Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

105. fundur 19. febrúar 2003 kl. 18:00 - 18:50

105. fundur atvinnumálanefndar  var haldinn á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18, miðvikudaginn 19. febrúar 2003 og hófst hann kl. 18:00.

__________________________________________________________________

 

Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Þórður Þ. Þórðarson,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
 Ástríður Andrésdóttir,
 Pétur Svanbergsson.


Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð, Rakel Óskarsdóttir og Magnús Magnússon, markaðs- og atvinnufulltrúar.
__________________________________________________________________

 

Fyrir tekið:


1. Styrkumsókn  til SSV
Markaðs- og atvinnufulltrúar ásamt bæjarritara kynntu viðræður sínar við fulltrúa Atvinnuráðgjafar Vesturlands um samstarf á milli aðila og þær hugmyndir kaupstaðarins að fjármagn kæmi til starfssemi markaðs- og atvinnuskrifstofu Akraness frá SSV.  Atvinnumálanefnd samþykkir fyrirliggjandi bréf og tillögu sem send verði bæjarráði til umfjöllunar.


2. Ályktun vegna flýtingu framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur
Atvinnumálanefnd Akraness fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að flýta framkvæmdum við lagningu ljósleiðaranets til Akraness.  Slík framför á tæknisviðinu mun vafalaust hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á fyrirtæki og stofnanir á Akranesi og stuðla að nýsköpun og bættum rekstrarskilyrðum atvinnulífsins á staðnum.  Einnig fagnar nefndin auknum útgjöldum til verkefna er tengjast gróðursetningu og frágangsverkefnum á starfssvæði Orkuveitunnar.


3. Tillaga um "Átak 50".
Kynntar voru hugmyndir starfshóps um fyrirkomulag og framkvæmd atvinnuátaks sem miðar að því að minnka atvinnuleysi á Akranesi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50. 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00