritari gerðu grein fyrir kostnaðarhugmyndum Strætó bs vegna aksturs strætisvagns á milli Akraness og Reykjavíkur.  Atvinnumálanefnd beinir því til bæjarráðs að taka málið upp með formlegum viðræðum við Samgönguráðuneytið um hvort hægt verði að fjármagna akstursleiðina í samvinnu við Strætó bs með sambærilegum hætti og nú er gert gagnvart núverandi sérleyfisakstri.

 

6.  Staða atvinnuleysis á Akranesi og Vesturlandi.

Lagðar fram upplýsingar um stöðu mála þann 24. janúar s.l.

 

7.  Önnur mál.

Formaður, bæjarritari og markaðs- og atvinnufulltrúi gerðu grein fyrir fundi sem þau sátu með bæjarráði, fulltrúum stóriðjufyrirtækja á Grundartanga og fulltrúa VLFA varðandi atvinnuuppbyggingu á Grundartangasvæðinu.

Atvinnumálanefnd beinir því til Markaðsráðs Akraness að standa fyrir kynningu á þjónustuframboði fyrirtækja á Akranesi sem nýst gæti fyrirtækjunum á Grundartanga.

 

8.  Skýrsla um atvinnu- og skólasókn til höfuðborgarsvæðisins.  Könnun meðal íbúa Akraness, Árborgar og Borgarbyggðar árið 2004 sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri.        

Lögð fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00